Þarf að taka þrjú núll af krónunni.

Íslenska krónan hefur rýrnað svo mikið á tæpri öld, að ein króna fyrir 94 árum jafngildir víst um 4000 krónum nú.

1981 voru tvö núll tekin af henni, þannig að hundrað krónur urðu að einni krónu.

Því miður ruglaði þetta flest í ríminu því að miklu skýrara hefði verið að taka þrjú núll af.

Þá hefði milljón orðið að þúsundi og milljarður að milljón.

Nú er krónan orðin talsvert verðminni en hún var fyrir myntbreytinguna 1981 svo að það er komið tilefni til nýrrar myntbreytingar, enda hvort eð er komið tilefni til að breyta seðlum í mynt og leggja myntir niður. 

Eitt af því sem ruglaði fólk í Hruninu var hve upphæðirnar sem það snerist um, voru fáránlega háar. Fólk varð hreinlega dofið og slævt. 

Ég hygg að lægri tölur en samt í auðskiljanlegu hlutfalli við núverandi tölur, yrðu til bóta.  


mbl.is 500 krónu mynt í stað seðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að við Íslendingar munum taka upp evru, enda flestir okkar búnir að fá nóg af hringavitleysunni með krónuna.

Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 22:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held að margir íslendingar skilji ekki verðrýrnun krónunnar.  Eða allaveg átti sig ekki á að svona er það ekki með alvöru gjaldmiðla.  

Það sést bara á umræðunni um verðtrygginguna blessaða sem er á flestum lánum til lengri tíma.  Eg hef talsvert fylgst með þeirri umræðu og tekið þátt í henni - og margt fólk barasta skilur ekki að verðtrygging tryggir raunverðgildið og ástæðan fyrir henni er að krónan rýrnar svo mikið.  þ.e. þarf alltaf fleiri krónur til að fylla upp í verðgildi gærdagsins, má segja.  Fólk barasta skilur það ekki.

Eg ver að segja eftir þá reynslu - að eg er talsvert hissa.  Eg hélt að allir eða allavega langflestir skildu alveg hvernig verðtrygging virkar og afhverju henni var komið á.  En nei!  Það virðast mjög fáir skilja það.

Talandi um pólitík, að þá sagði eg einu sinni í heitum umræðum við framsóknarmenn, að eg myndi alveg vel eftir því þegar Ólafslög voru sett og þyrfti engann marino njálsson til að segja mér neitt um það.

Þá var sagt að það kæmi ekki til greina vegna þess að eg er fæddur 1965 og hefði verið 14 ára og gæti ekki vitað neitt um pólitísk málefni á fermingaraldri.

Þvílíkar breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á ekki styttri tíma.  Framsóknarmenn núna telja óhugsandi að einstaklingur á fermingaraldri hafi fylgst með pólitík og gerðu mikið grín að.

Það var nú bara þannig í minni sveit, að sjálfsagt þótti að ungmenni tækju þátt í pólitískum umræðum og þegar maður var fermdur var nánast litið þannig á að maður væri fullorðinn.  Nánast.

Það var oft óbeint miðað við fermingaraldur varðandi ýmis atriði og mörkin milli fullorðinsaldurs og bernsku.  Það er ekki lengra síðan en þetta.  Um 1980

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2014 kl. 23:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mengum meira!

Sjálfstæðisflokkurinn

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband