Óljós mörk lífs og dauða?

Óljós mörk lífs og dauða hafa verið umhugsunarefni margra hugsuða í gegnum tíðina, eins og til dæmis skáldsins Einars Benediktssonar.

Það er ekkert langt síðan skammmstöfunin DNA birtist í orðaforðanum og enginn veit hvort eða hvenær eitthvað enn nýrra kemur fram á sjónarsviðið sem umbyltir sýn manna á eðli lífsins og tilverunnar.

Lífsmáttur DNA erfðaefnisins virðist opna möguleika á því að hinn "dauði" geimur sé ekki sú hindrun fyrir lífið sem ætla mætti. 

 Hallgrímur Pétursson sagðist ekki óttast afl dauðans né valdið gilt og Einar lét sig dreyma um eina alveldissál þar sem afl andans væri meira og víðtækara en okkur grunaði.

Ég hef reynt að orða þetta í lok sálms um ljúfan Drottin og hinn jarðneska dauða með þessum orðum:

 

Vítt um geim um lífsins lendur

lofuð séu´hans verk.

Felum okkur í hans hendur

æðrulaus og sterk.  


mbl.is DNA lifði af ferð í gegnum lofthjúpinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband