Er hægt að giska á magn eiturefnanna í Skaftáreldunum?

Gosið í Holuhrauni leiðir hugann að Skaftáreldunum 1783 sem drápu 70% búfjár, 25% landsmanna og milljónir manna í þremur heimsálfum. 

Þótt erfitt sé um vik við samanburð á þeim ósköpum og eldgosinu í Holuhrauni nú held ég að það væri fyrirhafnarinnar virði að vísindamenn reyndu að finna út hve mikið magn af eiturefnum fóru þá út í loftið. 

Vitað er að hraunið var átta sinnum stærra að flatarmáli og magnið eða rúmmálið 16 sinnum meira. Fróðlegt gæti verið að giska út frá því á magn eiturefnanna, sem þá fóru út í andrúmsloftið.   


mbl.is Áhrif af gosinu geta orðið hrikaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 15:48

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ómar skrifar að Skaptáreldar hafi ekki valdið tjóni fyrr en síðasta daginn.

Og Steini googlar um CO2 þegar eiturefniið í Holuhrauni er að stórum hluta

SO2

Snorri Hansson, 21.11.2014 kl. 16:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvað ef einn af mestu jarðeldum sögulegs tíma ætti sér stað nú? Ný rannsókn bendir til að eldgos á borð við gosið í Lakagígum árið 1783 myndi spúa eiturgufum í suðvesturátt og leggja tugi þúsunda manna að velli.

Vísindavefritið ScienceNow greinir frá rannsókninni.

Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir flugumferð, alþjóðaviðskipti og stóran hluta atvinnulífs í Evrópu, þar á meðal framleiðslu og milliríkjaviðskipti með matvæli.

Enda þótt gosið í Laka, sem oftast er nefnt Skaftáreldar, hafi ekki valdið miklu öskufalli hafi það brennisteinsdíoxíð sem steig til himins jafnast á við allt það sem stafar frá iðnaði á heilu ári og rúmlega það, er haft eftir Önju Schmidt loftlagssérfræðingi við háskólann í Leeds í Bretlandi."

Eldgos hér á Íslandi gæti drepið á annað hundrað þúsund manns í Evrópu

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 16:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ættir nú að lesa það sem ég birti hér að ofan áður en þú gapir um það, Snorri Hansson.

Return of a Killer Volcano - Number of Fatalities

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 16:42

6 identicon

Það er hægt að giska á hvað sem er. Hvort ágiskunin reynist rétt er svo allt önnur Ella.

Sigmar (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 16:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... eldgos á borð við gosið í Lakagígum árið 1783 myndi spúa eiturgufum í suðausturátt ...", á þetta nú að vera hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 16:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu getur Sjálfstæðisflokkurinn giskað á hvað sem er, enda vanur því.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 17:03

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allan fjandann er nú hægt að bera upp á mann. Ég segi hvergi og hef aldrei sagt að Skaftáreldar hafi aðeins valdið tjóni síðasta daginn. Ég gerði á sínum tíma 84 mínútna heimildamynd um eldana þar sem vandlega var rakið tjónið af eldunum nánast frá degi til dags. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2014 kl. 18:25

10 identicon

Sæll Ómar

Hér er góð grein þar sem er reynt að meta brennisteinslosun í Skaftáreldum og þau umhverfislegu áhrif sem fylgdu í kjölfarið

http://seismo.berkeley.edu/~manga/LIPS/thordarson03.pdf

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 19:37

11 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Of snemmt er Ómar að fullyrða. Bæði um rúmmál og flatarmál hraunsins og stærðarmun við Skaftárelda.    Því virðist nefnilega ekki lokið.

P.Valdimar Guðjónsson, 21.11.2014 kl. 21:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"From June of 1783 until February of 1784, the Laki volcano in south-central Iceland erupted. Although the event didn't produce large amounts of volcanic ash, it did spew an estimated 122 million metric tons of sulfur dioxide gas into the sky ..."

Return of a Killer Volcano - Number of Fatalities

"The 1783-1784 Laki flood lava eruption in Iceland emitted 122 megatons (122 Mt) SO2 into the atmosphere ..."

Atmospheric and environmental effects of the 1783–1784 Laki eruption: A review and reassessment

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 23:06

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, bíddu ný við - hvað er aftur ,,megatons"?  Er það kannski milljón tonn?

Ef það er rétt þá þarf Holugos að standa talsverðan tíma enn.  En að vísu eru sumir að tala um að tölurnar frá Höluhrauni geti verið vanáætlaðar.  Hugsanlega sé útstreymið mun meira.   Svo tala þeir í Bændablaðinu um gos á Havæ núna sem hefur staðið í 30 ár.  Ljóst er að miðað við upplýsingar þá má þetta Holugos helst ekkert standa árum saman.  

,,Ef upp koma um 450 kg af brennisteini á sekúndu, þá þýðir það  um 27.000 kg á mínútu eða 1.620.000 kg (ein milljón, sex hundruð og tuttugu þúsund kíló) á klukkustund. Þar af leiðir að úr Holuhrauni koma 38.880 tonn á sólarhring. Í dag, 20. nóvember, hefur gosið í Holuhrauni staðið í 52 daga. Það þýðir, miðað við orð Jónasar Elíassonar, að gosið hefur skilað yfir tveim milljónum tonna, eða 2.021.76 kg  af brennisteins díoxíði út í andrúmsloftið. Ef gosið stæði í heilt ár þýddi það að útstreymið yrði tæplega 14,2 milljónir tonna." (Bændablað) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.11.2014 kl. 00:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mega is a unit prefix in the metric system denoting a factor of one million (106 or 1000000)."

"... 122 million metric tons of sulfur dioxide gas into the sky ..."

" ... emitted 122 megatons (122 Mt) SO2 into the atmosphere ..."

Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 01:22

15 Smámynd: Snorri Hansson

Ómar ég meina . Með þessu skoti mínu að Skaftáreldar hafa líklea farið að hafa slæm áhrif á umhverfið strax þegar gosefnin voru orðin segjum 2 rúmkílómetrar.

Eiturloftið hefur dreifst um landið og eitrað vatn og snjórinn drukkið það í sig og þegar þiðnaði hefur það drepið fiska í vötnum og skordýralíf.

 Eitraði plönturnar og grasið sem dýrin þurftu á að halda, þannig að grasbítarnir féllu og væntanlega mýs og refir og sauðfé í dældum.

Síðan eftir því sem mánuðir liðu og rúmkílómetrunum fjölgaði, jókst þessi eitrun og olli þessu óskaplega tjóni. En það þarf ekki endilega 14 rúmkílómetra gos til að valda miklu tjóni.

Holuhraun er ekki orðið eins stórt „aðeins“ á öðrum rúmkílómetranum en gasóþverinn er þegar farinn að eitra þann snjó sem hefur fallið og einnig dropana í regninu. Við þurfum því að hafa í gangi ransóknir á eitruninni  um land allt.

Ef  Haraldur hefur rétt fyrir sér og gosið endar í mars þá getur tjónið á landinu okkar orðið heilmikið.

 Jafnvel þótt Skaptáreldar hafi verið mikið stærri hamfarir.

Snorri Hansson, 22.11.2014 kl. 02:23

16 identicon

Það er talið að um 6 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp fyrstu 12 dagana í Skaftáreldum. Frá 8-13 júní 1783 komu upp, að áætlað er, um 3.25 rúmkílómetrar svo það hefur einungis tekið Skafárelda u.þ.b. 2 daga að ná 2 rúmkílómetrum. Fyrstu 13 daga gossins losaði það u.þ.b. 50 milljón tonn af brennisteinsdíoxíði. Hraunflæðið frá gígunum þessa fyrstu daga var um 6000-6600 rúmmetrar á sekúndu en allt að 8800 rúmmetrar á sekúndu í byrjun kröftugustu goshrinanna. Kvikustrókarnir yfir gígunum náðu í 800-1400 metra hæð og hefðu gnæft yfir Bárðarbungu hefði gosið komið upp á sama stað og nú gýs. 

Skaftáreldar hefðu klárað af það sem nú er komið upp í Holuhrauni á fyrsta einum og hálfa sólarhringnum en með mun meiri gaslosun. Fyrir utan SO2 komu margar milljónir tonna upp af flúrsýru (HF) sem ollu mikilli eitrun og var það sem helst drap búfénað. 

Skaftáreldar voru ekki bara einungis miklum mun stærra gos, heldur var það miklu ákafara gos hvað flæði gosefna varðar. 

Nú er talið að allt að 6 milljón manna hafi látist af völdum gossins og sumir telja að talan sé jafnvel enn hærri eða allt að 11 milljónir. 

Svo skulum við ekki gleyma að Eldgjárgosið árið 934 var töluvert stærra en Skaftáreldar og komu þá upp 19 rúmkílómetrar af hrauni og 220 milljón tonn af brennisteinsdíoxíði. Litlar heimildir eru til um gosið og lífið á Íslandi þegar það varð, en að öllum líkindum hafa áhrif þess ekki verið minni en áhrif Skaftárelda þ.e. Móðuharðindin. 

Heimild: Atmospheric and environmental effects of the 1783–1784 Laki eruption: A review and reassessment

Thorvaldur Thordarson and Stephen Self, 2003

Burkni Pálsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 03:10

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var askan.  Flúorefni í ösku sem lagðist á grasið, skepnur átu grasið og fengu það sem kallað er í sveitum Gaddur og gátu þ.a.l. ekkinærst almennilega, horðust eða drápust, urðu veikar fyrir etc.  Í kjölfarið komu svo slæm sumur og vetrar almennt.  Skepnufellir - og þá féll fólkið á eftir aðallega úr hungri, mundi eg ætla.

Nú, varðandi Holugos, að þá vilja sumir fræðingar segja, samkv. Bændablaði, að uppstreymi brennisteinsgass geti verið allt að helmingi meira en opinberar tölur segja.  

Þannig að þetta getur alveg verið fljótt að segja til sín ef gosið stendur lengi.  Getur alveg verið.  Að minu mati.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.11.2014 kl. 13:39

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allar spár míar um hrikalegt hraungos út frá Bárðarbungu virðast ætla að ganga eftir! Sá mikið magn af hrauni og móðu í sýn minni, hvað er komið upp núna. Bárðarbunga er alls ekki hætt svo mikið er víst.

Sigurður Haraldsson, 23.11.2014 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband