22.11.2014 | 02:20
Upplýsingagjöf líkt við hatur.
Forsætisráðherra okkar talar um að læra af lekamálinu. Erlend samtök fréttamanna hafa metið það svo að íslensk fjölmiðlun sé að veiklast í því að sinna höfuðskyldu sinni að upplýsa um mikilvæg mál.
En forsætisráðherra kemst að þveröfugri niðurstöðu, sem sé þeirri að slík viðleitni séu verk hins illa, haturs og ofsókna, gengið hafi verið fram af mikilli grimmd og að slíku eigi að linna.
Það er kallað "grimmd" að blaðamennirnir, sem ekki létu bugast fyrir þrýstingi um að hætta að fjalla um málið, skyldu halda áfram að kanna það og upplýsa.
Af slíku hátterni telur forsætisráðherra að þjóðin og einkum fjölmiðlarnir eigi að læra, því að þeir komi illa, grimmilega og jafnvel ódrengilega fram við ráðamenn og beiti meira að segja lygum.
Sérkennilegt að tala aðeins um lygar í fjölmiðlum um mál, þar sem málsaðilar sjálfir hafa orðið margsaga og einn þeirra heldur meira segja áfram að verða tvísaga eftir að hafa hlotið dóm.
Hins vegar minnist forsætisráðherra ekki á það að ráðamenn og embættismenn þurfi að læra neitt af málinu, það virðist vera alger óþarfi í hans augum, ja, - nema þá auðvitað stjórnarandstöðuþingmennirnir.
Þjóðin og fjölmiðlarnir eigi ekki að fjalla um svona neikvæð mál heldur allt hið jákvæða og uppbyggilega, sem verið sé að gera.
Hann Birna talaði í vor um "ljótan pólitískan leik". En þegar hún segir af sér segist hún gera það af persónulegum ástæðum, ekki af pólitískum ástæðum.
Og samkvæmt ummælum forsætisráðherra er það vegna þess að það voru svo margir vondir við hana.
Hanna Birna er að vísu ekki öfundsverð að hafa lent í svona langvinnu og erfiðu máli, sem hún sjálf og aðrir málsaðilar áttu þó mestan þátt í að framlengja með undanbrögðum og vandræðagangi.
Vonandi mun hún jafna sig og nýta hæfileika sína og dugnað til góðra verka í framtíðinni.
En fyrst verða hún og þeir ráðamenn sem lifa í þeim hugarheimi sem ummæli forsætisráðherra lýsir, að ná áttum í þessu máli og líta í eigin barm eins og erlendir ráðamenn gera oft.
Óskandi væri að slíkt gerist þegar rykið hefur sest.
Að þessu sögðu er sjálfsagt að huga að því að við fjölmiðlamenn dettum ekki í þann pott að telja okkur óskeikula, heldur nálgast hið mikilvæga hlutverk upplýsendanna af virðingu og auðmýkt ekkert síður en af hugrekki og réttlætiskennd.
Bendi að lokum á ágætan pistil Jóns Þórs Ólafssonar um það hvernig svipað mál í Nýja-Sjálandi var höndlað af þarlendum forsætisráðherra.
Þjóðin læri af lekamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 03:42
Nú eru 40% liðin af kjörtímabili Alþingis og 60% af kjörtímabili forseta Íslands og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 03:59
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 04:01
Ég er hissa að þú skulir verja þessar hýenur Ómar. Eða eru fréttamenn í einhverju blóðbræðrabandalagi? Ef svo er, þá er það auðvitað grafalvarlegt mál og mikið áhyggjuefni, miklu alvarlegra en lekamálið.
Þetta er uppblásið mál af sömu öflum og gerðu allt vitlaust út af Patric Gervasoni fyrir rúmum 30 árum. Í fyrra málinu reyndist saklausi engillinn, jafnvel hetjan, (því hann neitaði að gegna herþjónustu í heimalandinu, Frakklandi) vera glæpamaður. Allt var sett á annan endan í þjóðfélaginu fyrir manninn, líkt og nú.
Ég minnist þess ekki að Guðrún Helgadóttir og vinstra slektið í kringum hana, biðist afsökunar á frumhlaupi sínu þegar sannleikurinn kom í ljós.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2014 kl. 04:45
Um lítilmagnann laug hún mest,
lítill hennar sómi,
í því var hún einkum best,
að allra sjalla dómi.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 05:23
"Færð eru rök fyrir því að hjá stjórnvöldum hafi öryggissjónarmið vegið þyngst í Gervasoni-málinu: að þeim hafi helst verið í mun að koma í veg fyrir að það hefði fordæmisgildi og leiddi til aukins straums flóttamanna til Íslands.
Stuðningsmenn Gervasoni hafi hins vegar einkum beitt siðferðislegum og pólitískum rökum í málflutningi sínum, eins og þeim að ekki ætti að neyða fólk til að gegna herþjónustu."
"Í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á að íslensk stjórnvöld hafi verið vanbúin til að takast á við málefni flóttamanna á þessum tíma.
Mikla baráttu þurfti að heyja til að tryggja að málið yrði tekið af fullri alvöru innan stjórnkerfisins og lífi ríkisstjórnarinnar var stefnt í hættu til að leysa það."
Átök um franskan hælisleitanda. Meðferð Gervasoni-málsins í íslensku stjórnkerfi árið 1980
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 05:48
Gervasoni í sögulegu ljósi - Myndband
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 06:20
Gervasoni átti að fara í fangelsi í Frakklandi vegna þess að hann vildi ekki gegna þar herþjónustu.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 06:25
Gunnar,(#4) undarlegt er að þegar einhverjum ríkisstjórnar megin verður eitthvað a og það er gagnrýnt, þá draga menn upp eitthvað gamalt vinstra megin i pólitíkinni til réttlætingar a því að þið hagið ykkur alveg eins eða verr. Væri ekki nær að reyna hið minnsta að vera þær fyrirmyndir sem þið gefið ykkur út fyrir, i orði kveðnu, að vera.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2014 kl. 06:27
Hún var einkennileg umfjöllun "erlendu fréttamannanna" af stöðu fréttamennsku á Íslandi, og bar þess öll merki að vera gagnrýnislaust bergmál frá vinstrisinnaðri íslenskri pressu, og er fullkomlega ómartæk, enda tilgangurinn sá að tryggja að enginn hafi neitt um málin að segja nema vinstri pressan. Með öðrum orðum, hér er á ferðinni gróf aðför að málfrelsi á Íslandi.
Fréttamenn án landamæra minnir á annað erlent fyrirbæri, Transparency international, sem gefur út vottorð um spillingu, og voru Íslendingar duglegir við að boða fagnaðarerindið um lítt spillt Ísland, með reglulegum tilvísunum í árleg heilbrigðisvottorð samtakana. Lítið hefur þó farið fyrir fréttum af fyrirbærinu, þegar upp komst að þau sendu embættismönnum fyrirspurn um það, hvort þeir væru spilltir, og byggðu niðurstöðurnar á svörunum.
Þetta er reyndar svolítið magnað, Fréttamenn án landamæra hafa áhyggjur af því að persónan Þórey Vilhjálmsdóttir skuli stefna DV fyrir afar meiðandi lygar, sem DV hefur reyndar viðurkennt. Svolítið skrýtið að erlendir fréttamenn skuli meta rétt DV til þess að ljúga, meira en rétt þess sem logið er uppá til að leita réttar síns fyrir dómstólum?
Ekki sáu þessir erlendu fréttamenn ástæðu til að minnast á að ritstjóri DV skuli hafa viðurkennt að "pönkast á mönnum, og taka þá niður". Er það tilgangur fréttamanna án landamæra að verja rétt Reynis til að skaða fólk sem er ekki í náðinni, án afleiðinga fyrir hann sjálfan?
Hér er ágæti tilvitnun í Fréttamenn án landamæra:
"Reporters Without Borders strongly condemns direct fire on the Hamas broadcast stations," the organization said. "The fact that media serve as propaganda organs does not justify making them a military target."
Sem sagt, hryðjuverkasamtök eiga að fá frítt spil til þess að útbreiða áróður og lygar, jafnvel þó svo að þau miskunarlaust níðist á eigin borgurum, og geri allt til þess að hefta málfrelsi þeirra, drepi þá ef annað dugar ekki. Þetta sýnir náttúrulega að Fréttamenn án landamæra eru bara enn eitt siðlausa vinstra batteríið.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:22
Maður verður náttúrulega að minnast á það, þegar útvarpsstjóri reyndi að ráða fréttastjóra sem ekki var með uppáskrifað vottorð frá vinstrimönnum. Hann var grunaður af vinstrimönnum að hafa einhverjar hægri kenndir, sem þykir víst ótækt meðal þeirra. Auðvitað fór það svo, að einelti vinstrimanna varð til þess að þessi viðkomandi fréttstjóri gafst upp.
Merkilegt, á Íslandi 21. aldarinnar hafa hægrimenn ekki atvinnufrelsi.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:28
Enn gapa hér fáráðlingar Sjálfstæðisflokksins undir nafnleynd, eins og fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 08:29
Það má náttúrulega ekki yfirgefa umræðuna, án þess að minnast á aðfarir meintra fórnarlamba Fréttamanna án landamæra, DV, gegn frjálsri umfjöllum á sínum miðli. En eins og þekkt er, meinar DV öðrum en þeim þóknanlegum að tjá sig í athugasemdakerfinu. Öll skrif sem eru ekki öfgamönnum DV þókanleg, eru ritskoðuð og fjarlægð, og þeim sem setti þær meinaður aðgangur að kerfinu til framtíðar.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:41
Teboðsskríllinn enn á ferð, búinn að gera í nábrækur sínar á öllum sviðum.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 08:46
Fyrirbærið Steini er náttúrulega sniðið úr sama klæði og Reynir og hinir DV besefarnir, gerir allt til þess að þagga niður umræður, og ef honum tekst ekki að þagga niður í viðmælendum með fábjánalegum strámönnum, reynir hann að drekkja umræðunni með tugum, og ef því ber að skipta, hundruðum innihaldslausra athugasemda um allt nema umræðuefnið.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:48
Steini hrósar sjálfum sér sérstaklega fyrir að senda bara inn athugasemdir sem byggðar eru á staðreyndum. Ekki skrýtið að hann skuli ekki lengur vera fréttamaður á Morgunablaðinu, ef "staðreyndirnar" hans skuli hafa ráðið för í starfi.
Varstu rekinn, Steini? Það gæti útskýrt heiftina í garð blaðsins.
Reyndar máttu nú setja inn svo sem eina viðurkenningu á frelsisstefnu blaðsins, með því að leyfa sorakjafti eins og þér að tjá sig á miðlum þess. Engin ritskoðun þar, ólíkt vinstrimiðlunum.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:52
Enn gapir hér "Hilmar", erindreki Djöfulsins í hans sendiráði, Valhöll Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 08:52
.
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 08:55
Þegar menn sjá djöfulinn í hverju horni, eru annað hvort á sterkum lyfjum, eða þjást af andlegum veikindum.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 08:56
..
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 08:58
Steini, þessir punktar, er þetta blindraletur?
Svívirðingar á blindraletri?
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 09:19
...
Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 09:29
Nei, Hilmar...Þetta heitir að vera "kjaftstopp"...og mátti gerast fyrr.
Már Elíson, 23.11.2014 kl. 09:49
Gunnar Th Gunnarsson. Hvaða rugle er þetta eiginlega í þér að bera þetta máls aman við mál Gervasonis? Þetta mál snerist ekki um hælisleitanda heldur um brot á þagnarskyldu sérvalisns aðstoðarmanns ráðherra og tilraunir ráðherra til að koma í veg fyrir að upp um hann kæmist með óeðlilegum afskiptum af lögregluransókn á málinu.
Sigurður M Grétarsson, 23.11.2014 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.