8.11.2014 | 00:03
Sem fyrr stærsti dragbíturinn.
Það hefur verið algengt að kenna Kína, Indlandi og öðrum þriðja heims þjóðum aðallega um það hvernig mannkynið flýtur sofandi að feigðarósi í loftslagsmálum.
Þetta er auðvelt því að þessar þjóðir eru fyrst nú að koma inn í orkuneysluhópinn sem iðþróuðu þjóðirnar hafa verið í frá upphafi iðnsbyltingar.
En í raun hafa Bandaríkin verið stærsti dragbíturinn á aðgerðir þegar miðað er við það hve lengi og hve mikið þau hafa dregið lappirnar og hve miklu meiri burði og tekjur þau hafa til þess að láta sitt af mörkum.
Eini ríkjahópurinn sem virðist ætla að geta dregið úr losun á næstu árum er ESB á sama tíma og Kanarnir horfa bara á skyndilausnir orkavanda síns með aukinni framleiðslu gass og olíu úr jarðlögum með svonefndri "fracking" aðferð.
Sú vinnsla er eins og að pissa í skóinn hvað varðar orkuöflun og mun varla duga nema í nokkra áratugi, en verst er að hún fellur undir notkun jarðefnaeldsneytis sem er aðalvandamálið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Fram að þessu hafa Bandaríkin ásamt Rússlandi og fleiri löndum staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til alþjóðasamvinnu um að ráðast gegn loftslagsvandanum.
Það er nöturlegt hlutskipti þjóðar sem telur sig vera í fararbroddi þjóða heims fyrir frelsi, mannréttindum og betri lífskjörum en bregst þegar á hólminn er komið.
Loftslagsaðgerðir í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir leysa í Valhöll vind,
verstur er þó Kaninn,
einnig kellan Inga Lind,
út er maginn þaninn.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 00:39
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.
"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.
Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.
Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."
Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?
"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 00:43
Finn ég fnyk, hvað veldur því?
Sveittur sokkurinn?
Nei, ó nei það er á ný,
Framsóknarflokkurinn
Brjánn Guðjónsson, 8.11.2014 kl. 06:25
5.11.2014:
"Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um sex prósentustig milli mánaða en tæplega þriðjungur þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana, sem er minnsti stuðningur við stjórnina á kjörtímabilinu.
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um níu prósentustig á tveimur mánuðum."
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar umtalsvert - Capacent Gallup
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 06:57
Meira koldíoxíð þýðir meiri næringu fyrir jurtalífið, sem aftur mun auka vöxt og viðgang þess á landi og í höfunum og þar með meiri næringu fyrir þær lífverur sem nærast á jurtalífinu, öllum til góða. Náttúran leitar reyndar alltaf jafnvægis, og því má gera ráð fyrir því að til lengri tíma muni koldíoxíðið haldast áfram svipað og það hefur gert í a.m.k. 300-500 milljónir ára, þ.e. vel innan við 0.05% af gufuhvolfinu.
Og hvað gerir það til þótt koldíoxíð aukist? Hvað er vandamálið? Jafnvel þótt aukið koldíoxíð stuðli að endurhlýnun jarðarinnar (sem fátt bendir til að það geri að neinu marki) væri slík endurhlýnun hið besta mál, ekki aðeins fyrir mannkynið, heldur einnig og ekki síður fyrir öll dýr og jurtir, fugla og fiska og allt sem þrífst á jörðinni. Ef um einhvers konar endurhlýnun til lengri tíma er að ræða ber að fagna því og beinlínis auka koldíoxíð- „mengunina”. Það mundi þó því miður afar litlu breyta, því koldíoxíð er aðeins talið ábyrgt fyrir 3-5% af gróðurhúsaáhrifum, kannski minna. Vatsgufa orsakar um 90% allra gróðurhúsaáhrifa og metan og fleiri lofttegundir mest af þvi sem eftir er“.
Vilhjálmur Eyþórsson, 8.11.2014 kl. 09:12
Vísindavefurinn:
"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."
"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."
"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."
"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."
"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."
"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."
"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:23
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.
Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:24
Auðvitað eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hrifnir af mengun.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:32
"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.
Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu sé áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."
Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:34
"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.
Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.
Brennisteinsmengun í andrúmslofti hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.
Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."
"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."
"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."
Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:35
21.5.2014:
Nýburar á Landspítalanum í hættu vegna brennisteinsvetnismengunar
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:36
Mengum sem mest.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 09:39
ÓðahlýnunarBreimið hjá Ómari er átakanlegt :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.