Dæmalaus hegðun og óútreiknanleg.

Það er ekki vitað til að í nokkurri eldstöð á Íslandi hafi orðið margra mánaða langa skjálftahrina af því tagi sem Bárðarbunga hefur boðið upp á frá því í ágúst.

Að vísu skortir mælingar frá fyrri tíð hvað snertir Bárðarbungu sjálfa en það er einn hlutinn af þeim skorti upplýsinga sem hamlar því að hægt sé að spá um framhald umbrotanna þar. 

Engum datt Holuhraun í hug þegar skjálftahrinan hófst, enda hölluðust menn þá frekar að því að Holuhraun væri hluti af eldstöðvakerfi Öskju. 

Þess vegna veltu menn vöngum yfir fjölmörgum öðrum möguleikum, svo sem gosum í Bárðarbungu, á Dyngjuhálsi, í Gjálp, eða í eldstöðvakerfinu sem liggu í suður frá Bárðarbungu allt suður í Hrafntinnusker. 

Og allir þessir möguleikar með möguleikum á stórhlaupum á fimm vatnasviðum eða hraunrennsli í tvær höfuðáttir eru enn inni í myndinni. 

 


mbl.is Ekki hægt að útiloka gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband