Svona lagað heyrðist yfirleitt ekki á ljósvakanum áður fyrr.

Þegar heimsstyrjöldinni lauk 1945 fóru aftur að heyrast veðurfregnir í Ríkisútvarpinu, en þær voru bannaðar á stríðsárunum af hernaðarástæðum. 

Ég minnist þess að spurningar mínar dundu á afa mínum Ebba um þetta nýjabrum í eyrum mínum og einkum um það, þegar sagt var: "Rok undir Eyjafjöllum." 

Afi reyndi að útskýra það fyrir mér. 

Svo liðu árin og það var alveg hætt að taka það fram að rok gæti orðið undir Eyjafjöllum. 

Greinilega reiknað með því að þegar hann yrði hvass á austan á Suðurlandi yrði rok þar. 

Síðan leið ríflega hálf öld þar til að byrjað var að vara við hvössum vindi undir Kjalarnesi, Hafnarfjalli, á sunnanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit þegar svo bar undir. 

Þetta er orðið svo algengt að einhverjir kunna að álykta sem svo að þetta veðdurlag sé miklu algengara en áður var. 

Hvað Öræfin snerti þurfti svosem ekki að segja fólkinu þar neitt um veðrið meðan sveitin var ekki í vegasambandi við aðra landshluta, fyrst við Austurland 1964 og síðan vestur yfir 1974.

Í gærkvöldi fór ég upp í Borgarnes til að flytja dagskrána "Unglingurinn alls staðar" og þá fór vindurinn upp í 49 m/sek í hviðum á Kjalarnesi, sem samsvarar 100 hnútum, sem er 50% meiri vindur en fárviðri.

Ekkert markvert gerðist samt þar og þetta þótti ekki fréttnæmt.

Fyrir 20 árum var oft miklu hvassara í Botnsvogi og við Hjarðarnes en var á Kjalarnesin í gærkvöldi án þess að það þætti fréttnæmt, sjórinn rauk og skrúfaðist hátt upp í loftið í hvirflum, en engir voru mælarnir sem hægt var að lesa af eins og nú eru komnir í bak og fyrir á svona roksvæðum.

Líklega er veðurfarið búið að vera nokkuð svipað í meginatriðum síðan 1945.

Umferðin er bara margfalt meiri sem og upplýsingatæknin.   


mbl.is Mikill vindur undir Vatnajökli og á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Líklega er veðurfarið búið að vera nokkuð svipað í meginatriðum síðan 1945"

Loksins sá Ómar ljósið :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 23:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

 Nú, ég hélt það væri að "kólna".

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 00:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað bráðna jöklar vegna "kólnunar".

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 00:07

4 identicon

Jöklar og annar ís bráðnar þó ekki hlýni, það nægir að ekki sé frost. Fólk með starfhæfan heila skilur það og veit, hinir halda að það þurfi stöðuga hlýnun til að bræða ís.

Vagn (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 01:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú svívirðingarnar frá nafnleysingjunum, frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 02:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 02:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

""Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða,"
segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar á ári, svipað og meðal mannshæð.

Og reiknað er með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur."

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 02:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2014:

"Í ljós kom að lónið er um 40 metr­ar að dýpt og jök­ull­inn reynd­ist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.

Hef­ur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2010."

Mæla árlega hop Sólheimajökuls

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 02:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þarf að ræða frekar eðlisfræði Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 02:30

10 identicon

Kom af solheimajökli 1971 ta var hann miklu ofar enn hann er i dag

bjarni (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 08:39

11 identicon

"Líklega er veðurfarið búið að vera nokkuð svipað í meginatriðum síðan 1945"

Það er a.m.k. örugglega ekki að hlýna :)

https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 09:16

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rok undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi o. s. frv. er sá hluti veðurfarsins sem ég fjalla um í pistlinum eins og sjá má, en í pistlinum er ekkert um það hvert hitastigið er þegar hann blæs. 

Ómar Ragnarsson, 9.11.2014 kl. 10:00

13 identicon

 ís bráðnar mikið hraðar i miklu roki ef ekki er frost en það kemur sennilega þessari færslu hans Ómars ekkert við

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 11:04

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Varðandi veðurfréttir fannst mér sláandi að Veðurstofan hér gaf aldrei út spá um hitastig í gamla daga. Það var fyrst eftir opnun sjónvarpsins 1966 að þar var hægt að sjá eitthvað um þessa undirstöðustærð í veðrinu.

Annars er það svonefndi„ákoma“, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun, ekki hitastig sem langmestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Íslenskir jöklar eru allir nýjar myndanir. Þeir elstu fóru að myndast um svipað leyti og Forn- Egyptar hófu að byggja pýramída, yfirleitt innan við sex þúsund ára gamlir. Þeir eru mjög næmir fyrir hita- og úrkomubreytingum. Öðru máli gegnir um hábungu Grænlandsjökuls og Suðurskautslandið. Þar fer hiti aldrei nálægt frostmarki, hvað þá yfir það allan ársins hring og meginjöklarnir þarna voru á sínum stað þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin fyrir fáeinum árþúsundum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.11.2014 kl. 13:21

15 identicon

Loftslagshlýnunarpásuafneitarinn Ómar Ragnarsson meinar ekki það sem hann skrifar. . .

Kemur ekki á óvart :)

https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 16:00

16 Smámynd: Már Elíson

"Líklega er veðurfarið búið að vera nokkuð svipað í meginatriðum síðan 1945"

Það er a.m.k. örugglega ekki að hlýna :)

Hilmar...Ertu virkilega svona bilaður og hysterískur ? - Maður hefur svosem tekið eftir þráhyggjunni og heilaskemmdinni á skrifum þínum, en er það virkilega svo ?

Ræðstu svona í sífellu t.d. á fjölskyldu þína, eða er þetta útrásar-síðan þín ?

Þú ert sjúkur. - Leitaðu þér lækninga...áður en það er of seint.

Már Elíson, 9.11.2014 kl. 16:04

17 identicon

Kærar þakkir fyrir sjúkdómsgreininguna Már Elíson. Ég geri ráð fyrir að þú sért læknismenntaður :)

https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 18:18

18 Smámynd: Már Elíson

Þarf þess ekki, Hilmar...Þetta sést langar leiðir.

Már Elíson, 9.11.2014 kl. 18:38

19 identicon

Góður Mási minn. Ekki bara trommuleikari heldur skyggn líka :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 20:17

20 Smámynd: Sævar Helgason

Það urðu miklar framfarir til að átta sig á veðurástandi þegar tölvuspárnar og yfirlit fóru að birtast í tölvutæku formi. Þá var og er komið gott heildaryfirlit einkum um vind og úrkomu. Og þá gott að gera sér vel grein fyrir vindi í fjalllendi - ekki bara á þessum "Hafnarfjall,Kjalarnes, Eyjafjöll" heldur hvar sem er. Fyrir mig sem mikinn útivistarmann bæði til sjós og lands - opnaðist alveg ný vídd í greiningu á veðurástandi og horfum frá útvarpslestri veðurfregna. En samt þarf að lesa þetta með innsæi reynslunnar.

Sævar Helgason, 9.11.2014 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband