Málin hafa snúist í höndum sumra.

Í heilt ár hafa verið uppi raddir þeirra á opinberum vettvangi sem krafist hafa niðurfellingar svonefnds lekamáls og haft allt á hornum sér varðandi það að rétt hafi verið hjá fjölmiðlum, ríkissaksóknara og lögreglustjóranjum í Reykjaík að fjalla um þetta mál.

Ekki hefur vantað samsæriskenningar um "herferð" af pólitískum hvötum og hefur hugmyndaflugið á bak við þennan söng oft verið býsna skrautlegt.

Nú, þegar botn virðist fenginn í málið virka þessar raddir hjákátlegar kenningarnar í meira lagi langsóttar sem og þrýstingurinn á það að fella málið niður. 

 


mbl.is Gagnrýnir umfjöllun um ákæruvaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það!

Skúli (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 14:20

2 identicon

Ómar, í fyrsta lagi er ekki fenginn botn í málinu, því hlutur ráðherrans hefur ekki enn verið upplýstur. En sú skoðun að kellingin hafi ekki vitað um svínarí Gísla er að mínu mati hlægileg. Hún vissi allt, en kaus að ljúga blákalt að Alþingi og þjóðinni. Glæsilegt, flott að hafa svona ráðherra. Bravo, Ísland!

Og þrýstingurinn á það að fella málið niður var ekki vegna þess að sjalladúddar eins og Jón Steinar töldu kenningarnar langsóttar eða rangar, nei, fremur var það flokkshollusta og eigin aumingjaskapur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband