Hvað um að "bjarga fullveldisdeginum"?

1. desember 1918 er hugsanlega merkasti dagurinn í sögu Íslands í rúm 750 ár, eða allt frá því er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. 

Með sambandslagasamningnum var Íslendingu tryggður réttur til þess að stofna lýðveldi eftir 1. desember 1943 ef þeir kysu að gera svo. Þetta voru mestu vatnaskilin í sjálfstæðisbaráttu okkar. 

Lýðveldisstofnunin 17. júní var því bein afleiðing af þessu ákvæði og vafasamt að það hefði fengist án þess. 

Í mínu ungdæmi var fullveldisdagurinn 1. desember einn helsti hátíðisdagur ársins. En síðan þá hefur hægt og bítandi fjarað undan þessum degi þótt hann sé einn af örfáum alíslenskum hátíðisdögum sem eru bókfærðir í almanaki Háskólans, grunnalmanaki okkar.

Vissulega er lýðveldisdagurinn 17. júní þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. 

En við megum samt ekki gleyma fullveldisdeginum 1. desember, deginum þar sem okkur var í fyrsta sinn trygggt með alþjóðasamningi að fá að velja okkur annað fyrirkomulag en konungssamband við Danmörku.

Einmitt um þessar mundir er verið að sýna dönsku sjónvarpsmyndaröðina um stríð Dana og Prússa árið 1864.

Þetta stríð snerti okkur Íslendinga óbeint því að vegna beisklegs ósigurs Dana og missis syðsta hluta Jótlands, urðu þeir að reyna að endurheimta eitthvað af hinu tapaða landi með því að krefjast þess í stríðslok að íbúar Slésvíkur og Holsteins fengju sjálfir að kjósa um hvaða ríki þeir tilheyrðu.

En til þess að vera samkvæmir sjálfum sér urðu þeir að fallast á að Íslendingar fengju á sama hátt að velja sér framtíðarskipan sjálfstæðismála sinna.

Að þessu leyti var það Íslendingum í hag 1918 að Danir ofmetnuðust 1864 og ögruðu rísandi veldi Prússa. Hefðu Danir verið raunsærri þá og samið þannig við Prússa að þeir hefðu ekki misst svona mikið land, er ekki víst að möguleikinn hefði opnast fyrir okkur árið 1918 til að fá fullveldi.  

 

 


mbl.is Kallar eftir hugmyndum til að „bjarga jólunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki betur en að aula samtökin Heimssýn hafi lagt hald sitt á fullveldisdaginn. Glæsilegt, til hamingju innbyggjarar.

Kveðjur frá Grikklandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 21:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisdagur okkar Íslendinga er 1. desember en ekki 17. júní.

"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."

"Fullveldisréttur - Réttur ríkis
til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 21:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."

"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 21:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur ekki verið hluti af danska ríkinu frá 1. desember 1918.

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]".

Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Kanada sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.

1. desember 1918 fékk Ísland forræði utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum Íslands var ákveðin af ríkisstjórn Íslands en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga.

Og utanríkismálin heyrðu undir forsætisráðherra Íslands.

Í ágúst 1919 skipuðu Danir fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

Í ágúst 1920 var fyrsta sendiráð Íslands opnað í Kaupmannahöfn og Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, var skipaður fyrsti sendiherra Íslands.

Sambandslagasamningurinn 1918:


"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Og Íslendingar hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá 1. desember 1918.

"
Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 22:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tolli Morthens með brilliant 1. des hugleiðingu:

,,Hugleiðing 1 des

Í dag reikar hugurinn um söguslóðir og ekki allt sem sýnist, í dag er fullveldisdagur íslenska lýðveldisins og við höfum fram að þessu haldið þennan dag hátíðlegan með lúðrblæstri og söng og glaðst yfir frelsinu.
Nú þegar um langt er liðið og og við höfum eignast sögu sem hægt er að draga ályktanir af þá má svo sem sjá eftirfarandi mynd stíga upp úr blámóðuni yfir Nornahrauni og leyfa tilfininguni um réttlæti að leika lausum hala.

1des er upphaf endalokana, þega hópur rómantískra drykkjumanna við Kaupmannahafnarháskóla hófu fánann á loft og kröfðust frelsis og settu í gang atburðarrás sem endaði með fullveldinu 1944, einungis til þess að loka alþýðu manna frá möguleikum þess að vera samferða meginlandinu í lífsgæðum og menningu, einungis til þess að að ættir stórbænda og útgerðarspekúlanta gætu endanlega innsiglað vald sitt og eignarétt á landi og lýð án afskifta konungs og mannúðarsjónarmiða erlendis frá.

Öll saga þessa lýðveldis er saga þess hvernig yfirstéttin herðir stöðugt tök sín á eignarhaldi þess sem nátturuauðæfum, og dregur mannauðinn yfir í auðheima sína því í dag mega hugsjónir sín lítils gegn exilskjalinu.
Eftir að verkalýðshreyfingin fjaraði út sem fjöldahreyfing og sem pólitískt afl til þess að verja kjör og mannréttindi og breyttist í fjárgæslustofnun lífeyrisstofnana sem rann þannig saman við valdið hefur ekkert pólitískt viðnám verið til staðar til þess að sporna gegn þessari þróun og því miður hafa stjórnmálahreyfingar sem telja sig vera að gefa fólkinu rödd skort raunsæi til þess að sjá hvað í raun og veru er að eiga sér stað.
Eina viðnámið sem bit er í kemur frá samfélagsmiðlum."

...

https://www.facebook.com/tolli.morthens?fref=ts

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2014 kl. 22:14

6 identicon

"Í mínu ungdæmi var fullveldisdagurinn 1. desember einn helsti hátíðisdagur ársins. Og allir sem með þér fylgjast hafa tekið eftir að það er ekki svo aumur siður, venja, kofi, þúfa eða lækjarspræna sem þú manst úr þínu ungdæmi sem ekki á að friða, vernda og varðveita um ókomin ár hvað sem það kostar. Aðrir þurfa að velja og hafna svo hér sé búandi, þú ert engin hjálp.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 22:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi til dæmis verið á móti álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun og nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur.

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 23:05

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hábeinn telur það "auman sið" að hafa fullveldisdaginn í heiðri. Sérkennilegt viðhorf það. Hvað er svona "aumt" við það að halda upp á þann dag?

Ómar Ragnarsson, 1.12.2014 kl. 23:35

9 identicon

Hvort það er viljandi verið að gera sér upp gáfnatregðu eða hvort elli sé farin að æra öldunginn ætla ég ekki að dæma um, en ég sagði hvergi að það væri aumt að halda upp á fullveldisdaginn, ég nefndi hvergi fullveldisdaginn. Ég var einfaldlega að benda á að af skrifum þínum er ómögulegt að dæma um hvort eitthvað sé þess virði að varðveita, þú villt halda í allt og halda öllu eins og það var í þínu ungdæmi. Ég bíð bara eftir að þú heimtir að allir landsmenn borði köku á afmælisdaginn þinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 00:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að "Hábeinn" þori ekki að skrifa hér undir nafni, ræðst á mann og annan undir dulnefni eins og aðrir vesalingar.

Þvert á móti er Ómar Ragnarsson mjög frjálslyndur maður og langt frá því að vera íhaldsmaður, enda þótt hann vilji halda í suma hluti, eins og allir aðrir.

Þorsteinn Briem, 2.12.2014 kl. 00:45

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er líklega treggáfuð, því ég veit ekki hvað fullveldi og frelsi einstaklinga á Íslandi er í raun, né hvar það er að finna, hér í þessu fjármálafyrirtækjaræningja-umhverfi.

Vitið mitt er/verður sem betur fer ekki meir en Guð skammtar mér hvern dag. Og það er ég mjög þakklát fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2014 kl. 01:09

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get talið upp 25 stórar virkjanir um allt land sem ég hef stutt, nú síðast Búðarhálsvirkjun. Tók strax til hendi í baráttu fyrir notkun bílbelta, farsíma og fleiri tækninýjunga sem ruddu burt eldri tólum eða breyttu ástandi sem var "í mínu ungdæmi".

Í bílbeltamálinu varð að berjast við aldeilis einstaka séríslenska íhalds- og afturhaldsemi. 

Hef mælt með gerð nýs vegar um land Blönduósbæjar sem styttir hringveginn frá því sem hann hefur verið. Er að undirbúa að komast á lítinn rafbíl í stað bíla, sem brenna jarðefnaeldsneyti "eins og var í mínu ungdæmi." 

Ómar Ragnarsson, 2.12.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband