21.11.2014 | 22:08
Af hverju ekki útskiptanlegir rafgeymar?
Þegar rafbílsútgáfa af Peugeot 106 var kynntur hér á landi fyrir 17 árum var tæknin skammt á veg komin miðað við það sem núna er að gerast. Bíllinn var mjög þungur og drægnin eða drægið lítið, en það atriði var augljóslega alger dragbítur á gengi svona bíla.
Þá strax kom mér það í hug að framtíðarrafbilarnir yrðu þannig hannaðir, að þegar maður kæmi inn á hleðslustöð, sem væri hliðstæð við bensínstöð fyrir bíla, sem knúnir væru jarðefnaeldsneyti, tæki afgreiðslumaður rafgeymana úr bílnum og setti aðra hlaðna geyma í staðinn.
Jafnvel væri hönnunin þannig að ökumaðurinn gæti sjálfur skipt um geyma með þar til hannaðri tækni, líkt og á sjálfsafgreiðsludælum núverandi bensínstöðva.
Kosturinn við þetta væri auðsjáanlegur: Það væri margfalt fljótlegra að skipta geymunum út heldur en að bíða eftir því að hlaða tóma rafgeyma bílsin, jafnvel þótt um svonefnda hraðhleðslu yrði að ræða.
Einhverra hluta vegna hefur þessi hugmynd um útskiptanlega geyma ekki birst fyrr en nú, og þá í Dakarrallinu.
Afl rafvéla miðað við brunavélar er feykinóg nú orðið. Þannig er kraftmesti Tesla bíllinn tæplega 600 hestöfl og vegna þess að togið byrjar frá strax á fyrstu snúningum, nýtist það mun betur en í brunavélum.
Rafbílarnir koma, á því er varla nokkur vafi. Ný tækni við efnið í rafgeymum sem kemur í stað lithiums og ný tækni við hraðhleðslu og hagkvæmni vegna vaxandi fjöldframleiðslu mun gera rafbíla sérlega áhugaverða fyrir okkur Íslendinga.
Ef 17 ára gamall draumur minn um útskiptanlega geyma gæti ræst yrði stærstu tæknilegu hindruninni fyrir rafbílum rutt úr vegi.
Rafbíll í Dakarrallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er það ekki þannig að allir noti sinn einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi til að aka út fyrir svæðið og á fjölmörgum heimilum er fleiri en einn bíll.
Meðalakstur einkabíla á höfuðborgarsvæðinu er 30 kílómetrar á dag og litlu máli skiptir hvort þar þarf að hlaða rafbíl á þriggja, fjögurra eða sex daga fresti þegar bílnum er einungis ekið innan svæðisins og bílarnir eru hlaðnir á næturnar.
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 22:29
11.10.2014:
"Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL segir rafbílana hafa sannað sig við íslenskar aðstæður og um leið og gæðin aukist fari verðið smám saman lækkandi.
Nýjasta viðbótin við rafbílaflotann er Kangoo-rafbílar frá Renault. "Fimmtán bílar eru á leiðinni og þeir eru allir þegar seldir," segir Skúli.
Hann segir rafbílana hafa meiri kraft, togið komi strax við lágan snúning og Kangoo-rafbílarnir séu sérlega góðir og hagkvæmur kostur fyrir vörusendingar innanbæjar.
"Með mjög mikilli varkárni má reikna með að þessir bílar geti af miklu öryggi farið 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köldustu aðstæður, sem er meira en nóg fyrir fjölmargar daglegar ferðir frá einum enda höfuðborgarsvæðisins til annars en við bestu aðstæður fara þessir bílar 140 km á hleðslunni," segir Skúli.
"Þessir bílar eru fljótir að hlaða sig, til dæmis er hægt að stinga bílnum í samband nærri tómum þegar sendlarnir fara í hádegismat og vera með næga hleðslu til að endast út vinnudaginn þegar matarhléinu er lokið," segir Skúli.
Rafbílarnir hafa sannað sig við íslenskar aðstæður
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 22:32
Bara mættir ferskir og fullir upplýsinga frá áköfum sölumönnum rafbíla.
Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 22:58
Það er fullt af lausnum fyrir rafgeyma í bíla.
Lausnirnar eru alltaf keyptar í burtu.
Sett á blogg Ómars Ragnarssonar
Það er fullt af lausnum í rafgeymum og efnarafölum.
Lausnirnar eru faldar, (glott)
http://jonasg-egi.blog.is
3. júní 2001 | Aðsent efni | 1127 orð | 4 myndir
ÁL - MÁLMUR ORKUNNAR
Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/
ooo
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229675/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229271/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229522/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229675/
Egilsstaðir, 21.11.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 21.11.2014 kl. 23:06
Undirritaður hefur ekki haft nokkur samskipti við sölumenn rafbíla, "Vagn".
Aftur á móti hefur Sjálfstæðisflokkurinn eina samræmda skoðun í öllum málum.
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 23:13
Þetta er gert í Tesla! http://youtu.be/Oj6LaYFall4
Jónas Pétur Hreinsson, 21.11.2014 kl. 23:28
Hver nefndi samskipti Steini? Þú ert bara heilalaus endurvarpsstöð sölumanna (sjá póst 2) ófær um annað en copy/paste.
Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:30
Ekki vantar hér svívirðingar frá nafnleysingjunum í Sjálfstæðisflokknum, frekar en fyrri daginn.
Undirritaður hefur birt í athugasemdum hér mörg hundruð fréttaskýringar, þar af nokkrar í þessari viku.
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 23:42
Hvar eru hríðskotabyssur Sjálfstæðisflokksins og "Kristilega" flokksins?!
Greinilega eingöngu notaðar til að skjóta sjálfa sig í fótinn og eru nú aftur á leiðinni til Noregs.
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 23:55
Ekki lengi verið að snúa mann niður sem "talsmann ákafra sölumanna rafbíla".
Mjög málefnalegt?
Samkvæmt þessari röksemdafærslu má ég ekki skoða mig um á markaðnum af því að þá er ég sjálfkrafa orðinn "talsmaður ákafra sölumanna".
Ferill þessa máls er þessi: Ég hafði samband við "sölumenn rafbíla" hjá viðkomandi umboði fyrir þennan bíl, sem ég er að spá í en þeir höfðu engan áhuga á honum eða löngun til að flytja hann inn.
Telja hann sennilega ekki nógu söluvænan, svona ódýran og lítinn með enga miðstöð og ekki "hlaðinn aukabúnaði" eins og talið er nauðsynlegt að sé fyrir hendi til að selja bíla hér á landi.
Ég hef engin sambönd og enga þekkingu á því hvernig á að flytja svona bíl inn, en komst í samband við mann, sem þekkir til verka og ætlar að aðstoða mig við það.
Hann flokkast líklega undir skilgreininguna "ákafur sölumaður rafbíla".
En hvað, ef ég nú læt hrekja mig frá rafbílnum, svo að athugun mín á að eignast fyrsta nýja bílinn í 28 ár leiði til einhvers?
Jú, ég yrði væntanlega að hafa samband við "ákafan sölumann bensínbíla", sennilega sölumann að minnsta kosti fimm milljón króna jepplings svo að bílakaupin falli inn í samþykkt viðskiptaform hins kröfuharða gagnrýnanda.
En það mun ég ekki gera, því að ég hef ekki efni á því og það stríðir líka gegn minni 55 ára gömlu hugsun um umhverfisvænan bíl.
Mun frekar þola róg um að vera viljalaust handbendi "ákafra sölumanna".
Ómar Ragnarsson, 22.11.2014 kl. 00:12
Þú mátt ekki móðgast þó ég hafi ekki gert mér grein fyrir því sem hvergi kom fram og léti mér nægja að kommenta á það sem sagt var. Ég vona að þér gangi allt í haginn við þessi bílakaup og að bíllinn veiti þér ómælda ánægju. Það getur verið óhemju dýrt að fá fyrsta eintak bílgerðar skráð. Farðu því varlega, kynntu þér málið vel svo ekkert komi á óvart. Það væri frekar fúlt að flytja inn ódýran bíl en þurfa svo að selja nýra til að friða Samgöngustofu.
Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 01:24
Þökk fyrir drengilegt svar, Vagn. Ég móðgaðist svo sem ekkert eða tók neitt nærri mér, - hef marga fjöruna sopið og kippi ég mér svo sem ekkert upp við að skoðanir séu skiptar þótt ég hafi í þetta skiptið svarað af ákveðni.
Ómar Ragnarsson, 22.11.2014 kl. 09:37
Hér fann ég framhald á rafmótor í felgu.
Við leitum bestu lausna.
http://www.proteanelectric.com/en/
Egilsstadir, 22.11.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.11.2014 kl. 10:37
Eitt sem vantar alveg í umræðuna en það er að það vantar slatta uppá innviðina svo almenn rafbílaeign geti orðið að veruleika.
Tökum sem dæmi: lítil 8 íbúða blokk í Reykjavík er með heimtaug frá Orkuveitu Reykjavíkur. þetta er 3x 63 ampera stofn sem deilist niður á þessar íbúðir. Ef allir aðilarnir fengju sér einn Rafbíl og ætluðu að byrja að hlaða hann á fullum afköstum klukkan 01:00 þá myndi raforkuþörf hússins vera 8x30 amper eða 240 amper. Heimtaugin er bara 189 amper og myndi því slá út og húsið verða rafmagnslaust. þetta er fyrir utan alla núverandi raforkunotkun í blokkinni.
því miður er enginn ennþá að spá í þessum hlut, en eftir því sem rafhlöður verða rýmdarmeiri (geta geymt meiri orku) og er hægt að hlaða hraðar, þarf að stækka heimtaugar húsa þar sem eigendur rafbíla eru, eða hreinlega fá aðra heimtaug sérstaklega fyrir rafbíla. Að leggja auka heimtaug kostar milljónir.
rafbílaeigandi (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 13:12
Ómar, hvar er pistill þinn, "Upplýsingagjöf líkt við hatur"?
Nokkuð "arm-twisting" í gangi?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 15:28
Sæll Ómar
Hugmyndin um útskiptanlega rafgeyma er ekki ný og hefur verið reynd. Fyrirtækið Better Place var stofnað árið 2007 m.a. af Shai Agassi. Félagið opnaði sína fyrstu rafgeyma skiptistöð í desember 2008.
Félagið náði að fá Renault til að framleiða bíla sem nýtti útskipti tækni þeirra og heitir sá bíll Renault Fluence Z.E.
Félagið lagði upp laupana í maí 2013.
Ókostir þessara lausnar eru nokkrir og að mínu viti engar líkur á því að hún verði ofan á. Einn ókostur er að mikið fjármagn er bundið í rafgeymum sem standa og bíða eftir því að einhver eigi leið um og vilji skipta. Því þarf að framleiða miklu fleiri rafgeyma ef þessi lausn yrði ofan á.
En stærsta vandamálið við þessa lausn og sem menn virðast ekki gera sér grein fyrir er hve gríðarlegar takmarkanir hún hefur á þróun bíla til framtíðar. Ef þetta yrði lausnin þá yrði í raun að grundvalla alla hönnun allra bíla utan um rafgeyminn. Þetta væri svipað og að bensíntankur í bílum væri útskiptanlegur og menn myndu keyra upp að bensínstöð og skipta um tank en ekki fylla á tankinn. Þá yrði að hanna bílinn utan um tankinn sem myndi hefta alla framþróun í bílahönnun áratugum saman.
Einnig myndi þetta hefta þróun rafbílsins og rafgeyma. Því ef búið væri að framleiða þúsundir rafgeyma og þúsundir bíla sem eingöngu gætu notað rafgeyma á skiptistöðum þá væri erfitt að skipta út rafgeymum fyrir nýja hönnun þegar bylting verður í rafgeyma þróun.
Meira um Better place hér http://en.wikipedia.org/wiki/Better_Place
Kveðja
Egill
Egill Johannsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.