6.11.2014 | 13:06
Orðhengilsháttur.
Það nýjasta í umræðu um Reykjavíkurflugvöll til þess að gera sem minnst úr NA-SV flugbraut vallarins er að segja að hugtakið "neyðarbraut" í löggjöf sé ekki til.
Þó er þessi flugbraut aðeins notuð þegar ekki er hægt að nota hinar tvær brautirnar og hefur hún algera sérstöðu meðal brauta vallarins hvað reglur um notkun varðar, - til dæmis eru alfarið bönnuð flugtök á henni til norðausturs.
Brautin er notuð í illviðrum á veturna þegar hvöss suðvestanátt, oft með éljum, gerir notkun hinna brautanna ómögulega. Í slíkum tilfellum eru líka oft samgönguvandræði á landi, og vegna þess að NA-SV braut er ekki á Keflavíkurflugvelli getur þessi braut Reykjavíkurflugvallar svo sannarlega verið sannkölluð neyðarbraut .
Hliðstæða við notkun orðsins "neyðarbraut" er notkun orðanna "vetrarvegur" eða "vetrarleið" sums staðar við íslenska þjóðvegi, þar sem snjór safnast stundum fyrir á leiðina og lögð hefur verið upphækkuð "neyðarleið" fram hjá snjóakistunni.
Ég sæi það fyrir mér að Vegamaálastjóri myndi gera lítið úr svona vegarköflum og samþykkja að rífa þá niður með þeim orðum að að hugtakið "vetrarvegur" eða "vetrarleið" væri ekki til í löggjöf.
Þetta minnir mig svolítið á það þegar inn í skýrslu um völlinn fyrir rúmum áratug slæddist sú fullyrðing að með því að stytta eina flugbrautina yrði öryggi vallarins aukið.
Veit ég ekki um önnur dæmi þess í flugsögu heimsins að stytting flugbrautar auki flugöryggi.
Mér sýnist það ryðja sér æ meira til rúms hjá opinberum stjórnendum að þeir hafi fjarlægst veruleikann sem þeir vinna í og séu komnir inn í einhvers konar sýndarveruleika eigin skrifræðis.
Ég hélt í barnaskap mínum að að sjálfsögðu hlyti það að vera keppikeflli í hönnun og gerð allra samgöngumannvirkja að þau gegni sem best hlutverki sínu.
En slíku virðast margir vera tilbúnir að gleyma eða bara horfa fram hjá því, af því að það hefur gleymst hverjum þeir eru ráðnir til að þjóna.
Neyðarbraut ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel athugað, Ómar. Hið augljósa virðist þó sumum hulið.
Kristinn Snævar Jónsson, 6.11.2014 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.