Rétt eins og vörur eða uppfinningar.

Eitthvað yrði sagt við því ef stofnað væri dreifingarfyrirtæki sem færi á þyrlum inn á svæði fyrir óselda bíla við Sundahöfn, tækju bílana traustataki, og dreifðu þeim um landið án þess að borga krónu í framleiðslukostnaðinum en græddu samt vel á því að innheimta gjöld af bílunum, sem þeir hefðu fengið ókeypis.  

Eftir sætu framleiðendurnir með sárt ennið og tapaða fjárfestingu.  

Á bak við lög tónskálda eða kvikmyndir kvikmyndagerðarmanna liggur mikill kostnaður, sem framleiðendur tónlistarinnar eða kvikmyndanna þurfa að fá borgaðan við sölu vörunnar. 

Stór hluti af því eru hugverk sem eru í raun hráefni rétt eins og málmar og fleiri efni hjá bílaframleiðandanum. 

Á 19. öld voru sett lög um einkaleyfi á uppfinningum til þess að vernda uppfinninamennina frá því að aðrir, sem ekkert hefðu lagt fram til að skapa nýja vöru, yrðu rændir arði af sínu hugviti og verkum. 

Það ættu þeir, sem mæla bót athæfi á borð við það hjá Deildu að hafa í huga. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Eitthvað yrði sagt við því ef stofnað væri dreifingarfyrirtæki sem færi á þyrlum inn á svæði fyrir óselda bíla við Sundahöfn, tækju bílana traustataki, og dreifðu þeim um landið án þess að borga krónu í framleiðslukostnaðinum en græddu samt vel á því að innheimta gjöld af bílunum, sem þeir hefðu fengið ókeypis.

Þessi samlíking lýsir bara alls ekki sama verknaði og ólöglegu niðurhali að mínu mati, því vefsíður eins og t.d. Deildu eru ekki að selja vöruna sjálfa, heldur mögulega aðeins aðgang að vöru, þ.e. ef tekið er gjald fyrir aðganginn að síðunni.

Réttara væri að segja að eitthvað yrði sagt við því ef að stofnað yrði fyrirtæki sem heimilaði aðgang að svæði (t.d. Sundahöfn), mögulega gegn gjaldi, þar sem óseldir bílar væru geymdir og heimilaði aðgangshöfum að taka þá í sína vörslu án þess að greiða þeim aðila sem flutti bílana inn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.11.2014 kl. 17:13

2 identicon

Hvað eru höfundar að selja? Fyrir hvað eru þeir að fá greitt?

Hvers vegna eiga þeir að fá greitt þó kaupandi skipti um umbúðir á vörunni (disk yfir á mp3 eða plötu yfir á kassettu o.s.frv.).

Hvers vegna er ekki hægt að fá vöruna á framleiðslukostnaði ef maður er staðfest þegar búinn að borga höfundarlaunin (diskur skemmist og ég fæ ekki disk á kostnaðarverði með því að skila inn þeim ónýta, safnplata og ég hef þegar greitt höfundi með kaupum á sömu lögum á öðrum plötum o.s.frv.)?

Ólöglegt niðurhal er ekki til. Það er ólöglegt að afrita og dreifa höfundarvörðu efni. Nær allt efni á internetinu er höfundarvarið. Þessi síða Ómars er höfundarréttarvarin og við getum ekki lesið hana nema hala henni niður. Við værum að brjóta lög með því að fara á þessa síðu ef til væri ólöglegt niðurhal, og ekki borgum við höfundi krónu.

Ef þjófur brýst inn til þín eftir að hafa fyndið heimilisfangið í símaskránni á þá að setja lögbann á símaskrána?

"Á 19. öld voru sett lög um einkaleyfi á uppfinningum til þess að vernda uppfinninamennina frá því að aðrir, sem ekkert hefðu lagt fram til að skapa nýja vöru, yrðu rændir arði af sínu hugviti og verkum." Hafa höfundar keypt og skráð einkaleyfi fyrir öllum gerðum, formum og útfærslum verka sinna eins og uppfinningarmenn þurfa að gera til að fá þessa vernd? Eða eru þeir að heimta verndina án þess að greiða gjöldin?

Það er ekkert einfalt í viðskiptum þegar þjófar sitja báðu megin borðs og báðir telja sig saklausan því hinn er svo miklu verri.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 18:12

3 Smámynd: ThinkDozer

Hvað ef það væri bara tekið afrit af bílunum en engu þannig stolið?

ThinkDozer, 7.11.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband