8.11.2014 | 13:33
Airwaves, eitt af mörgum dæmum dæmi um "eitthvað annað".
Það eru ekki mörg ár síðan við vorum talin galin, sem spáðum því að innan fárra ára myndi vera til gjaldeyrisskapandi listsköpun og listflutningur sem mokaði gjaldeyrisborgandi útlendingum inn í landið í tugþúsunda tali við að skapa og flytja sína list hérlendis.
Enn fjarlægara hefði það verið talið að þúsundiir starfa myndu skapast hér heima í kringum þetta og hundruð íslenskra listamanna væru á faraldsfæti um heimsbyggðina við að kynna og markaðssetja sköpunarverk sín. Að ferðaþjónusta væri orðinn aðalatvinnugrein og mest gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur þjóðarinnar.
Allt slíkt tal var nefnt "bara eitthvað annað" í háðungarskyni og talað um "fjallagrasatínslu", "lopaprjón", "lattelepjandi afætur", fólk sem væri "á móti rafmagni" og "vildi fara aftur inn í torfkofana", - öll þessi ónefni og rangfærslur færðar fram til þess eins að sanna, "eitthvað annað" væri rugl, en hins vegar stóriðja, áfram stóriðja og ekkert stopp það eina sem gæti "bjargað þjóðinni" þótt aðeins 2% af vinnuafli landsmanna fengju þar vinnu við dýrustu störf, sem hægt væri að skapa og gæfu aðeins rúman þriðjung af virðisaukanum, sem skapast í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Kraftmikið kvöld á þriðja í Airwaves | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru ekki mörg ár síðan þið voruð talin galin, sem spáðuð því að innan fárra ára myndi vera til gjaldeyrisskapandi listsköpun og listflutningur sem mokaði gjaldeyrisborgandi útlendingum inn í landið í tugþúsunda tali við að skapa og flytja sína list hérlendis og þess vegna væri óþarfi að skapa störf næstu árin eða áratugina. Þið eruð reyndar enn talin galin fyrir að halda að þjóðin geti lifað á því að selja túristum hamborgara í vegasjoppum.
Allt slíkt tal var, og er, nefnt "bara eitthvað annað" í fullri alvöru og talað um "fjallagrasatínslu", "lopaprjón", "lattelepjandi afætur", fólk sem væri "á móti rafmagni" og "vildi fara aftur inn í torfkofana", því enginn þeirra sem vildi "eitthvað annað" gat komið með raunhæfar framkvæmanlegar tillögur. - Öll þessi réttnefni voru færð fram til þess eins að sýna að þetta "eitthvað annað" væru í besta falli óljósir draumar um að allt færi vel ef við gerðum ekkert, en hins vegar stóriðja það eina sem gæfi mikla aukningu á tekjum landsmanna strax.
Hrun bankakerfisins mörgum árum síðar gerði Ísland að láglaunalandi sem hægt var að ferðast um fyrir lítin pening og úr varð sprenging í ferðamannaiðnaði. "lattelepjandi afæturnar" skópu ekki þá aukningu sem varð þó þær hreyki sér af og noti til réttlætingar aðgerðarleysis torfkofadraumunum. Starfsmaður í hinum fjölmenna ferðamannaiðnaði skilar til þjóðarbúsins tíunda hluta þess sem hver stóriðjustarfsmaður skilar. Þetta "bara eitthvað annað" virðist því vera mikil vinna en lítinn pening fyrir hvert starf meðan stóriðjustefnan er mikill peningur fyrir hvert starf.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 14:39
Hábeinn: Það verður þó að hafa í huga að fyrir hvert starf í stóriðju þarf gríðarleg útgjöld í erlendum gjaldeyri til að a) byggja virkjun, b) byggja verksmiðjuna og c) flytja inn aðföng til framleiðslunnar þegar allt er tilbúið. Þetta er ærinn tilkostnaður sem að öllu leyti kallar á erlendan gjaldeyri.
Nú hef ég ekki handbæran samanburð á hversu mikill nettóávinningur er af hverju starfi í stóriðju á móti sörfum sköðuðum af listum s.s. Airwaves, eða ferðamennsku, en hitt er ljóst að kostnaður við flutning aðfanga til "einhvers annars" er mun minni en fyrir stóriðju.
En munum líka að Iceland Airwaves er 15 ára gamalt verkefni sem hefur vaxið og stækkað í áranna rás.
Ísland vantar störf þar sem kostnaður í erlendum gjaldeyri vegna aðfanga er lítið brot af ávinningnum af starfinu sjálfu. Og ekki síður störf þar sem til staðar eru margfeldisáhrif af því að framleiða fremur innanlands það sem við getum og selja til útlanda fremur en eð flytja sömu vöru inn. Þess vegna hefur mér fundist athugandi að styðja betur við ylrækt þar sem árangurinn (ávextirnir) sprettur upp af landsins gæðum en verður ekki unninn úr jarðvegi sem uppruninn er í annarri heimsálfu og fluttur er til landsins með ærnum tilkostnaði.
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2014 kl. 16:14
Annars er athyglistvert að sjá Ómar nú taka sem dæmi orð og orðatiltæki, sem hann telur hafa verið notuð í háðungarskyni um hans skoðanir og skoðanabræðra, en er engu betri sjálfur í notkun nýyrðisins "kuldatrúarmenn", þegar honum hentar, í háðungarskyni um þá sem ekki eru sömu skoðunar og hann þegar kemur að loftslagsumræðum. :-)
Sumum þykir sinn fugl endalaust fagur!
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2014 kl. 16:20
Leiðrétting við athugasemd #2, en í 2.mgr. átti að standa:....á móti störfum sköpuðum af listum s.s. Airwaves, .....
Afsakið misritunina!
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2014 kl. 16:23
2.5.2013:
Um tvö þúsund erlendir ferðamenn á CCP Fanfest eyddu hver og einn um 42 þúsund krónum á dag í fimm daga
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:35
29.10.2013:
Erlendir ferðamenn á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves eyddu rúmlega einum milljarði króna árið 2012
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:36
21.1.2013:
Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára
1.7.2010:
Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar
Heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.
Tekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:37
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:38
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:
Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:39
Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:41
Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.
Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.
Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi.
Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:45
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:46
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:46
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:47
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:48
16.12.2013:
"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.
Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent til að hægt yrði að ljúka samningum."
Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:49
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:51
Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.
Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.
Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:52
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gapa nú um hagvöxt hér á Íslandi en hafa ekkert gert til að stuðla að þessum hagvexti, heldur þvert á móti.
Og undanfarin mörg ár hafa menn í þessum flokkum verið með stöðugar svívirðingar í garð ferðaþjónustunnar og útlendinga hér á Íslandi en reynt að upphefja stóriðjuna sem mest þeir mega.
Nú hefur hins vegar sannast að þessir fáráðlingar hafa gert í nábrækur sínar þegar þeir hafa hæðst að "einhverju öðru" og gapað í fávisku sinni og vesaldómi um "fjallagrasatínslu".
Setja ætti þessa vesalinga í gapastokk á Austurvelli og flengja svo undan svíði.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 18:54
Nær öll aðföng í ylrækt eru innflutt. Þó kálið komi frá Flúðum þá eru umbúðirnar innfluttar, gróðurljósin og efnið í húsin, flutningurinn fer fram á innfluttum ökutækjum sem nota innflutt eldsneyti á vegum úr innfluttu efni. Áburður, flugur, eitur, fræ og jafnvel gróðurmold eru innflutt.
Tugir innfluttra listamanna eru aðföng Airwaves. Innfluttur matur, bensín, ökutæki og handklæði, dönsk rúm, hollenskur bjór, kínverskir minjagripir o.s.frv. Við höfum fátt til að selja sem ekki kallar á einhvern innflutning, oftast mjög mikinn beint og óbeint.
Það sem við ættum að stefna að er hámarks gjaldeyri fyrir hvert starf en ekki hámarks fjölda starfa fyrir hverja gjaldeyriseiningu eins og "eitthvað annað" virðist svo oft gefa. Framleiðni er oft mjög lítil í "einhverju öðru". Sérstaklega þegar það tengist ferðamannaiðnaði og landbúnaði.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 18:57
Öll aðföng í álframleiðslu hér eru innflutt eins og í öðrum greinum hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:02
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Og frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:03
Reykjavík greiðir mest í veiðigjald
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:08
Fiskifréttir - Fjórðungur veiðigjalda í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:14
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness (um 80%), og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12.6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:28
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 19:30
@Hábeinn #20: Þetta viðhorf kom svo sem ekki á óvart. Við getum endalaust togað allar hliðar á öllum málum til og tengt innflutningi með einhverjum hætti. Við búum jú nefnilega á eyju.
Það sem við ættum að stefna að er hámarks gjaldeyri fyrir hvert starf en ekki hámarks fjölda starfa fyrir hverja gjaldeyriseiningu eins og "eitthvað annað" virðist svo oft gefa.
Þetta er alltof mikil einföldun. Við þurfum líka að hafa eitthvað fyrir fólkið okkar að gera. Annars streymir fjármagnið ekki á milli fólksins, og engir skattar koma í kassann. Þú virðist vilja dæla öllum í eina starfakörfu/fáar starfakörfur og nota sem fæsta til að sækja þann ávöxt sem þaðan er að fá. Hinir húka á bótum (ef þá einhverjar bætur er að fá) undir húsvegg og eiga horfa á, í von um að einhver heltist úr lestinni svo það losni pláss!
Stækkum bara álverin og bræðum meira erlent grjót og sendum allan gróðann til útlanda í formi lána á milli móður- og dótturfyrirtækja eins og Alcoa og Norðurál hafa verið að gera. Sjá t.d.: http://www.ruv.is/umhverfismal/methagnadur-alcoa-sest-ekki
Gerum þetta Hábeinn! Á hvaða stoðum ætlarðu þá að láta þjóðfélagið hvíla? Nokkrum álverum og örfáuum útgerðum?
Pointið sem er náttúrulega að reyna auka innlenda framleiðslu og útflutning á þeim afurðum, og minnka innflutning á móti.
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2014 kl. 20:27
Stærstu fyrirtækin 2013:
Milljarðar
1. Icelandair Group 125,0
2. Marel 107,4
3. Promens 96,6
4. Landsbankinn 96,3
5. Icelandic Group 95,8
6. Íslandsbanki 92,9
7. Samskip 90,5
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:29
Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
Flugfreyjufélag Íslands
Flugvirkjafélag Íslands
Flugumferðarstjórar í BSRB
Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.
Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:34
og svo eru flugvélar að mestuleiti úr áli
Jón Haukur (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.