Eitthvað nýtt fyrir Íslendinga?

Oft er talað um að ein helsta ástæða þess Norðmennirnir, sem fóru til landnáms á Íslandi, rifu sig upp og héldu í langa siglingu út á úfið Atlantshafið, hafi verið að þeir vildu þoldu ekki agavald Haraldar hárfagra. 

Og að andúð á aga og undirgefni hafi æ síðan verið þjóðareinkenni Íslendinga. 

Þetta kann að vera hæpin kenning en engu að síður ber nýrra við þegar útlendingar lýsa yfir aðdáun á einstökum aga, skipulagi og liðsanda hjá íslenska landsliðinu í fótbolta, svo að varla hefur annað eins heyrst nema þá í hefðbundnum aðdáunaryfirlýsingum varðandi aga og skipulag hjá Þjóðverjum. 

Agaleysi hefur verið og er oft okkur Íslendingum fjötur um fót á mörgum sviðum, en á hinn bóginn geta ofstrangur agi, undirgefni verið vandamál og leitt í ógöngur, ef hún bælir niður réttlætiskenndi og viðleitni til fjálsrar sköpunar og hugkvæmni. 

Vandfetaður meðalvegur hlýtur hins vegar að verða keppikefli og áskorun á flestum sviðum þjóðlífs okkar. 

Þess vegna er það fagnaðarefni þegar íslenskur agi dúkkar allt í einu upp sem útskýring á góðu gengi okkar, sem vekur aðdáun og hrifningu erlendis.  


mbl.is Varla kynnst öðrum eins aga og hjá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lars Edvin Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er sænskur.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 01:25

2 identicon

Það er alla vega ekki ástæða til að taka það mjög alvarlega og yfirfæra það á þjóðina alla, eins og okkur er svo gjarnt að gera, þó rúmur tugur manna geti sýnt smá sjálfstjórn í tæpa tvo tíma nokkrum sinnum á ári.

Róbert (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 01:37

3 Smámynd: Snorri Hansson

Vandinn er aðalega hvað við erum heimsk.

 Þú ert búin að skrifa um hvað við erum heimsk árum saman og dropinn holar steininn.

Snorri Hansson, 16.11.2014 kl. 04:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur greinilega margt á samviskunni.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 05:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf gerum eitthvað nýtt,
erum núna góðir,
að öðru leyti ekkert títt,
enda tómir sjóðir.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 06:47

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem betur fer er orðið heimskur upphaflega ekki myndað til þess að höfða beint til gáfnafars manna, heldur aðeins sem lýsing á hegðun þess manns, sem lætur sér nægja að skoða heiminn án þess að fara út fyrir heimaslóð sína.

En það þarf ákveðna "heimsku" í gáfnafarslegum skilningi til þess að hegða sér þannig, og hvað varðar sýn mína á Ísland og það athæfi að flandrast eingöngu stanslaust um landið og fjallasal þess allt til 1998 og nota það sem mælikvarða á land mitt, var ég ekki aðeins heimskur að hafa þetta svona, heldur fjallheimskur í orðsins fylltstu merkingu.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2014 kl. 06:50

7 Smámynd: Snorri Hansson

Ég virði þig á marga vegu  Ómar, en ég endurtek að eylífar yfirlýsingar um að þjóðin sé heimsk

hefur“ gengisfellt“ þig  um nokkur prósent.

 

Snorri Hansson, 16.11.2014 kl. 10:53

8 Smámynd: Bjarni Jónsson

Að vilja ekki sæta hernámi kóngsins í Víkinni, Ósló, er eitt, en hitt er, að það þurfti aga, kunnáttu, skipulag og samvinnu til þess að takast á hendur þessa óvissuferð frá Noregi til Íslands og takast vel upp.  Íslendingar hafa margoft sýnt, að þeir geta lotið aga, jafnvel heraga, t.d. undir stjórn Þórðar kakala, mesta herforingja Íslandssögunnar. 

Bjarni Jónsson, 16.11.2014 kl. 13:52

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þórður kakali var náttúrulega búninn að vera lengi útí Noregi og sennilega hefur hann kynnt sér nýjungar í hertækni og bardagastrategíum út í Noregi.  Það skýrir líklega skyndilegan árangur hans.  Auk þess er hugsanlegt að hann hafi hreinlega haft nojara í liði sínu en það var ekkert óþekkt m.a. isl. höfðingja.  Þeir höfðu nojara til að auka breidd og styrkja liðið.

Að öðru leiti með hann Þórð, að þá er einhver furðulegasta uppákoma á þeim öldum þessi Flóabardagi sem kallaður var.  Ótrúlegt að þeir skildu fara útí það - og henda aðallega grjóti hvor á annan.  Eg hef alltaf verið skeptískur á þá frásögn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2014 kl. 14:15

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Agi er ekki áskapaður,  hann ræktast af umhverfinu. 

Hefðir og reglur veita aðhald sem skapa stöðugleika.  Allt um gapandi eru frekar á móti hefðum en þeir sem betur hafa ræktast.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2014 kl. 14:38

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Það er auðvitað rétt hjá þeim tékkneska, að liðið var að spila ofsalega agað í þessum 3 leikjum - og alveg sérstaklega varnarlega gegn hollendingum.  Það hefur aldrei sést annað eins hjá ísl. landsliðinu, að mínu mati.  Það var líka merkilegt hve þeir voru þolinmóðir gegn lettum.  Það er líka sjaldséð hjá ísl. landsliðinu.  Þ.e.a.s. að þeir voru ívið sterkari en samt voru lettar býna massífir afturávið.  Þá er viss list að kunna að bíða, leita fyrir sér, þreyta og grípa tækifærin þegar þau gefast.  Gekk allt upp hjá Íslandi 100%.

Að mínu mati er samt hægt að leysa upp íslensku vörnin miklu betur en tyrkir og lettar gerðu - að maður tali nú ekki um hollendinga.  Hefði verið hægt að leysa þetta miklu betur.

Verður fróðlegt að sjá hvað tékkar gera því þeir kunna alveg strategíu og leikskipulag.  Nú reynir mikið á íslenska liðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2014 kl. 15:26

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Gengur eftir sem mig grunaði.  Tékkar eru að leysa þetta miklu miklu betur en liðin hingað til í riðlinum.  Hollendingar voru að treysta allt of mikið á Robben og hann átti einn að sprengja upp vörnina.  Tékkar hinsvegar eru greinilega búnir að lesa þetta.  Þeir spila saman, afar hratt, nota mikla breydd, og koma boltanum upp að endamörkum og spyrna þá út í vítateiginn = trekk í trekk stórhætta.  Þeir brjóta ísl. vörnina alveg upp og hefðu getað verið búnir a skora 3-5 mörk með smá heppni.  Íslendingar eru dáldið heppnir þessa leikina hingað til í riðlinum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2014 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband