20.3.2007 | 00:24
FRAMTÍÐARLANDIÐ LIFIR!
Framtíðarlandið stendur sig vel þessa dagana og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að breyta því ekki í sérstakan stjórnmálaflokk fyrir rúmum mánuði. Ég sé ekki eftir því að hafa lagst á þá sveif að halda því heilu og óskiptu í sínu mikilvæga hlutverki á þverpólitísku vígstöðvunum, - sækja síðan fram sérstaklega án tengsla við það á pólitísku vígstöðvunum.
Það er dásamlegt að sjá fólk úr öllum flokkum sameinast í Framtíðarlandinu í hinni hörðu baráttu sem nú er háð á Íslandi um ómetanleg verðmæti náttúru landsins sem sótt er að af hinni skæðu virkjana- og stóriðjufíkn sem ræður enn ferðinni, því miður.
Athugasemdir
Tekið af vefsíðu samtakanna...
...afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmyndir að nýrri
framtíðarsýn á Íslandi og að nauðsyn beri til að efla lýðræði og
lýðræðislega umræðu og grundvallarþætti samfélagsins: réttlæti, menntun
og skapandi atvinnustefnu...
Ég bið um svör við eftirfarandi Ómar Ragnarsson.
1. Hverjar eru þær hugmyndir sem framtíðarlandið leggur til?
2. Hver er atvinnustefna samtaka framtíðarlandsins?
3. Hvernig hyggst framtíðarlandið móta framtíðina á Íslandi, þ.e.
hvernig á að skapa tekjur í þjóðarbúið?
4. Hvernig á að nýta þá orku sem býr í iðrum jarðar?
Mér finnst það ómerkilegur málflutningur að stilla Íslendingum upp við
vegg og spyrja ertu grár eða grænn. Auglýsingar í sjónvarpi eru ætlaðar til
að ala á tortryggni landsmanna og er það miður í lýðræðissamfélagi.
Samtökin Framtíðarlandið verða að hafa afstöðu til vandamáls sem fellst
í fólksfækkun utan höfuðborgarsvæðisins. Það er umhverfismál að landið
sé í byggð. Fólk í Reykjavík, flest, hefur því miður ekki þann skilning
í huga sér að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það er fólkið sem býr utan
þess sem yrkir landið sitt, sinnir náttúrunni og gerir öðrum það kleift
að skoða landið okkar.
Að lokum þetta, Ómar Ragnarsson, ég bið þig aldrei um að gleyma þeirri ábyrgð sem þú hefur sem fjölmiðlamaður. Um árabil hefur þú verið starfsmaður Ríkisútvarpsins og miðlað upplýsingum til Íslendinga og því bið ég bið og hvet þig til að gleyma ekki þeirri stöðu sem þú ert í.
Hjálmar Bogi
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:50
Kvótakerfið voru mistök finnst 70% þjóðarinnar. Er eina leiðin til að leiðrétta þau mistök að framkvæma önnur í formi stóriðju?
Ég segi að rétta leiðin til að bjarga landsbyggðinni sé auðvitað að hætta þessu kjaftæði og ráðast að rótum vandans!
Landsbyggðin blómstraði áratugum saman útaf fiskinum, fiskurinn er ennþá okkar undirstöðu auðlind, og svo núna sveltur Landsbyggðin.
Nú hugsar einhver auðvitað, "BÍDDU BÍDDU, HVAÐ GERÐIST?".
Kvótakerfið gerðist.
Einnig vil ég ekki horfa framhjá því að þessi rök um atvinnu á landsbyggðinni, og að álver séu leiðin áfram í þeim efnum, er bara kjaftæði. Afhverju flykkist fólk til landsins sem aldrei fyrr til að vinna? Ég held það sé ekki útaf því að hér ríki svo svakalegt atvinnuleysi? Ef atvinnuleysi var svona svakalegt vandamál, afhverju þarf svo mikið erlent vinnuafl skyndilega?
Afhverju er Háskólinn fjársveltur en peningum dælt í stóriðjuframkvæmdir?
Umræðan um að byggja álver til að leysa atvinnuvandamál landsbyggðarinnar er eins og að sprauta morfíni í mann með drep í fæti í stað þess að skera. Í fyrsta lagi ræðst sprautan ekki á rót vandans, í öðru lagi ef fóturinn er skorinn, þarf samt auðvitað að endurhæfingu til þess að geta gengið með gervilim. Gleymum sprautunni, drífum af skurðinn, og byrjum endurhæfinguna. Mennt er máttur!
Steinn E. Sigurðarson, 20.3.2007 kl. 03:46
Steinn E Sigurðsson spyr afhverju er Háskólinn fjársveltur en peningum dælt í
stóriðjuframkvæmdir. Hver dælir peningum í stóriðjuframkvæmndir? Þær
fjármála stofnanir, bankar og fjárfestingasjóðir sem fjármagna stóriðju fram-
kvæmdir, fjármagna ekki opinberar stofnanir. Ef spyrjadi ekki skilur grud-
vallar atriði í hagstjórn og fjármálum á hann ekki að setja fram slíkar áróðus
upphrópanir í spurningarformi. Því miður er þatta ær og kýr þeirra sem hæst
hrópa og skilningur á málsatriðum samasem engin.
Leifur Þorsteinsson, 20.3.2007 kl. 09:07
Framtíðarlandið þarf að hætta þessari ójarðbundnu rómantík. Hér snúast hlutirnir um fólkið og líf þess en ekki stokka og steina fyrst og fremst.
Hvernig væri að berjast grundvallarkúgun hér í landinu, sem logið er að okkur að sé svo ríkt.
Tökum dæmi um vaxtaokur og verðtryggingu (að undanskildu öllu öðru arðráni) Takir þú 10 millj. kr. húsnæðislán í dag í íslenskum krónum í 40 ár, þá þarft þú að snara út 56 millj. fyrir það. Ef þú tekur lán til helminga í svissnenskum frönkum ogjapönskum jenum, þá borgar þú 18 millj. á sama tímabili.
Þetta þýðir að alþýðumaðurinn þarf út með ca. 100.000 kall á mánuði frá tvítugu til sextugs til þess eins að eignast sómasamlegt þak yfir höfuðið. Þá er heldur seint að ætla sér að njóta ávaxtanna, því þá eru áhyggjuefnin orðin heilsufarsleg auk þess sem lífeyririnn er rétt fyrir nauðþurftum, þrátt fyrir dyggðuga söfnun.
Við erum þjóð leiguliða eða þræla lénsvalds, sem herðir greip sína fastar að fólki með hverjum degi. Þessi hjárænulega ljóðræming náttúru og annars bla bla er einmitt til þess fallin að beina sjómnum frá þessum meginatiðum.
Ekki er ég að mæla með náttúruníði, en til þess m.a. að hefta slíkt, þarf að benda á grundvallargalla í okkar kerfi, misrétti og hreinræktaða glæpamennsku. Auðhyggjan heimtar meiri arð hvert tímabil og sagt er að hluthafar heimti slíkt. Þetta arðsemisæði gengur í skrokk á lýðræði, mannréttindum og náttúru. Ekkert getur vaxið endalaust og þessi blaðra gerfiauðs mun springa fyrr eða síðar.
Kynntu þér Enron málið t.d. og berðu saman við viðskiptasiðferðið hér. Hér dugir ekki að vera með rós á nefi og ljóð í munni. Fólk þarf að fá fulltrúa, sem rísa yfir þessa spindoctor pólitík, sem keppist að því að draga athyglina frá meginmálinu og stunda persónulegt og flokkspólitískt niðurrif á báða bóga. Lénsherrarnir eiga fjölmiðlana og panta skandala á færibandi til að breiða yfir sína. Fórnalambasögur úr fortíðinni og forsíður auglýsingabæklinga eru dæmi um slíkt spin.
Hvernig væri að fara að sjá í gegnum þetta? Það sem mælir gegn stóriðju er ekki bara eyðilegging á einhverjum þúfubörðum í afdölum heldur ruðningsáhrifum hennar á atvinnulíf, sem ýta annari lífsbjörg til hliðar og mótar atvinnulífið að sínum þörfum. Þessi fyrirtæki hafa einnig hreðjartak á okkur, þegar fram líða stundir hvað varðar orkuverð og opinber gjöld. Þau hóta bara að fara og skilja allt eftir á vonarvöl ef við þýðumst þau ekki eftir að þau eru orðin inngróin í efnahagslífinu. Arðsemiskrafan býður þeirri hættu heim að þau taki sig upp og fari án þess að spyrja kóng né prest og það hafa þau gert í áratugi um allan heim með skelfilegum afleiðingum. Sýnishorn þessa í mýflugumynd er Marelsmálið fyrir vestan. Þetta bíður okkar í stærra samhengi.
Snap out of it! Þú sérð nú á kommentunum hérna að við fólk er ekki að taka undir þennan hjárænusöng. Hér má líka sjá ávæning að pantentlausnum þrýstihópa, sem eru týpísk fyrir deyjandi samfélag. Barist er um molanna í stað þess að skoða í sameiningu hvað í raun er að.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 09:21
Framtíðarlandið þarf að hætta þessari ójarðbundnu rómantík. Hér snúast hlutirnir um fólkið og líf þess en ekki stokka og steina fyrst og fremst.
Hvernig væri að berjast grundvallarkúgun hér í landinu, sem logið er að okkur að sé svo ríkt.
Tökum dæmi um vaxtaokur og verðtryggingu (að undanskildu öllu öðru arðráni) Takir þú 10 millj. kr. húsnæðislán í dag í íslenskum krónum í 40 ár, þá þarft þú að snara út 56 millj. fyrir það. Ef þú tekur lán til helminga í svissnenskum frönkum ogjapönskum jenum, þá borgar þú 18 millj. á sama tímabili.
Þetta þýðir að alþýðumaðurinn þarf út með ca. 100.000 kall á mánuði frá tvítugu til sextugs til þess eins að eignast sómasamlegt þak yfir höfuðið. Þá er heldur seint að ætla sér að njóta ávaxtanna, því þá eru áhyggjuefnin orðin heilsufarsleg auk þess sem lífeyririnn er rétt fyrir nauðþurftum, þrátt fyrir dyggðuga söfnun.
Við erum þjóð leiguliða eða þræla lénsvalds, sem herðir greip sína fastar að fólki með hverjum degi. Þessi hjárænulega ljóðræming náttúru og annars bla bla er einmitt til þess fallin að beina sjómnum frá þessum meginatiðum.
Ekki er ég að mæla með náttúruníði, en til þess m.a. að hefta slíkt, þarf að benda á grundvallargalla í okkar kerfi, misrétti og hreinræktaða glæpamennsku. Auðhyggjan heimtar meiri arð hvert tímabil og sagt er að hluthafar heimti slíkt. Þetta arðsemisæði gengur í skrokk á lýðræði, mannréttindum og náttúru. Ekkert getur vaxið endalaust og þessi blaðra gerfiauðs mun springa fyrr eða síðar.
Kynntu þér Enron málið t.d. og berðu saman við viðskiptasiðferðið hér. Hér dugir ekki að vera með rós á nefi og ljóð í munni. Fólk þarf að fá fulltrúa, sem rísa yfir þessa spindoctor pólitík, sem keppist að því að draga athyglina frá meginmálinu og stunda persónulegt og flokkspólitískt niðurrif á báða bóga. Lénsherrarnir eiga fjölmiðlana og panta skandala á færibandi til að breiða yfir sína. Fórnalambasögur úr fortíðinni og forsíður auglýsingabæklinga eru dæmi um slíkt spin.
Hvernig væri að fara að sjá í gegnum þetta? Það sem mælir gegn stóriðju er ekki bara eyðilegging á einhverjum þúfubörðum í afdölum heldur ruðningsáhrifum hennar á atvinnulíf, sem ýta annari lífsbjörg til hliðar og mótar atvinnulífið að sínum þörfum. Þessi fyrirtæki hafa einnig hreðjartak á okkur, þegar fram líða stundir hvað varðar orkuverð og opinber gjöld. Þau hóta bara að fara og skilja allt eftir á vonarvöl ef við þýðumst þau ekki eftir að þau eru orðin inngróin í efnahagslífinu. Arðsemiskrafan býður þeirri hættu heim að þau taki sig upp og fari án þess að spyrja kóng né prest og það hafa þau gert í áratugi um allan heim með skelfilegum afleiðingum. Sýnishorn þessa í mýflugumynd er Marelsmálið fyrir vestan. Þetta bíður okkar í stærra samhengi.
Snap out of it! Þú sérð nú á kommentunum hérna að við fólk er ekki að taka undir þennan hjárænusöng. Hér má líka sjá ávæning að pantentlausnum þrýstihópa, sem eru týpísk fyrir deyjandi samfélag. Barist er um molanna í stað þess að skoða í sameiningu hvað í raun er að.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 09:23
Kaffibandalag.kaffihúsaplott.kerlingakaffi,karlakaffi og menningarkaffi. Allt þetta tal um
kaffi hefur skyndilega öðlast tilverurétt, þegar mánudaginn 19. marz birtis í Fréttablaðinu
heilsíða frá hinum gráu menningarvitum sem svo gjarnan vilja vera gænir og vistvænir.
Eitt skjal stórt og skrautlegt fyrir þjóðina að undirita, en hvar á þjóðin að undirrita? Er
ætlast til að skrifað sé ofaní kaffi blettina undan mokka-expressó bollanum sem ennþá
stendur á skrautskjalinu. Þvílík umgengni um ------.
Leifur Þorsteinsson, 20.3.2007 kl. 20:04
Imba til Steina:
Ó, hve létt er þitt skóhljóð,
ó, hve lengi ég beið þín.
Það er vorhret á glugga,
Sjallavindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu kominn,
Steini minn, loks til mín.
Það eru erfiðir tímar,
of mikið atvinnuþref.
Þarf því ekkert að bjóða,
ekki stærra álver ég hef,
bara von mína og líf mitt,
hvort sem ég vaki eða sef.
Atkvæðið sem þú gafst mér,
það er allt og sumt sem ég hef.
En í vor lýkur Sjallavetri
sérhvers hugsandi manns
og þá verður maísól um land allt.
Það verður maísólin okkar,
okkar sæta hjónabands.
Fagra Ísland mun fæðast
og saman við höldum á fána
hins rauðgræna Framtíðarlands.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:51
Ósköp er þreytandi að horfa á ritsmíðar þessa vesalings fólks sem sér ekki aðra kosti fyrir þjóðina en málmbræðslur. Og svo auðvitað fjallagrasasvartnættið á hina hlið. Hvað er svona fjarstæðukennt við að meta íslenskar auðlindir hærra en svo að þær séu falar til hvers sem er fyrir hvern þann sem býðst til að skapa atvinnufæri ef hann fær þessar auðlindir fyrir nógu lítið? Af hverju virkja Norðmenn ekki meira? Af hverju virkja B.N.A. ekki meira? Getur verið að þessar þjóðir telji að meira en nóg sé komið og betra sé að semja við þjóð sem verðleggur orkuna bara til málamynda?
Það er svo háttur þessa daufblinda fólks að krefjast þess að fá skýr svör um hvað eigi að koma í staðinn. Er það skylda stjórnvalda að segja fólki við hvað það eigi að starfa? Ég tel það skyldu þeirra að skapa skilyrði fyrir atvinnuþróun í sem breiðastri mynd. Að greiða fyrir atvinnuþróun sem byggir á fjölþættri menntun ungra eldhuga og jafnframt að losa landbúnaðinn úr fjötrum einokunar. Gefa bændum færi á að markaðssetja vöru sína beint til neytenda eins og fjölmargar aðrar þjóðir gera með góðum árangri í dag.
Og síðast, en ekki síst leyfa frjálsar handfæraveiðar í sjávarbyggðum ásamt rýmkun á línuveiðum. Jafnframt því að vera einfaldasta svar okkar við kröfunum um orkusparnað og minnkun á losun skaðlegra lofttegunda yrði þetta mesta lyftistöng útbyggðanna í tilliti sjálfsbjargar á eigin forsendum og byggði jafnframt upp sjálfsvitund fólksins sem fylltist bjartsýni í stað vonleysis. Framtíðarlandið á svör við öllu sem tengir hagvöxtinn við fólkið sem á að njóta og jafnframt það umhverfi sem bæði hagvöxturinn og fólkið hrærist í. Náttúra þessa lands er nefnilega umgerðin utan um mannlífið. Framtíðarlandið hefur ekki stöðu til að skipa fóki að hugsa, enda kunna margir ekki þann mikla galdur og kjósa þessvegna bara Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrri kynslóðir reyndu að lifa með þessu landi en kunnu það kannski ekki til hlítar. Við megum ekki ásaka þær um landníðslu; þetta fólk var að bjarga sér frá dauða. Við eigum að vita betur. Og við eigum að bera virðingu fyrir landinu og gætum jafnvel tamið okkur hugarfar Þorgeirs Sveinbjarnarsonar skálds sem orðaði umgengni við landið einhvernveginn svona: "Guð hjálpi þeim sem ganga- íslenska heiði á útlendum skóm"! Og í guðs bænum varið ykkur á myrkrinu:
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:51
Hver eiga skilaboðin að vera til þjóðarinnar þegar þið veifið undirskriftum af Framtíðarlandsplagginu? Þið reynið að plata fólk til undirskriftar til þess að nota í ómerkilegum áróðurstilgangi. Fyrir hverja? V-græna? Íslandshreyfinguna? Þetta kalla ég lúmskan gjörning.Þetta plagg er svo almennt og fallega orðað en í því eru engin svör líkt og Hjálmar Bogi bendir á hér að ofan. Ekki skrifa ég undir það a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 16:05
Vona að Ómar nái flugi aftur fyrir kosningar. Fyrst þegar og ef framboð birtist kemur það í ljós. Það þarf meiri Ómar í þjóðarsálina og pólitíkina, um það er engin spurning.
Helgi Jóhann Hauksson, 21.3.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.