25.11.2014 | 09:21
Athyglisverðar tölur í hreingerningamálinu.
Nokkrar tölur hafa verið nefndar í hreingerningamálinu á Landsspítalanum.
1. Þær kosta 100 milljónir á ári núna eftir að verkið var boðið út og 12 Pólverjar vinna það.
2. Þær kostuðu 67 milljónir áður en verkið var boðið út og 35 Íslendingar unnu það.
Sagt var í frétt um málið að verkefnið hefði verið aukið eitthvað þegar skipt var um form á vinnunni við það. Ekki var þó svo að skilja að það hafi verið aukið um 50%, jafnmikið og kostnaðaraukinn varð. Fróðlegt væri samt að fá að vita hve mikil þessi aukning var.
Eftir stendur að 12 Pólverjar vinna verk sem 35 Íslendingar unnu áður, og að verkefnið hafi samt verið aukið.
Gagnlegt gæti verið að kafa betur ofan í þetta þríliðudæmi og tryggja að allar forsendurnar séu réttar, því að í fljótu bragði virðist sem verktakafyrirtækið græði drjúgum á því að píska útlendingum út og brjóta jafnvel á þeim lög.
Kannski finnst mönnum það hið besta mál að íslenskir eigendur verktakafyrirtækja eigi möguleika á því að efnast vel og leggja sitt af mörkum í aukna neyslu og hagvöxt sem fylgir gróða með því að innleiða hálfgert þrælahald útlendinga.
Að hér aukist stéttaskipting í nýlendustíl þar sem herraþjóðin efnist vel en undirþjóðinni sé þrælað út á lægsta tekjuþrepi eða jafnvel fyrir neðan það.
Vissulega hafa útboð og einkavæðing ákveðna kosti, hrista upp í málum og auka á útsjónarsemi til hagræðingar og betri nýtingar vinnuafls og peninga þar sem áður var komin ákveðin stöðnun sem oft fylgir opinberum rekstri.
En á móti kemur, að mörg dæmi eru um það að eftirliti og eftirfylgni hin opinbera með verktökunum er afar víða áfátt enda skorið við nögl sér með það.
Ég hef áður nefnt dæmi um það eins og til dæmis við gatnaframkvæmdir í Reykjavík þar sem verktakar hafa komist upp með að brjóta skilmála og við framkvæmdir á Þingeyrarflugvelli sem urðu ónýtar með margra tuga milljóna kostnað fyrir skattgreiðendur.
Milljarður í Landspítalann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óhreint ehf er farið að minna á Hálfvita-Hraðbraut Ólafs Johnsonar.
Hvaða sjalladúddar eiga fyrirtækið?
"Outsourcing" kemur mjög til greina í siðuðum löndum með gott eftirlit.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 10:22
Athyglisverð umræða Ómar.
Oflof á útboð og einkavæðingu er runnið undan rifjum eins stjórnmálaflokks.
Sá flokkur hefur haft of mikil völd á Íslandi frá stofnun hans og er nú við völd og hefur aldrei áður verið jafn grímulaus í eyðileggingu á innviðum samfélagsins.
Nú er heilbrigðiskerfið allt undir, menntakerfið og það sér skrítið að þeir virðast svífast einskis í trúboði sínu, meir að segja gert gamla kommakerlingu að skólahugsuði á heimsmælikvarða.
Orkukerfið er undir og allt sem heitir samfélagsleg velferð er sjálfsagt að einkavæðia fyrir vildarvinina.
Þetta dæmi sem þú leggur hér fram sýnir svart á hvítu að sú einkavæðing sem felst í því að vantreysta alltaf opinberum rekstri, er á algjörum villigötum.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 11:05
Þetta er athyglisvert sem þú vekur máls á Ómar. Ef verkið er vel og faglega unnið af 12 Pólverjum þar sem áður þurfti 35 íslendinga þá segir það ekki góða sögu um vinnubrögð landans. Ef launin hafa lækkað til starfsfólksisn þrátt fyrir margföld afköst þá segir það ekki góða sögu um stjórnendur fyrirtækisins. Ef spítalinn veit ekki hversu mikil aukning er á hreingerningarstörfunum þá bendir það ekki til að menn séu ofarlega á sparnaðartánum svo sem þeir halda stöðugt fram.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu.
Jón Magnússon, 25.11.2014 kl. 14:08
Þakka þér sömuleiðis, Jón. Það er verið að koma óorði á útboð og beislun kosta einkaframtaksins með svona framferði.
Í tilfelli gatnagerðarverktakanna sem ég nefni, kom í ljós að gatnamálastjóri taldi sig ekki hafa mannskap eða peninga til að hafa eftirlit með verkinu.
Verktakinn vanrækti merkinga- og tilkynningaskyldu sína gagnvart 700 íbúum Háaleitisbrautar þannig að þeir voru lokaðir inni með bíla sína frá því snemma að morgni og fram eftir degi.
Hið opinbera verður að átta sig á því að það þarf að veita fjármagni í það að hafa nægt eftirlit, annars getur verið til ills eins að bjóða út.
Verkstjórinn, sem ég talaði við, fór upp á háa C og sagði að hálvitinn ég ætti ekki að vera tala um það sem ég þekkti ekki. Slagurinn í útboðunum væri svo harður að það væri alls ekki hægt að standa við öll skilyrði útboðssamninganna og það væri hvorki til peningar eða mannskapur til að uppfylla þau.
Ómar Ragnarsson, 25.11.2014 kl. 15:11
Jón#3 - Hver er meining þín með orðunum..."Ef verkið er vel og faglega unnið af 12 pólverjum sem áður þurfti 35 íslendinga, þá segir það ekki góða sögu um vinnubrögð landans.." - Í fyrsta lagi segir þetta EKKI sögu um nein góð og fagleg vinnubrögð pólverja og öðru lagi þetta, eins og þú vilt meina, EKKI sögu um slæleg vinnubrögð íslendinga. - Það er veruleg ljótt að sjá frá manni eins og þér, þó sjálfstæðismaður sért, hvað þú lítur niður á íslenskt vinnuafl og ef þú ætlar að standa við það að sért með þokkalega greindarvísitölu, þá áttu að sjá að það er maðkur í mysunni þarna því að enn eina ferðina er verið að slá íslenskt vinnuafl út af borðinu, láglaunaborðinu, og koma að ennþá láglaunaðra erlendu vinnuafli og hverjir hirða til sín hagnaðinn ? - Svaraðu því.
Þetta er allt á sömu bókina lært og hugsun beint úr höfuðstöðvum íhaldsins sem leggur þær línur að mergsjúga hina lægst launuðu. - Deildu svo 67 milljónum með 35 og hins vegar 100 milljónuum með 12 pólverjum...Heldurðu að pólverjarnir vinni þetta reikningsdæmi ? - Þetta segir þá sögu, ekki eins og þín saga um "slælega vinnandi íslendingana", að annað hvort eru pólverjarnir á "risa-launum" eða íslendingarnir (sem vinna alltaf 10 sinnum betur), ..fengu hvað..?
Með undarlegri sjalla-hugsun eða hreinræktuðum skepnuskap í garð íslensks vinnuafls þá lætur þú dæmið líta illa út fyrir vinnupínda íslendingana. -
Hverni sefurðu á næturna með svona hugsanagang ?
Már Elíson, 25.11.2014 kl. 15:52
Tengist þetta fyrirtæki annaðhvort framsóknarmönnum eða sjöllum?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2014 kl. 15:54
Flest öll gera það, já - Og flest allir stjórnendur svokallaðra "security-eða hreingerningarfyrirtækja" eru í skjóli þeirra og/eða sjást við hlaðborð Valhallarmanna eða þá við hlöðudyr hinna. - Valdaðir af þeim, komast þeir í þá séríslensu einokunaraðstöðu að níða skóinn af láglaunuðum íslendingum sem láta ekki fara með sig eins og "pólverja". Svo fitna þeir sem á fjósbitanum eru.
Már Elíson, 25.11.2014 kl. 16:08
Afar athyglisvert Már.
Ertu að segja að þið vinstrimenn séuð með skrá yfir stjórnmálaskoðanir eigenda og stjórnenda fyrirtækja?
Eru það ekki ólöglegar persónunjósnir?
Hilmar (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 22:13
Greinilega hefur skráningin eitthvað klikkað, því mér skilst að umræddur samningur sé eldri en eins og hálfs árs...
ls. (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.