13.11.2014 | 09:00
Einstök staða Styrmis Gunnarssonar.
Staða Styrmis Gunnarssonar í íslenskum stjórnmálum og í íslensku samfélagi hefur verið einstök alla tíð. Leitun er að manni, sem hefur verið eins "innvígður og innmúraður" eins og hann orðaði það sjálfur um tengsl sín við forystu Sjálfstæðisflokksins en jafnframt í góðum samböndum við fólk úr vinstri flokkunum.
Strax á unglingsaldri sköpuðust tengsl hans við Finnboga Rút Valdimarsson, sem rofnuðu ekki árum saman og manni finnst að þau tengsl og önnur inn í raðir sósíalista hafi um margt haft áhrif á sýn hans á íslensk stjórnmál á þann veg að hann hefur haft meiri skilning á íslenskri verkalýðsbaráttu og réttindamálum alþýðu en títt er um "innmúraða og innvígða" Sjálfstæðismenn.
Réttlætiskennd Styrmis er sterk eins og kom vel fram í andófi hans gegn göllum kvótakerfisins um árabil.
Hann og Matthías Jóhannessen mynduðu öflugasta og langlífasta tvíeyki ritstjóra og leiðandi afls í fjölmiðlun sem uppi hefur verið hér á landi.
Þeir sem fengu að njóta leiðsagnar og handleiðslu þeirra á blómaskeiði Morgunblaðsins fá glampa í augun við að minnast þess.
Margt fleira mætti tína til um einstaka stöðu Styrmis Gunnarssonar, allt frá barnsaldri í Laugarnesskólanum þegar hann var í frægasta bekk allra tíma í barnaskóla á Íslandi þar sem meðal annars voru með honum Halldór Blöndal, Jón Baldvin Hannibalsson, Brynja Benediktsdóttir, Ragnar Arnalds og Magnús Jónsson.
Leyniskýrslur um komma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alvarlegt mál að njósna um meðborgara sína. Til þess þarf ljótt eðli og skítmennsku. En þetta gerði Íhaldið og gerir kannski enn í dag.
Styrmir Gunnarsson er og var ætíð virkur meðlimur í okkar "ógeðslega samfélagi". Þar sem allt gengur kaupum og sölu, skoðanir, atkvæði etc, etc. En einhvernveginn hefur honum tekist að afla sér virðingar samtímamanna og það á hann líklega skilið, eftir íslenskri mælistiku.
Ég held samt að hanns legacy verði lítið skárri en Davíðs Oddssonar. Í dag vekur hann einkum athygli fyrir afturhaldssemi og ignorance í málum Evrópu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 12:40
Finnbogi Rútur var tengdafaðir hans.
Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2014 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.