Hverjir sáu og sjá enn ekkert nema stóriðju?

Ríkisstjórn Íslands hefur enn ekki afturkallað einróma yfirlýsingu sína um að risaálver skuli rísa í Helguvík. "Orkufrekur iðnaður" er sama trúaratriðið hjá þeim og það var og hefur verið í hálfa öld. 

Þeir, sem nú væna þá um svartsýni, sem hafa meiri metnað fyrir hönd þjóðarinnar en að fórna einstæðri náttúru hennar fyrir bruðl með orku landsins og sölu hennar á útsöluverði, sáu aldrei neitt annað en stóriðju á vegferð sinni með þjóðina fram af hengiflugi Hrunsins og virðast raunar enn vera með stóriðjuna í forgangi. 

Þeir töluðu árum saman niður möguleika í ferðaþjónustu og skapandi greinum með hæðnisorðum eins og "eitthvað annaða", "fjallagrasatínsla", "lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík", "fólk sem er á móti framförum og atvinnuuppbyggingu og vill að við förum aftur inn í torfkofana."

Enda þótt allt þetta svartsýnistal um "eitthvað annað" virki nú hjákátlegt blasir við að núverandi ráðamenn halda enn fast í stóriðjutrú sína og draga stórlega saman framlög til skapandi greina eins og kvikmyndagerðar. 

Þeir eru við svipað heygarðshorn varðandi framhaldsskólana og menntamál og svelta Ríkisútvarpið í viðjum afleiðinga af fyrri gerðum sínum varðandi hinn risastóra myllustein sem Útvarpshúsið er og því að ræna stórum hluta af útvarpsgjaldinu frá RUV. 

Þeir eru alveg blindir á raunveruleikann í heilbrigðismálunum varðandi sístækkandi hóp aldraðra í þjóðfélaginu á sama tíma sem hlutfall hinna yngri fer sífellt minnkandi. 

Þegar bent er á hvernig það þurfi að takast af raunsæi og djörfung á við viðfangsefnin er bara slegið upp orðum eins og "illmælgi, sleggjudómar og niðurrifstal". 

Þegar ástand og hegðun málsaðila í lekamálinu blasir við er talað um að þjóðin þurfi að læra af því, - ekki stjórnmálamennirnir. 

Nei, þeir þurfa ekkert að læra, því að "fámennur hópur" hefur komist upp með illmælgi og sleggjudóma." Væntanlega er dómurinn yfir aðstoðarmanni innanríkisráðherra sleggjudómur?


mbl.is Brengluð sýn náð athyglinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er að ekki nokkuð skondið fyrir vinstrimen að það skuli vera vegna eignanarhalds á h.s orku sem kemur í veg fyrir að álverið klárist í helguvík.

er betra að ferðamenn troði út landið eða að stóriðja komi til landsins.

ómar gleimir því til þess að halda uppi góðu heilbrigðiskerfi og öðrum stofnunum ríkisins þarfskatta og skattar koma ekki öðruvísi en með vinnu vinna verður ekki til nema með þí að fyrirtæki berði til sem vonandi skapa gjaldeyri sem ómar þarf á allan sin bílaflota stóriðjan skapar í einu eða öðru formi allnokkuð af þeim gjladeyri.

vandin við ferðaþjónustu er að hluta sú að þettað er tískufyririrbrygði sem gjæti farið á morgun en stóriðjan verður næstu 30-50árin 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 09:37

2 identicon

Omar,  

you are perfectly correct in how you analyze history citing enormusly ignorant, stupid and costly political blunders.

To make things much worse, nothing has been learned from the past and they continue the crusifixion of the nation's energy sources and precious nature. 

the reply from Kristinn Briem makes absolutely no sense but only reveals the same poor judgement, ignorance and disrespect for facts.

iceland has lost out  big time in  dealings with these international industry  giants 

thor 

Thor Daniel Hjaltason (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 10:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ríki og sveitarfélög fá tæpa 3 miljarða á ári í formi skatta vegna Alcoa Fjarðaáls, 1,5 miljarða frá fyrirtækinu sjálfu og 1,4 milj. frá starfsmönnum þess. Alcoa Fjarðaál skilar 35 miljörðum á ári í veltu innanlands (33% af heildar útflutningi álversins hér) og því eru heildar skatt tekjur enn meiri.

Frá árinu 2003 hefur tæpum 930 milljónum króna verið varið til stuðnings ýmsum samfélagsmálum í landinu, aðallega á Austurlandi. 

Kárahnjúkavirkjun borgar sig upp á næstu 10-15 árum og eftir það er raforkusalan "beint í lommen" því rekstrarkostnaður virkjunarinnar er mjög lítill miðað við veltu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2014 kl. 13:25

4 identicon

3 milljarðar á ári eru bara rúm 10% af því sem mældust sem skattekjur af ferðaiðnaði s.l. ár.
Árið í ár mun toppa það.
Og raforkusala af eldri virkjunum ætti þá að vera beint í lommen eða hvað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 14:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skattar af umsvifum Alcoa á Íslandi eru miklu meiri en 3 miljarðar. Þessir 3 eru bara frá fyrirtækinu og starfsfólki þess. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2014 kl. 14:58

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er svo komið að ferðaþjónustan skilar mestu af gjaldeyri í íslenskt hagkerfi hvað sem draumórar stjórnmálamanna og annarra átrúnaðarmanna á stóriðju. Auðvitað kom tilkoma stóriðju mörgu til góðs vegar, t.a.m. var Álbræðslan í Straumsvík í fararbroddi hvað öryggismál og vinnuvernd áhrærir, við vorum þvílíkir afdalamenn í þeim efnum að útlendingunum, Svissurunum kom þetta vægast sagt mjög spánskt fyrir sjónir.

Nú ætti sá dagur að renna upp að við leggjum vegi í samráði við sjónarmið ferðaþjónustu en ekki annarrar landnýtingar eingöngu eins og verið hefur fram að þessu. Nú stendur til að leggja um 200 km langan veg og háspennulínu yfir Sprengisand á forsendum orkunýtingar! Þessi áform eru mjög úr takt við eðlilega uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Ein gulrótin í þessum áformum er að um 50 km eða um 25% verði háspennukaplar grafnir í jörð!

Þessi framkvæmd er ekki enn komin a dagskrá en orkufyrirtækin vilja gjarnan koma þessu af stað á næsta áratug og vilja fá samþykki núverandi valdaprakkara sem virðast vart satrfi sínu vaxnir miðað við ákvarðanir þeirra og gerðir sem ekki eru sérlega raunhæfar.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.11.2014 kl. 15:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Komið hefur fram að Alcoa kemur sér undan milljarða skattgreiðslum með bókhaldskúnstum. Hagnaðurinn af álverinu er fluttur úr landi, gagnstætt því sem er hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 

Aðeins rúmlega 1% af vinnuafli landsmanna vinnur í álverum og jafnvel þótt "afleidd störf" væru tekin með í reikninginn (sem hins vegar er aldrei gert varðandi aðra atvinnuvegi) fer talan ekki yfir 4%. 

Ómar Ragnarsson, 23.11.2014 kl. 17:33

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í augnablikinu er Ísland í tísku meðal erlendra ferðamanna sem hundruðum þúsundum saman flykkjast hingað og fara skipulagslítið um landið.  Vissulega skila þeir tekjum í þjóðarbúið.

Landinn heldur að Ísland verði í tísku um ókomin ár. Er það nú alveg víst? Hvað verður um öll hótelin sem verið er að reisa tugum eða hundruðum saman á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi ef landið fellur úr tísku?   Verða örlög þeirra svipuð og refabúanna og laxeldisstöðvanna sem öllu áttu að bjarga á sínum tíma?

Eru menn viðbúnir hugsanlegum samdrætti í ferðaiðnaðinum?  

Eða eru menn sanfærðir um að þetta taki aldrei enda?

Ágúst H Bjarnason, 23.11.2014 kl. 17:44

9 identicon

Aðeins rúmlega 1% af vinnuafli landsmanna vinnur í álverum..sem gerir þá atvinnugrein eina þá þjóðhagslega arðbærustu sem hér er að finna. Og sú spurning hlýtur að vakna hvort hlutverk okkar og stjórnvalda sé að skapa túristum afþreyingu og þrif á herbergjum eða börnum okkar heilbrigðiskerfi sem virkar og framtíð sem Íslenskir ríkisborgarar. 

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 18:51

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góðir punktar hjá Ágústi og Hábeini.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2014 kl. 19:24

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar
eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 20:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 21:02

13 identicon

no.7. sjávarútvegur og ferðaiðnaður eru stórlega rikistyrtir hér á landi annar með að leifa veðsetníngu á hvóta. hin með lægra virðisaukaskttkerfi. hvert vitum við hvert skattgreiðslur þessara fyrirkækja fara. stæri fyrirtæki eiga fyrirtæki í evrópu og gera upp í evrum . skil aldrei þessi afleitu störf ef grant er skoðað eru flestir íslendíngar " afleitum störfum stóriðjunar "  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 09:42

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðanakannanir varðandi stærstu umhverfis- og náttúruverndarmálin hér á landi hafa sýnt að nær helmingur þeirra, sem sögðust í þessum könnunum myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, voru andvíg stóriðju- og virkjanastefnunni, sem rekin hefur verið. Í þessum tilfellum var þetta stærsti flokkspólitíski hópurinn vegna þess mikla fjölda einstaklinga var um að ræða. 

Það er því misvísandi að skipta mönnum alltaf upp í vinstri menn og hægri menn í þessum málaflokki. 

Ómar Ragnarsson, 24.11.2014 kl. 13:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég fullyrði að telji megi á fingri annarar handar, þá hægri menn sem fylgja öfga umhverfisverndarstefnum. Öfgamennirnir eru lang flestir til vinstri í pólitík og sennilega meirihlutinn yst til vinstri, s.b. VG.

Eflaust má finna einhverjar gardínukerlingar í vesturbænum sem tilheyrt hafa Sjálfstæðsflokknum frá blautu barnsbeini, sem halda að það sé fínt að taka undir sjónarmið ykkar. En stuðningur þeirra byggir á fáfræði og misskilningi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2014 kl. 16:12

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014 (í fyrradag):

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði og Búðarhálsvirkjun eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.

Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu
vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 03:59

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni.."

Þú þykist hafa margoft bent á þetta og ert s.s. að segja að meðalaun fólks í ferðaþjónustu á Íslandi séu meiri en 8.3 miljónir á ári. 

Í fyrsta lagi er afar erfitt að benda á einhverjar staðreyndir í þessum efnum vegna gríðarlegs undanskots frá sköttum í greininni og í öðru lagi vita flestir frá fyrstu eða annarri hendi að laun í ferðaiðnaði eru með því lægsta sem gerist á vinnumarkaðinum.

En þú bendir og bendir í allar áttir með hinni undraverðu tækni copy/paste. Vont þegar bendirinn kann ekki að viða að sér upplýsingum, heldur afritar tóma vitleysu og klínir á annarra manna síður. Sök sér ef það væri á eigin síðu. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2014 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband