"Stjórnmál snúast um traust."

"Stjórnmál snúast um traust." Þetta svar gaf þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmum áratug þegar hann var spurður um hvort einn af þingmönnum flokksins ætti að segja af sér þingmennsku vegna þess að hann væri í slæmum málum. Þingmaðurinn sagði af sér. 

Sama gildir nú. Það heyrist sagt að í gangi sé "ljótur pólitískur leikur" og "herferð og einelti" vondra fjölmiðla.

Þeir sem þannig tala líta fram hjá því að enda þótt margir héldu að lekamálinu væri lokið við dómsuppkvaðningu í því nú á dögunum héldu aðilar málsins áfram að bæta gráu ofan á svart með því að halda áfram að verða margsaga og með undanbrögð um málið og nýjar upplýsingar, sem komu fram í því.

Nú hefur núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu bæst við sem málsaðili með veiklulegan framburð og fyrrum aðstoðarmaður ráðherra heldur áfram að vera margsaga í því.

Ráðherrann er sá aðili sem réði tvo þessa embætismenn.

Og í miðjum fersli málsins sagði lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins af sér embætti og fékk annað starf og fékk annað starf utan ráðuneytisins  

 Þetta mál hefði aldrei orðið að því sem það er orðið ef aðilar þess hefðu komið hreint fram í upphafi og upplýst það allt og hreinsað þá þegar.

Og það hefði heldur ekki haldið áfram að malla,ef samviskusamir og hugrakkir blaðamenn hefðu látið bugast undan þrýstingi um að hætta að fjalla um það.

Að því leyti til minnir þetta mál á margfalt stærra mál í Bandaríkjunum 1972-73, sem varð svo stórt sem raun bar vitni af því yfirhilming, undanbrögð og margsaga aðilar þess ollu því í lokum að forseti landsins varð að segja af sér.

Það mál hefði annars aldrei orðið annað en smáfrétt. 

Nú hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir sagt af sér ráðherradómi og það minnir okkur á það að hún er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn hér á landi í sögunnar rás, sem hefði betur gert slíkt. 

Allt of oft hafa pólitíkusar komist upp með það að sitja sem fastast. 

Hún sagði sjálf í viðtali að sjálfsagt hefði hún gert mörg mistök í þessu máli og með afsögn sinni nú hefur hún ákveðið að axla ábyrgð af þessum mistökum.  

Öll gerum við mistök og getum verið breysk. "Dæmið ekki því að þér munuð sjálfir dæmdir verða" sagði meistarinn frá Nazaret. Þess vegna er afsögn Hönnu Birnu ekki niðurlæging fyrir hana heldur henni til sóma, svo einkennilega sem það kann að hljóma í eyrum dómharðra manna. 


mbl.is Hanna Birna hættir sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð Oddssyni sparkað útúr Seðlabankanum, ráðuneytisstjóri Íhaldsins dæmdur í fangelsisvist, Geir Haarde fundinn sekur fyrir Landsdómi, Styrmir Gunnarsson játar að hafa njósnað um meðborgara sína og varaformaður Íhaldsins, Hanna Lára, hrökklast úr ráðherraembætti.

Sprungur í veggjum Valhallar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 15:27

2 identicon

Edit: Hanna Birna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 15:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um lítilmagnann laug hún mest,
lítill hennar sómi,
í því var hún einkum best,
að allra sjalla dómi.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 15:45

4 identicon

Þetta sorglega "lekamál" á ekki að snúast um H. B. eða D.F. Bæði áreiðanlega besta fólk. Það á ekki heldur að snúast um hvort T.O sé lélegur pappír eða ekki.

Málið/umræðan á að snúast um gagnkvæma ábyrgð þegna Íslensks lýðræðisins.

Við þurfum að hafa skýrar starfsreglur fyrir kosna og tilnefnda embættismenn lýðveldisins.                                                                   Við þurfum eftirlitsstofnanir sem fylgja því eftir að gildandi reglum sé fylgt og stinga upp á breytingum til batnaðar.                                        Við þurfum líka faglega umfjöllum fjölmiðla um þjóðmál og hugsanlega  þarf að athuga hvort menntakerfið okkar gefur neytendum sínum nægilegan undirbúning fyrir ábyrgða kosningaþáttöku.

Agla (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 17:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Málið snýst um að fólk sé heiðarlegt og greinilega þarf að hafa gott eftirlit með því að menn séu það í sínu starfi.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 17:58

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um allt það sem Agla nefnir er fjallað í tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá Íslands. Enda hamast ráðandi valdaöfl gegn þeim. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2014 kl. 18:27

7 identicon

Hvað varð, vel á minnst, um tillögur stjórnlagaráðsins?

Agla (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 19:23

8 identicon

Tillögum stjórnlagaráðs var pakkað niður í skúffu ásamt plankastrekkjara og poka af kleinuhringjagötum.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svívirðingar frá nafnleysingjunum í Sjálfstæðisflokknum, eins og fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband