YFIRLÝSINGAR INGIBJARGAR

Fáir virtust taka eftir því að Ingibjörg Sólrún sagði á Stöð tvö í gærkvöldi að eftir kosningar yrði hægt að ganga til samninga við Alcan um að fresta stækkun álversins. Einnig að eftir væri að veita virkjanaleyfið og ganga frá málum vegna virkjanananna sem þarf í vegna stækkunarinnar.

Ekki veit ég hvort þetta hefur átt að vera málamiðlun til að friða andstæðar fylkingar krata í firðinum en þessi ummæli Ingibjargar um virkjanaleyfið sem gæti stöðvað virkjanaferlið eru í samræmi við það sem hún sagði við mig um virkjanir í Skagafirði í haust.

Hins vegar sagði hún á fundi hér syðra um daginn að þegar búið væri að gera deiliskipulag yrði ekki aftur snúið. Þetta tvennt rímar ekki alveg saman en Ingibjörg á ekki sjö dagana sæla að vera með í flokki sínum bæði harða stóriðjusinna og eðalgræna stóriðjuandstæðinga sem takast nú á í Hafnarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hingað til hefur nú líka verið hægt að breyta deiliskipulögum.

Ágúst Dalkvist, 21.3.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þarna er ekkert misræmi Ómar. Ef Hafnfirðingar segja Já við stækkun álversins verður mjög erfitt fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð að standa gegn stækkun eftir það. Nánast ómögulegt.

Ríkisstjórn Íslands ber hins vegar ábyrgð á fleiri þáttum sem snerta stækkun. Ingibjörg nefndi réttilega virkjanir í Þjórsá og á Hengilssvæðinu, loftslagsmálin og efnahagsmálin.

Ríkisstjórnin, sem vonandi er núna að fara frá, hefur hins vegar gefið öll leyfi sem hægt er að gefa og hefur ekki hirt um að setja neinar reglur eða lög um úthlutun mengunarkvóta eða skilyrði um áhrif framkvæmda á efnahagslífið.

EF Hafnfirðingar kjósa með stækkun þarf því að kalla alla hagsmunaaðila að borðinu og semja um frestun framkvæmda. Það gera sér allir ljóst að það getur orðið erfitt. T.d. hefur Steingrímur J Sigfússon skilið þessar dyr eftir opnar í hálfa gátt í allri umræðu um stóriðjustopp. Hann ætlar því væntanlega ekki að setja afturvirk lög og skapa ríkinu skaðabótaskyldu með því. Það mun Samfylkingin ekki heldur gera - við munum hins vegar standa við Fagra Ísland og leita samkomulags um frestun.

Við sjáum núna þessa dagana að Alcan er að herða róðurinn. Það hefur markvisst reynt að skrökva því að bæjarbúum að álverið fari á næstu árum ef það fær ekki að stækka.

Þetta virðist virka vel - fólk er alltaf hrætt um að missa vinnuna. Ég hef hins vegar býsna traustar heimildir úr innsta hring fyrir því að álverið fari ekki neitt næstu 25 árin eða svo. Líklega ekki heldur þá því það getur tæpast verið óhagstæðara að breyta þá tækninni í þessu álveri en að byggja nýtt frá grunni í Helguvík svo dæmi sé tekið.

Núna er búið að keyra vel á hræðslunni og þá er beitt gaffalsókn - Alcan sýnir peninginn - fleiri hundruð þúsund á mann segja þau. Hinu megin frá koma Landsvirkjun og Orkuveitan undir fölsku flaggi Samorku sem auglýsir í herferð sinni hina hreinu íslensku orku. Tilgangurinn óljós þangað til maður skoðar hlutina í samhengi. Það eru engar tilviljanir þegar auglýsingar eru annars vegar.

Það er mikilvægt að bloggverjar átti sig á þessu og dreifi sem víðast:

Alcan er ekki á leiðinni í burtu næstu 25 árin - það var bragð til að hræða fólk

Hafnarfjarðarbær hefur ekki undan að framleiða deiliskipulög fyrir iðnaðarlóðir og tekjur af lóð Alcan gætu orðið jafn miklar af blandaðri iðnaðarbyggð og af álverinu

Alcan á ekki lóðina sem núverandi álver stendur á svo ef hafnfirðingar vilja ekki stækka álverið getur Hafnarfjarðarbær auðveldlega skipt á lóðum við Alcan og skipulagt blandað iðnaðarsvæði á fyrirhugaðri byggingarlóð.

Þar gæti orðið nýtt hverfi hátækniiðnaðar en ólíkt því sem margir halda að hátækniiðnaður sé bara fyrir einhverjar langskólagengnar tilraunarottur þá er hátækniiðnaður afskaplega fjölbreyttur og vinnuaflið er að þriðjungi fólk með verkmenntun.

Það er engin þörf á að stækka álverið.

Dofri Hermannsson, 21.3.2007 kl. 00:39

3 identicon

Ef hver erlendur ferðamaður eyðir hér að meðaltali um 100 þúsund krónum, samkvæmt Ferðamálastofu, og ekki verða lagðar raflínur þvers og kruss um landið og byggðar hér stórvirkjanir og stóriðjur út um allar koppagrundir, sem ferðamenn vilja ekki sjá, er búist við um einni milljón erlendra ferðamanna hingað árlega. Þeir myndu þá eyða hér samtals um EITT HUNDRAРMILLJÖRÐUM KRÓNA Á ÁRI UM ALLT LAND, eða samtals eitt þúsund milljörðum króna, einni billjón króna, á tíu ára tímabili þaðan í frá, EF fjölgunin yrði ekki meiri. Um 400 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað í fyrra og þeim fjölgaði um 20,5% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. MEÐ SAMA ÁFRAMHALDI VERÐA FERÐAMENNIRNIR ÞVÍ ORÐNIR EIN MILLJÓN Á ÁRI EFITR EINUNGIS FIMM ÁR, árið 2012, og heildartekjurnar af þeim hefðu þá aukist um 55 milljarða króna Á ÁRI á þessu fimm ára tímabili, úr 45 milljörðum nú í 100 milljarða króna á ári.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:17

4 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Steini Briem.

  Þetta er enn sem komið er ekki vel borgaður iðnaður fyrir fólk að vinna í.

Vinsemd og kveðja.

Árelíus Örn Þórðarson, 21.3.2007 kl. 03:21

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ein MILLJÓN  ferðamanna á ári ! Það væri þá þokkalegt, Ég er hrædd um að landið okkar yrði illa úttraðkað, sparkað og spólað eftir þann fjölda. Við erum enganveginn í stakk búin til að taka við svo mörgum. Svo skilst mér líka að í þeim "iðnaði" séu aðallega lítt eftirsóknarverð láglaunastörf.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 08:30

6 identicon

Umræðan um tekjur Hafnarfjarðar af væntanlegri stækkun álvers í Straumsvík tekur á sig sífellt undarlegri mynd. Nefnd hefur verið talan 140 milljónir en nú eru menn farnir að tala um allt að 1.4 milljarða á ári! Hverning er hægt að fá út svona misvísandi tölur! Vil benda Hafnfirðingum sem og öðrum á að verðmæti lóðar álversins án Alcan er mikið, sennilega margfallt miða við tekjur af álveri sama hvaða reikningskúnstir eru notaðar. Til sönnunar þess þá má vísa í eignarnám Kópavogs á hluta úr jörðinni vatnsenda. Talið er að eigandi jarðarinnar fái í sin hlut 6-8 milljarða (sjá fréttir á heimasíðu Kópavogs) auk þess sem Kópavogsbær ætti að öllu óbreyttu að geta selt lóðirnar sem skipulagðar verða á þessu landi fyrir allt að 20 milljarða. Ekki hef ég neinar nákvæmar flatarmálstölur fyrir landið á þessum 2 stöðum né heldur verðmat á landinu en í fljótu bragði virðist núverandi og verðandi lóð álversins mun stærri en Vatnsendajörðin. Ef við notum ítrustu reikningskúnstir líkt og samtök iðnaðarins þá mætti áætla að ef álverið færi þá hefði Hafnarfjörður tækifæri á að koma í verð landi að verðmæti 20-40 milljarðar. Svo má náttúrulega fabúlera um öll afleiddu störfin sem af þessu leiða í byggingariðnaði, bílaverkstæðum, steypustöðvum, partasölum, malbiksframleiðslu og svo framvegis og framvegis. Það er bjart yfir Hafnarfirði

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:50

7 identicon

Eru ekki tekjur af ferðamönnum stórlega ofmetnar?  Maður heyrir að þetta séu frekar illa launuð störf og tímabundin aðallega yfir sumarið.  Eru ekki 1 milljón ferðamanna mengun? Kannski ekki ef þeim er beint í Bláa lónið og álverið.

Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:52

8 identicon

Kæri Steini Briem með feitu letri

Ef við segjum til þessi 700 þús farþegaaukning komi t.d. frá París þá væri útblástur frá fluginu 495 þús tonn sem er meira en stækkun straumsvík.. Líklegt má telja að meðalferðamaðurinn ferðist svo innalands allavega 250 km að meðaltali og þá yrði innanlandsmengun annað eins.  Þessi ferðammanna pardís myndi aldrei vera undir milljón tonnum af nýjum útblæstri´.

Bara til að setja í samhengi, menn eiga það til að festast í töfralausnum án þess að kynna sér þá.

Persónuleg tel ég hinsvegar að stóriðja og ferðamannaiðnaður eigi lítið skylt og engin rök fyrir því að miklu færri ferðamenn komi hingað þó svo að stóriðja yrði hér stórefld.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:52

9 identicon

Eru ekki margir farnir að sjá hvað Samfylkingin er að verða lík Framsóknarflokknum? Vingulhátturinn alls ráðandi fylgið drabbast af flokknum og svo er hann eins og Framsókn, opinn í báða enda, lekur báðum meginn.

Baldur Gudmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:01

10 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hinar traustu heimildir Dofra hljóta að vera eitthvað hálf vafasamar. Að fullyrða það á nokkurs rökstuðnings að álverið verði í Straumsvík næstu 25 árin er mjög í stíl við málflutning Samfylkingarinnar að undanförnu eða ss. frekar vafasamur. Það er ekki búið að framlengja raforkusamninginn sem verður að gera eftir 7 ár og ekki endilega á núverandi kjörum til 7 ára. Segjum sem svo að eftir 14 ár fái Alcan ekki raforku á nægilega hagstæðu verði, hvað þá. Ætla þeir að biðja Dofra um að stökkva á þrekhjólið og halda álverinu gangandi í 10 ár í viðbót. Varla. Það eina sem er öruggt er að Alcan verður í Straumsvík í 7 ár, eftir það veit enginn hvað gerist. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.3.2007 kl. 13:18

11 Smámynd: Dofri Hermannsson

Guðmundur Ragnar heldur hræðsluáróðrinum áfram. Hvorki Rannveig Rist né Hrannar hafa sagt að álverið fari - en þeim leiðist ekkert að láta pótentáta sína halda því fram.

Guðmundur segir EF Alcan fær ekki rafmagn á hagstæðu verði þá þurfi að endurskoða reksturinn. Hver segir að rafmagnið verði ekki á hagstæðu verði? Er það skoðun Guðmundar að rafmagnið sé alltof ódýrt núna? Vill hann þá festa sölu á rafmagni okkar Íslendinga á óhagstæðu verði í 50 ár?

Þetta er skrök en ekki rök.

Dofri Hermannsson, 21.3.2007 kl. 15:06

12 identicon

Ef thetta er rett sem Gudmundur segir, eigum vid gefa erlendum alrisum, sem fara svo bara thegar theim hentar, fleiri islensk byggdarlog? Thad skyldi tha aldrei vera ad Reydarfjordur og Husavik yrdu Djupuvikur 21. aldarinnar.

Eyjolfur Magnusson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:28

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vona nú að engin hér haldi eins og Steini Píp virðist halda að ef ferðamaður eyðir hér hundraðþúsundkalli að þá séu komnar tekjur upp á hundraðþúsundkall. Eða er Steini að meina að ferðamaðurinn skilji bara peninginn eftir hér og taki ekkert fyrir hann? Velta er allt annar hlutur. Ferðamönnum fylgir einnig kostnaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 16:21

14 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hef aldrei skilið fullyrðinguna: Álver EÐA hátækniiðnaður. Álver OG
hátækniiðnaður eru alls ekki hvort fyrir öðru.

Snorri Hansson, 21.3.2007 kl. 18:17

15 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Dofri

Þú heldur alltaf fram sömu tuggunni. Sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar vona ég að þú þekkir muninn á debet og kredit. Núverandi rafmagnssamningur gerir Alcan það kleift að reka álverið með hagnaði. Þar sem þú ert svo mikill spámaður þá veist þú greinilega nákvæmlega hvað rafmagnsverðið verður til Alcan eftir 7 árin og eflaust líka eftir 14 ár þegar verður að semja frá grunni að nýju. Breytingar á rafmagnsverði geta haft mikil áhrif í bókhaldinu alveg eins og fylgisflótti og stundum er betra að leggja up laupana en að enda í gjaldþroti. Ég hef aldrei sagt að Alcan fari eftir 7 ár eða 14 ef álverið verður ekki stækkað. Það sem ég hef sagt er að það er alls óvíst hvort álverið haldi áfram starfsemi sem er það sama og Rannveig sagði í viðtali við Kompás um daginn. Hvaða 50 ár ert þú annars að tala um? Óstækkað álver í Straumsvík verður tæplega til staðar eftir 50 ár. Held þú ættir að hætta þessu bulli Dofri því annars flýr restin af fylginu frá ykkur. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.3.2007 kl. 18:18

16 identicon

Klámskjóður nokkrar fengu ekki inni á hóteli hér á dögunum og þá fór landið á hliðina vegna þess að svo margir misstu spón úr aski sínum um land allt en nú eru störf í ferðaþjónustu allt í einu orðin einskis virði vegna þess að einhverjir í Hjálpræðishernum í Hafnarfirði heimta stærra álver! Er þetta trúverðugur málflutningur? Á nú að fara að flytja inn enn fleiri útlendinga, fleiri þúsund, ef ekki tugi þúsunda, til að vinna í ferðaþjónustunni, eins og gert var í fiskvinnslunni, og stækka og reisa ný álver fyrir Íslendingana?! Störf við stóriðju höfða mun meira til karla en kvenna og hér er ekkert atvinnuleysi. Er nú ekki löngu kominn tími til að leggja áherslu á konur í þessu landi? Hins vegar vinna bæði karlar og konur í ferðaþjónustunni, að sjálfsögðu. Ferðaþjónusta fer stórum vaxandi hér, árlegur vöxtur hennar er gríðarlegur og störfum í þessari þjónustu fjölgar um mörg þúsund á ári. Stóriðja og ferðaþjónusta fara ekki saman, því byggja þarf stórvirkjanir og stór raflínumöstur út um allar koppagrundir til að koma nauðsynlegri raforku til stóriðjuveranna, sem valda þar að auki mengun. Erlendir ferðamenn koma ekki hingað til að sjá slíka hluti. Það er nóg af þeim í þeirra heimalöndum. Þeir koma hingað til að njóta óspilltrar náttúru sem lítið er af í þeirra heimabyggð. Raflínur út og suður spilla öllum sjónlínum til fjalla og jökla og hvorki íslenskir né erlendir ferðamenn vilja sjá slíka hluti.


Gríðarlega mörg fyrirtæki njóta góðs af fjölgun ferðamanna hér með beinum hætti, til dæmis Flugfélag Íslands en hjá þeim var 8% fjölgun farþega í fyrra, Icelandair, IcelandExpress, hótel, veitingastaðir og bílaleigur. Störf í ferðaþjónustu eru ágætlega launuð hér og með auknum fjölda ferðamanna hingað til lands yrði hægt að greiða enn hærri laun í ferðaþjónustunni, alveg eins og hægt yrði að greiða hærri laun í álverum ef eftirspurn eftir áli eykst. Hins vegar er alls óvíst hvernig hún verður í framtíðinni, því fyrr eða síðar verður farið að nota önnur efni í stað áls, ódýrari eða umhverfisvænni í framleiðslu. Auk þess verður að öllum líkindum skrifað undir nýtt alheimssamkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Danmörku árið 2009, eftir einungis tvö ár, og Kyoto-bókunin rennur út árið 2012. En að sjálfsögðu munum við halda áfram að nota hér rafmagn í einhverjum mæli, til dæmis tiltölulega ódýrt næturrafmagn til að hlaða rafbíla á nóttunum, en nú þegar hefur verið framleiddur rafbíll sem kemst upp í hundrað kílómetra hraða á nokkrum sekúndum. Þá mun Krossanesverksmiðjan og fleiri verksmiðjur framleiða umhverfisvænt eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann okkar. Mengun af umferð og fiskiskipum verður því mun minni í framtíðinni en nú er, enda þótt hún komi til með að aukast.


Við þurfum ekki á frekari stóriðju að halda hérlendis. Hér búa einungis 304 þúsund manns og ef íbúunum fjölgar um 1% á ári, eins og árið 2004, verðum við orðin 320 þúsund eftir fimm ár. Á Húsavik er ekkert atvinnuleysi og þar vinna margir útlendingar vegna þess að innfæddir Húsvíkingar hafa flutt í burtu og búa nú til dæmis í Reykjavík, þar sem þeir hafa keypt húsnæði og öll þjónusta er mun betri en á Húsavík. Það er mjög hæpið að þeir færu að taka sig upp með allt sitt hafurtask, selja húsnæðið, segja upp vel launaðri vinnu og flytja aftur til Húsavíkur til að vinna í álveri, bæði hjónin. Það þarf mörg hundruð manns til að halda álveri gangandi. Ekki dytti Dalvíkingum í hug í einhverri alvöru að reisa hjá sér álver eða svipuð kompaní. Þeir hafa þar til dæmis Sæplast og fullkomið frystihús, sem greiðir góð laun, er með góðan aðbúnað og með marga Íslendinga í vinnu. Á Húsavík hafa menn til dæmis tekjur af hvalaskoðun og enginn veit hversu miklu meiri tekjur okkar af ferðamönnum yrðu ef við veiddum enga hvali, því þessar veiðar okkar eru mjög óvinsælar um allan heim. Hvers vegna þá að taka þessa áhættu með veiðunum þegar ávinningurinn er enginn og menn hlæja að þessari heimsku, sem jafnvel sjálfur fríherrann Munchhausen hefði verið stoltur af?! Hversu mikil eru ruðningsáhrif heimskunnar?


Hingað munu koma erlendir ferðamenn, hvort sem við viljum það eða ekki. Við getum ekki bannað þeim það. Við höfum gert alþjóðlega samninga um heimsviðskipti og slíkt gengi ekki. Þá myndu aðrar þjóðir geta bannað okkur að ferðast til sín og hætta að kaupa af okkur fisk. Við gætum hins vegar sett einhvers konar aðgangskvóta á erlenda ferðamenn hér til að vernda náttúruauðlindir okkar, svipað og við höfum sett kvóta á aðgang að sjávarauðlindum okkar. Ferðamenn yrðu þannig að greiða tiltölulega hátt gjald til að sjá til dæmis Gullfoss og Geysi. Sumir væru tilbúnir að greiða slíkt gjald en aðrir ekki. Einnig gætu til dæmis rútubílstjórar innheimt sérstakt gjald af sínum farþegum fyrir að keyra þá að Dettifossi. Ef einhverjum finnst slíkt fáránleg hugmynd má benda þeim á að ef 1% Kínverja kæmi hingað til Bing Dao, Snjóeyjunnar sem þeir kalla svo, yrðu það 13 milljónir manna á ári, og velmegun vex nú geysilega ört í Kína og mörgum öðrum löndum í heiminum. Og ferðamennska vext geysilega ört á hverju ári um veröld alla, þrátt fyrir hörmungar og stríð í ákveðnum heimshlutum. Út vil ek.


Erlendir ferðamenn eru farnir að koma hingað í stórum stíl allt árið. Þeir fá sín frí allan ársins hring, þegar vetur er hér, er sumar á suðurhveli jarðar og víða í Asíu er regntími en ekki vetur. Ferðamennirnir vilja til dæmis sjá norðurljósin hér á vetrin, þannig að þau eru nú þegar margseld, sjá snjó, fara á skíði og snjóbretti, keyra upp á jökla og skemmta sér í Reykjavík. Og á sumrin vilja þeir sjá hér til dæmis hvali, miðnætursólina, ganga á fjöll, sigla á flúðum, spila golf, njóta næturkyrrðarinnar og fuglasöngsins, óspilltrar náttúru. Raforkuver, stóriðjur og raflínur út um allar þorpagrundir er ekki óspillt náttúra. Haldi einhver slíkt er það misskilningur. Fyrir nokkrum áratugum voru grafnir djúpir skurðir um landið þvert og endilangt en nú er verið að fylla upp í þá aftur. Slíkt er að sjálfsögðu einnig hægt að gera í Hafnarfirði, ef mönnum sýnist svo, en norður í Svarfaðardal voru slíkir menn kallaðir Bakkabræður og fór mörgum sögum af þeim.


Erlendir ferðamenn hér voru um 400 þúsund talsins í fyrra og gjaldeyristekjur af þeim voru þá samkvæmt Seðlabanka Íslands um 47 milljarðar króna, um 155 þúsund krónur á hvern einasta Íslending, þar sem við erum nú 304 þúsund talsins, eða sjö milljörðum, 18%, meira en árið áður. Ferðamenn eyða hér um 100 þúsund krónum hver og einn að meðaltali, samkvæmt Ferðamálastofu, og um 20% fleiri ferðamenn komu til landsins fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Haldi ferðamönnum áfram að fjölga hér með sama hraða verða þeir orðnir ein milljón talsins eftir fimm ár, árið 2012. Þá yrðu tekjur af þeim orðnar um 100 milljarðar króna á ári, um 300 þúsund krónur á hvern Íslending, helmingi meiri en nú, fjölgi okkur Íslendingum um 1% á ári, eins og árið 2004, en þá verðum við orðnir um 320 þúsund eftir fimm ár. Afleidd störf í ferðaþjónustu eru að sjálfsögðu fjölmörg. Margir vinna til dæmis við leiðsögu, leigubíla- og rútuakstur, sölu á veitingahúsum, börum og skemmtistöðum. Samkvæmt launakönnun VR í fyrra voru til dæmis meðallaun í gestamóttöku um 200 þúsund krónur á mánuði, starfsfólks hótela, veitingahúsa og ferðaskrifstofa um 260 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og í flutningaþjónustu 280 þúsund krónur og í flugsamgöngum um 300 þúsund krónur á mánuði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:22

17 Smámynd: Dofri Hermannsson

Guðmundur

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þótt samið verði um verð á rafmangni í nýja álverið til 20 ára núna þá er ekki mjög líklegt að nýja álverið fari eftir 20 ár, er það ekki?

Auðvitað ekki - það verður samið upp á nýtt, svo báðum líki. Alveg eins og verður gert eftir 7 og 14 ár þegar þeir hlutar raforkusamninga við núverandi álver eru lausir.

Þetta er öllum ljóst sem hugsa málið aðeins lengra. Þess vegna er hræðsluáróður ykkar álversmanna (ert þú á launum hjá Alcan?) svo dapurlegur. Hann er gegnsær.

Það eru til mörg ágæt rök fyrir því að stækka álverið þó rökin á móti því séu að mínu mati mun fleiri. Getur þú og lagsbræður þínir ekki bara látið þau standa fyrir ykkar málstað? Þarftu að beita hræðsluáróðri, hræða fólk um að það eða ættingjar þeirra missi vinnuna? Það er aumur málstaður sem þarf á svona skröki að halda.

Dofri Hermannsson, 21.3.2007 kl. 21:36

18 identicon

Ó, þá náð að eiga álver,
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu í álsins skaut.
Ó, það slys því hnossi að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt'ei varpa
von og sorg í álsins skaut.

Eigir þú við böl að búa,
bíðir freistni, sorg og þraut,
óttast ekki, bænin ber oss
beina leið í álsins skaut.
Hver á betri hjálp í nauðum?
Hver á slíkan vin á braut,
hjartans vin sem hjartað þekkir?
Höllum oss í álsins skaut.

Ef vér berum harm í hjarta,
hryggilega dauðans þraut,
þá hvað helst er stærra álver
hjartans fró og líknar skaut.
Vilji bregðast vinir þínir,
verðirðu einn á kaldri braut,
flýt þér þá að halla og hneigja
höfuð þreytt í álsins skaut.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:40

19 identicon

Sæll Ómar,

Mér líst illa á að þú látir seiðkonuna Margréti draga þig uppí ból sitt, eins ókyrr hún er í skoðunum sínum. Í gær fer hún geyst sem stuðningsmaður alþingis götunnar og skilur ekkert í því af hverju Hæstiréttur sleppti olíuforstjórunum (en ég þekki engan þeirra) og er stór hneyksluð. Ergo, Hæstiréttur átti auðviað að dæma eftir vilja götunnar, sem hrópar blóð-blóð, skilji gatan ekki lögin. Nei, þetta er kona í ætt við Arnþrúði nokkra Karlsdótur, sem sér meinsæri og samsæri í öllum gjörðum hægri manna og fegurðina miklu í vinstra genginu öllu.

Ég bara vona, þín vegna, að það sé ekki of seint fyrir þig að komast út úr þessu sambandi en eitt veit ég fyrir víst að þú ert hátt yfir þetta götufólk hafinn og munt ekki eiga lund til þess að starfa með því nema stutta stund, sem ég vona að liðin sé nú þegar.

Gangi þér allt í haginn.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:06

20 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

" Fáir virtust taka eftir því að Ingibjörg Sólrúnsagði á Stöð tvö í gærkvöldi...,,

Ómar.  Fáir virtust taka eftir því að Ingibjörg Sólrún segir yfir höfuð!!!

Hlynur Jón Michelsen, 22.3.2007 kl. 18:00

21 identicon

Alusuisse hóf álframleiðslu í Chippis í Valais í Sviss árið 1908. Hundrað árum síðar er fyrirtækið enn að. Þessi framleiðslutækni úreltist ekki hraðar en svo. Auðvitað heldur Alcan áfram í Straumsvík eins lengi og þeim er vært. Fabrikkan er löngu afskrifuð og malar gull. Dettur e-m í hug í alvöru að Alcan fari að slátra einni bestu mjólkurkúnni þótt þeir tapi þessum kosningum? Ef þeir tapa gerist ekkert annað en að Rannveig verður svolítið lúpuleg í næsta dinner með hinum stjórunum. Það er allt og sumt.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:13

22 identicon

Besta vopn andstæðinga sf er isg. Ég vona hún verði i mörgum viðtölum og skrifi margar greinar fyrir kosningar þá aukast verulega líkurnar að stjórnin haldi velli.

Óðinn (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:04

23 Smámynd: Björn Heiðdal

Ef við Íslendingar ætlum að sjá heiminum fyrir áli þarf að spýta duglega í lófana jafnvel skíta í þá.  Sú drulla sem kemur úr lóninu mun efla menningu og hagvöxt næstu 1000 ár.  

Ingibjörg er nú ekki beint sexy en stundum fær maður ekki sætustu stelpuna með sér heim og verður að láta aðra duga sem gerir sama gagn.  Geir Hilmar Haarde og Ingibjörg væru góð saman. 

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband