Enginn skjálfti núna undir Holuhrauni en fleiri undir Bárðarbungu.

Þótt stóru skjálftunu hafi ekki fækkað að undanaförnu undir Bárðarbungu er áberandi síðustu dagana hvað skjálftum hefur fækkað undir Holuhrauni.

Nú er liðið óvenju langt frá síðasta stóra skjálftanum undir bungunni en litlu skjálftunum hefur fjölgað þar, en núna er engan skjálfta að sjá norðan Dyngjujökuls á grafinu á vedur.is.

Fróðlegt væri að vita hvað vísindamenn segja um þetta.  

Sem leikmanni dettur mér í hug að þetta geti verið venga þess að við langvarandi rennsli kvikunnar í gegnum Baug og út úr honum, sé leið fyrir kvikuna orðin svo greið, að landið skjálfi ekkert við þetta og að Baugur sé einfaldlega eins og þægilegt afrennsli fyrir þá kviku, sem þrýstist enn til norðausturs út úr kvikukerfi Bárðarbungu.

Og síðan spurningin um það hvort eðli umbrotanna undir bungunni sé að breytast og þá hvernig. 

Sé svo, kann að vera að spá Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um að gosið kunni að lognast út af í mars eða seinna í vor rætist og jafnvel að gosið lognist út ennþá fyrr. Hver veit?


mbl.is Öflugt eldgos í þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skelfing kann ég illa vid nafnid "Baugur" á thessum gýg sem tharna spýr eldi og brennisteini. Veit ekki, en má ef til vill saettast á thetta nafn med tíd og tíma. Baugur verdi nokkurskonar samnefnari yfir slaema hluti og mikla mengun, hver veit?

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 30.11.2014 kl. 18:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekkert verið að dunda við nafngiftir á þessu svæði. Þarna var fyrir hraun frá 1897, Holuhraun, sem og gígaröð. Í gosinu nú gaus í nokkrum þessara gömlu gíga og nýtt hraun rann yfir það gamla en er nú að vísu orðið margfalt stærra. 

Þess vegna finnst mér nýtt nafn óþarft á nýja hraunið, rétt eins og að menn hafa ekkert verið að finna ný nöfn á þau fjölmörgu hraun, sem runnið hafa frá Heklu og fléttast saman við eldri hraun. 

Fyrir sunnan Holuhraun eru tveir gamlir gígar sem eru nafnlausir og enginn hefur fundið neitt að því. 

En sennilega hafa engir orðið vitni að því þegar þeir gusu á sinni tíð. 

Nýi gígurinn núna er orðinn það miklu stærri en allir aðrir gígar á svæðinu að vel má hugsa sér að finna nafn á hann. 

Ég sé ekkert að nafninu Baugur og finnst ekki koma málinu við hvort eitthvert fyrirtæki hafi heitið því nafni. 

Fjölmörg fyrirtæki hafa borið nafnið Hekla án þess að það hafi truflað menn. 

Ómar Ragnarsson, 30.11.2014 kl. 19:59

4 identicon

Hvar er Langvíuhraun?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband