27.11.2014 | 00:18
"Frelsi frá ótta."
Eitt af fjórum tegundum frelsis sem Roosevelt Bandaríkjaforseti boðaði í ársbyrjun 1941 að Bandaríkin ættu að keppa að á heimsvísu var "frelsi frá ótta."
Eitthvað skortir á að sú sýn verði að veruleika þegar tólf ára barn með leikfangabyssu veldur slíkum ótta, að kallað er á lögreglu í gegnum neyðarlínu og þegar lögreglumennirnir koma að barninu, er rennt upp að því á lögreglubílnum, kallað á það um leið og dyrunum er svipt upp og það skotið umsvifalaust.
Lögregluþjónninn segist hafa óttast svona mikið um líf sitt.
Roosevelt boðaði líka "frelsi frá skorti". Ekki þarf að fjölyrða um það hve mikið hefur miðað í þá átt í 73 ár.
Og í fangelsum Bandaríkjanna sitja 2,3 milljónir manna, miklu fleiri hlutfallslega en í nokkru öðru landi, líka Kína. Þúsundir bíða dauðadóms. Samsvarar því að 2300 mann sætu í fangelsum hér á landi. Ekki mikið frelsi falið í því.
Birta upptöku af drápi drengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Byssur voru hér um hríð,
í höfuð vildu skjóta,
kristilegt en stutt það stríð,
stendur þó til bóta.
Þorsteinn Briem, 27.11.2014 kl. 03:14
Hvar eru hríðskotabyssur Sjálfstæðisflokksins og "Kristilega" flokksins?
Ég er viss um að þær voru hér í gær.
Þorsteinn Briem, 27.11.2014 kl. 03:16
Könnun á gáfnafari Íslendinga árið 1934:
Þorsteinn Briem, 27.11.2014 kl. 04:00
Kannski gildir frelsi frá ótta eingöngu um lögregluna þar á bæ?
Skjóta bara allt sem veldur ótta og komast upp með það....
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 08:11
Ég vil minna á að fyrir hvern glæpamann sem er stungið í fangelsi eykst frelsi hinna sem eru utan veggja. Að öðru leiti er ég sammála hverju orði.
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.