Viðfangsefnin vaxa hraðar en fjárveitingarnar.

Þjóðin eldist hratt. Barnsfæðingum hefur fækkað síðustu áratugi en risastóriri árgangar frá stríðsárunum og öðrum uppgangsárum á síðari hluta 20. aldar eru nú að koma inn í raðir aldraðra og eftirlaunaþega í stórum skömmtum. 

Æ færri eru á besta vinnualdri og við bestu heilsu en æ fleiri eru sama marki brenndir og gamlir bílar, það er, að bilanatíðnin vex. Ekki bæta úr skák afleiðingar offitu og reykinga sem koma fram á efri árum.

Viðfangsefni heilbrigðiskerfisins vaxa mun hraðar en fjárveitingarnar til þess og þeim, sem eiga að borga brúsann fækkar hlutfallslega.

Allt tal um "mestu fjárframlög til LSH frá 2008" er byggt á algeru skilingsleysi á eðli málsins.

Auk þess eldast húsnæði og tækjakostur líkt og sjúklingarnir og kalla á alveg sérstök útgjöld, því að við Íslendingar virðumst eiga afar erfitt með að skilja það að það er ekki nóg að reisa hús og kaupa búnað og tæki, það verður líka að huga að viðhaldinu.

Bjarni Benediktsson var varla búinn að sleppa orðinu um "hæstu fjárframlög" þegar Sigmundur Davið segir það sama.

Það er ekki gott þegar oddvitar þjóðarinnar virðast ekki hafa kynnt sér þær staðreyndir, sem um allan heim er verið að skoða og draga ályktanir af.    


mbl.is Mestu fjárframlög til LSH frá 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband