20.11.2014 | 01:47
Ekki bara að þeir leiti annað, - þeir eldast og hætta samt.
Þegar rætt er um að vaxandi hætta sé á að íslenskir læknar, sem útskrifast hér heima eða vinna hér heima, gleymist að geta þess, að alla nýliðun skortir, þannig að jafnvel þótt enginn núverandi starfandi læknir leiti til útlanda, eldast þeir um einu ári eldri á hverju ári og falla síðan vegna öldrunar úr vinnu.
Ef rétt er, að meðalaldur lækna sé um 55 ár, eiga þeir að meðaltali ekki eftir nema í mesta lagi 13-15 ár eftir í starfi.
Það þýðir að innan tiltölulega fárra ára verður fækkun þeirra orðin ígildi hruns.
Það er bara einfaldlega þannig.
Hrýs hugur við ástandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 01:56
Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 01:57
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 20:39
Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!
Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 21:01
Það er eðlilegt að þeir sem starfa á stórum fjölmiðlum skrifi eingöngu, eða nær eingöngu, um ákveðnar greinar.
Á fyrstu árum mínum sem blaðamaður á Mogganum skrifaði ég um alls kyns mál en síðustu árin eingöngu um sjávarútvegsmál, bæði daglega og í sérblaði, sem gefið var út vikulega um þau mál.
Og fyrir þá sem starfað hafa í sjávarútvegi er að sjálfsögðu mun auðveldara að setja sig inn í þau mál en þá sem aldrei hafa unnið í útgerð og fiskvinnslu.
Fyrir þrítugt hafði ég búið í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, Hrísey, á Akureyri, í Hnífsdal, Reykholti í Borgarfirði, Grindavík, á Seltjarnarnesi og póstnúmerum 101, 104, 107 og 108 Reykjavík, öllum kjördæmum landsins.
Og fyrir þrítugt hafði ég meðal annars starfað við sauðfjár- og kúabúskap, verið sjómaður á línu- og netabátum og togara, starfað í frystihúsum, saltfiskvinnslu, rækjuverksmiðju og framleiðslu á lýsi.
Á mínu heimili las ég öll íslensk dagblöð frá sjö ára aldri, enda fyrrverandi blaðamaður á heimilinu. Og frá þeim tíma, í um hálfa öld, hef ég lesið mörg hundruð fréttir á dag, auk þess að fylgjast daglega með útvarps- og sjónvarpsfréttum.
Ég hef því lesið samtals að minnsta kosti um fjórar milljónir frétta og skrifað mörg þúsund fréttir en enn gapa nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins um að ég viti ekkert um nokkurn skapaðan hlut.
Þar að auki hef ég stundað nám í mörgum greinum í þremur háskólum, bæði hérlendis og erlendis.
Og ekkert minnist nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins á "Morgunblaðseggin", fólk sem hefur verið ráðið á Moggann síðastliðna áratugi eingöngu vegna foreldra sinna.
Það er langur listi.
Nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins ættu hafa það í huga það áður en þeir gapa um undirritaðan sem fávita, sem ekkert geti birt hér nema sem copy/paste.
Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.