Ef þetta væru til dæmis bílar.

Hvað ef þetta væ bílar


mbl.is Elta síðurnar óháð léninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Endanlega er sönnunarbirðin í þessum ma´lum erfið enda verður að sanna hver stal hlutnum upprunalega.

Áður er ekki hægt að ákvarða um hvort um þýfi sé að ræða þó að leiða megi að því líkum.

Það er nefnilega ekki dæmt á getgátum hér né meirihlutaáliti heldur sönnunargögnum enda væri annað að snúa sönnunarbirðinni og þá allir sekir uns sakeysi sannaðist.

Óskar Guðmundsson, 7.11.2014 kl. 15:18

2 identicon

Einmitt, hvað ef þetta eru bílar?  Við myndum að sjálfsögðu krefjast þess að Vegagerðin og Spölur loki á umferð stolinna bíla um þjóðvegi landsins, með ærnum tilkostnaði sem svo yrði tekinn úr vasa notenda.

Að deila efni er ólöglegt (í flestum ríkjum), að hlaða niður efni er ólöglegt.  Að veita aðgengi að internetþjónustu er það ekki.

Einar (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 15:36

3 identicon

Samkvæmt lögum er ólöglegt að afrita og dreifa höfundaréttarvörðu efni.

Á sama hátt er ólöglegt að dreifa og selja fíkniefni.

Við getum sett þetta þannig upp að skráarskiptisíðan eins og piratebay er eins og félaginn sem reddar þér símanúmeri hjá fíkniefnasala.

Piratebay vísar í ólöglega efnið en dreifir því ekki sjálft,
Félaginn vísar í ólöglega efnið en selur það ekki sjálfur.

Á þá að dæma félagann til refsingar fyrir að vísa í fíkniefnið eins og Piratebay er refsað fyrir að vísa í höfundarréttavarða efnið??

Georg (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 15:38

4 identicon

Ómar, ef ég hefði töfrasprota sem leyfði mér að horfa á bílin þinn og búa til nýjan bíl úr þunnu lofti sem ég gæti keyrt í burtu á, skiljandi þinn eftir, þá væru bíladæmið sambærilegt við ólöglega dreyfingu efnis.

Einar, að hlaða niður efni er aldrei óleyfilegt, það er á ábyrgð dreyfandans að hafa leyfi fyrir því að deila efninu. Torrentar gera þetta flókknara þar sem aðilin sem sækir efnið byrjar að dreyfa því sjálfvirkt en það er erfitt að gera eithvað í því lagalega séð þar sem mörg kerfi byggja á sömu virknini til að dreyfa höfundarvörðu efni á löglegan máta.

Georg, það er reyndar löglegt á Íslandi að afrita höfundavarið efni fyrir einkanot eins og til dæmis það að taka upp úr sjónvarpinu á vídeó, útvarpinu á kassettur og einnig má afrita forrit til að eiga afrit af því.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 19:57

5 identicon

Góð spurning Ómar. hverning færi lögjafinn að því að banna almenningi að taka afrit af uppáhalds bílnum sínum án tilkostnaðar fyrir þriðja aðila. væri ekki skynsamlegast þá að taka einhverskonar skatt af búnaðinum sem býður upp á þá þjónustu. eins og "stef"gjöld af skrifanlegum plötum eða usb lyklum, eins og var gert fyrir ekki svo löngu síðan (eða er ég e-ð að villast). væri þessi skattur kannski svo hár að venjulegt fólk hefði ekki efni á að eiga búnaðinn eða væri meirihluti fólks komið á bugatti veyron eða Tesla Model S ? kannski ættu olíufélögin og orkuveitan að vinna saman að tækni til fjölföldunar á bílum?

Annars veit ég ekki hvernig best væri að tryggja að höfundar fá nóg til að vera sáttir en tel það ekki vera rétt að loka vefsvæðum þaðr sem fólk skiptist á efni hvort sem það sé varið höfundarétti eða ekki. mér finnst réttara að sá sem setur efni sem er varið á netið sé hinn eini sanni lögbrjótur og ætti að vera ábyrgur fyrir því að hafa með opinberri byrtingu orðið valdur að einhverju tekjutapi höfundar. En sá sem sækir e-ð af opinberum vettvangi geti ekki verið að brjóta nein lög. 

Ágúst F. (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 10:43

6 identicon

málið er samt að það er nú þegar rukkað gjöld fyrir innflutta geisladiska og spólur og kassettur og harðadiska hjá þessari ágætu stofnun og þó þú ert að dreifa eiginn efni með að vista það þá felluru í sömu gildru og þeir sem eru að stela efni.

Annars var ég í því fyrir nokkrum árum í sendibílaleik og keyrði oft bara eitt copy af bíómyndum og tónlistadiskum og tölvuleikjum sem kom að utan sem var svo fjölframleitt hérlendis og selt svo eins og þau copy hefðu öll verið flutt inn löglega og þetta ákveðna löglega fyrirtækið var að deila þar með efni sem var ólöglegt að dreifa samkvæmt pappírslögum og þar með er stærsti söluaðili á markaðinum að gera nákvæmilega það sama og einkaaðili sem er á deildu.

Guðjón (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 18:32

7 identicon

Ef þetta væru bílar, væri málið einfalt og fljótt með förum ...

Hér er um að ræða "hugmyndarefni", sem hefur að gera með það sem "ég" sintaklingurinn sé og heyri.  Ríkið Ísland, hefur enga heimild þess að banna mér að dreyfa því, sem ég heyri eða sé.  Slíkt brýtur á bága við rétt minn, sem manneskju og því með öllu óheymild, og öll lög þess eðlis .. ólögleg. Í heild sinni.

Það sem hægt er að gera, er að meina mér að dreyfa efni mínu á ákveðnum miðlum.  Það er hægt að meina mér, að afrita og selja vöru annarra.

Þó ekki ... því mér er fullkomlega heimilt, að horfa á Microsoft Windows, og skrifa mitt eigið Microsoft Windows.  Dæmi um þetta er Wine fyri Linux, sem gerir það sama og Windows.  Linux er annað dæmi, um þar sem menn hafa tekið Unix og búið til sína eigin útgáfu af Unix.

Ef ég til dæmis, geng á götu og sé dagblað lyggjandi á götunni ... er mér fyllilega heimilt að taka upp dagblaðið, og fara með það.  Ég get að sjálfsögðu sagt við sjálfan mig, að einhver annar hafi geypt blaðið ... en þar sem það stendur á almannavegi, er mér fyllilega sem hluti "almennings" að taka hlut af því, sem er á "almanna færi".

Þetta er réttur minn sem manneskja ... og menn skulu passa sig vel á, að ekki ganga á þennan rétt. Því heimsstyrjaldir hafa verið háðar, vegna þess ... og munu verða háðar fyrir slíkt afbrot gegn mannréttindum í framtíðinni líka.

Það er afskaplega eðlilegt að dreyfingarfyrirtæki vilji varðveita eign sína ... en þegar eign þeirra er á "almannafæri", gildir ekki sömu reglur og annars.  Það er á þeirra ábyrgð að passa eigur sínar, ekki á minni.

Minn réttur, sem manneskja er ÆÐRI en réttur fyrirtækja til að græða peninga.

Allar tilfæringar fólks, að reyna að gera gróðrarstarfsemi sem einhverja sjálfsagða ástæðu til að skerða mannréttindi, geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Það er á ÁBYRGÐ fyrirtækjana, að tryggja að efni þeirra sé ekki afritanlegt.  Það er ekki á ábyrgð fólks, að láta vera að hirða dagblað þeirra af götunni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 19:45

8 Smámynd: Púkinn

Það er dapurlegt að sjá hvernir sumir reyna að verja "rétt" sinn til að stela með athugasemdum á borð við "Minn réttur, sem manneskja er ÆÐRI en réttur fyrirtækja til að græða peninga."

Þetta er bara bull.

Þeir sem hlaða niður höfundarréttarvörðu efni í heimildarleysi eru ómerkilegir þjófar...flóknara er það ekki.

Púkinn, 12.11.2014 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband