19.11.2014 | 00:58
Afneitun á niðurstöðum rannsókna.
Alþjóðlegar rannsóknir á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana hníga allar í þá átt að áfengisneysla og vandinn vegna hennar aukist með bættu aðgengi að áfengi.
Þetta lögmál er einnig viðurkennt í meðferð áfengissjúklinga.
Framhjá þessu ganga þeir sem fyrr og síðar hafa æ ofan í æ lagt fram frumvörp um það á Alþingi að færa áfengissölu inn í verslanir til þess að auka aðgengi að því sem mest.
Rétt eins og fjársvelt heilbrigðiskerfi þurfi á aukinni áfengisneyslu og afleiðingum hennar að halda nú og á næstu árum.
Lagt til að borgin styðji áfengisfrumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri nú leiðinlegt ef Framsóknarflokkurinn gæti ekki skroppið í Melabúðina til að kaupa rauðvín með sviðakjömmunum, súrsuðu hrútspungunum og selshreifunum.
Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 01:15
Hvað gera þessir alkohólistar sem sem fá ekki vínið sitt í Bónus, eða Melabúðinni hans Steina ?
Er þetta fólkið sem mun hanga á húninum þegar búðin opnar ?
Er allt í svart/hvítu hjá þér núna, Ómar ?
Má fólk ekki hafa val ? - Fólk á ekki að þurfa að fara í einhverjar ríkisbúðir og standa þar í biðröð eins og niðurlægðir þurfalingar með eina tegund vöru, rétt eins í ráðstjórnarríkjum eða t.d. Norður-Kóreu. Sú tíð, og það í lýðræðisríkjum, er löngu liðin, Ómar. - Við erum hins vegar enn að þessu leyti t.d. í svart/hvítu, með þumla báðu megin á vettlingunum.
Már Elíson, 19.11.2014 kl. 07:46
Allt er gott í hófi. Persónulega þá finnst mér það ekki niðurlægjandi að versla í vínbúðun. Þar fær maður faglega og góða þjónustu, ef óskað er eftir því þá fær maður góðar ráðleggingar. Þarna er fagfólk við vinnu sem leggur metnað í starf sitt.Þetta er ekki það sem neytendur fengju við hillu í stórmarkaði né Melabúðinni. Þar að auki hefur það verið marg sýnt og sannað að alltof margar verslanir geta ekki framfylgt tóbakssölu reglum, er þeim þá treystandi virðr áfegissölu? Það dreg ég verulega í vafa. Þakka Ómari fyrir marga góða og fróðlega pistla.
Kjartan (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 07:59
Engin sérstök ástæða til að ætla að Melabúðin geti ekki sérhæft sig í sölu á léttvíni eins og hrútspungum. Hvorutveggja eru matvæli.
Og þjónar á veitingahúsum eiga nú að vita eitthvað um vínið sem þeir eru að selja, enda fá þeir fræðslu um vín í sínu námi.
Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 08:25
Það er ekki afneitun á niðurstöðum rannsókna þó heilsuverndarsjónarmið séu látin víkja fyrir vilja neitenda. Við erum ekki með sérstakar ríkisverslanir fyrir óhollustu eins og smjör, sælgæti og tóbak. Þar víkja heilsuverndarsjónarmið fyrir vilja neitenda. Svo skapar þetta órökréttar þverstæður, rottueitur og vítissóda má selja en ekki rauðvín.
Sem betur fer þá þurfum við ekki að lifa eftir niðurstöðum rannsókna frekar en við viljum, nokkuð sem virðist fara mjög í taugarnar á forsjárhyggjufólki....sýna niðurstöður rannsókna.
Espolin (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 15:11
Ómar. þetta snýst alfarið um hvort við höfum val um hvar við kaupum það sem þegar er hérna. Allt tal um heilsuáhættu er af sama toga og þegar menn vildu ekki leyfa bjórinn. Og hvað skeði? Fylleríin og ómenningin sem réði ríkjum þá hvarf og menn fóru að drekka vín með mat án þess að verða að svínum. Ég drekk jafnmikið og þú og það skiptir mig engu hvar ég kaupi áfengið sem ég vil kaupa, en það er athyglisvert að bara við og Svíar höfum þessar sérreglur, og síðan eru reglur þannig í Svíaríki að þú mátt fara til Þýskalands og fylla skottið á skutbíl af áfengi og koma með það tollfrjálst, sem Svíar nýta sér í ríkum mæli. Það er hræsnin í sambandi við þetta mál, því við getum ekki leikið sama leik og Svíar, svo í reynd erum við þá eina þjóðin sem þarf að beygja sig undir vilja þeirra sem hafa það að leiðarljósi að "ef ég vil ekki, þá mátt þú ekki". Þetta heitir forræðishyggja. Þakka annars oftast fína pistla og les þig alltaf
Heimir Sindrason (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 21:18
Samlíking við Norður-Kóreu er út í hött. Í löndum eins og Svíþjóð er almennur vilji fyrir því að einkavæða ekki áfengisverslunina og hér á landi hefur verið svipað uppi á teningnum.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2014 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.