Neyðin kennir naktri konu að spinna ?

Það eru ekki mörg ár síðan fátt virtist vera á döfinni sem gæti leyst orkuvanda mannkyns, sem mun aukast með vaxandi hraða á þessari öld, verði ekkert að gert. 

Eftir kjarnorkuslysið í Fukushima sló verulega allar vonir um aukna kjarnorkuframleiðslu enda ljóst, að úraníum er álíka takmörkuð og jarðefnaeldsneytið og kjarnorkuúrgangurinn vaxandi vandamál. 

Geymsla rafmagns í rafknúnum tækjum virtist geta stöðvað möguleika á að rafvæða samgönguflotann. Lithium er takmarkað á jörðinni og klárast á nokkrum áratugum ef rafvæðingin verður mikil. 

Lífrænt eldsneyti krefst mikilla akra sem þar af leiðandi nýtast ekki til fæðuframleiðslu fyrir soltið mannkyn. 

Nýting vetnis sem orkubera virtist ekki á döfinni.

Fundur nýrra olíulinda á norðurslóðum varð til þess að menn fengu glýju i augun.  

Fyrir nokkrum árum virtust menn ætla að fljóta sofandi að feigðarósi í stað þess að virkja vísindi og fjármagn til að finna lausnir. 

Þeir sem framleiddu og dreifðu olíuvörum og jarðefnaeldsneyti litu skiljanlega á aðra orkugjafa sem ógn við hagsmuni sína.

En nú virðist alþjóðasamfélagið vera að taka við sér. Ástæðan er sú að menn sjá staðreyndir sem ekki er lengur hægt að leyna og að það verður að gera eitthvað í málunum. 

Nú sjá menn möguleika á að nota þóríum í stað úraníums til framleiðslu kjarnorku, en það er miklu hreinni og hættuminni framleiðsla og 

Vinnsla nýrra olíulinda verður æ dýrari og jafnvel þótt "bergbrot" (fracking) létti á ástandinu er það aðeins tímabundið.

Nú sjá menn möguleika á að nota þóríum í stað úraníums til framleiðslu kjarnorku, en framleiðsla með þóríum mun vera miklu hreinni og hættuminni framleiðsluaðgerð auk þess sem þóríum mun endast margfalt lengur. 

Nýjar aðferðir við gerð rafgeyma eru handan við hornið. Og undraefnið grafín vekur miklar vonir auk mikilla framfara í gerð sólarsella sem margfalda orkunýtinguna. 

Já, neyðin kennir naktri konu að spinna og kennir vonandi mannkyninu að nota hugvit sitt og kjark til að leysa orku- og fæðuvanda mannkynsins. 

   

 


mbl.is Grafín gæti framleitt hreina orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"..eru handan við hornið" Hornið sem við komumst fyrir eftir nokkra daga, nokkur ár eða nokkrar aldir. Eða eins og áður hefur verið bent á: Það er ekki liðin tíð að trúgjarnir bjartsýnismenn lofi framfarir og geri framtíðarspár án þess að hlusta á mótrökin. Kjarnorka, metan-vetnis-alkohol-og rafbílar, kraftaverkalyf, kaldur samruni og svo má lengi telja. Trúin á óskeikulleika vísindamanna og að vandamálin sem við blasa séu svo auðleist að óþarfi sé að taka þau með í reikninginn er sterk hjá mörgum. Því spretta fram gaurar sem hlægja að bjartsýni forveranna en gerast samt sjálfir sekir um sömu blindu og undrast að þjóðir skuli ekki vilja hinkra eftir komandi kraftaverki.

Frá orkukreppunni 1973 hefur ómældum fjármunum verið varið til að finna lausnir. Lausnirnar voru "handan við hornið" og á nýrri öld áttum við að vera löngu orðin mengunarlaus með óþrjótandi orku og mat.

Þóríum var fyrst prufað til raforkuframleiðslu 1954 og raforkuver sem notaði þóríum var í gangi frá 1965 til 1969. Í dag vinna 13 ríki og fjöldi fyrirtækja að þróun þóríum vera. Eftir yfir 60 ára vinnu er þóríum orka rétt "handan við hornið", eins og hún hefur svo lengi verið.

Það er verið að leysa orku- og fæðuvanda mannkynsins. Ekki með draumum um að lausnin sé alveg að koma heldur með þeirri tækni sem við höfum. Þú færð hveitið með skipi sem brennir olíu vegna þess að þú sættir þig ekki við að svelta þartil fljúgandi þóríumknúnir flutningaprammar færa þér mat án þess að menga. Á meðan dælt er upp olíu borðar þú, á meðan við seljum raforku hefur þú lækna. Láttu okkur vita þegar þú telur þig hvorugt þurfa.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 22:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 úraníum er álíka takmörkuð og jarðefnaeldsneytið ..."

Verið er að þróa nýjar aðferðir við vinnslu uraníums úr sjó. Enn sem komið er er það of dýrt en efnið er til staðar fyrir notkun mannkyns á kjarnorku í mörg hundruð eða þúsundir ára. 

Það er of snemmt að afskrifa kjarnorkuna enda frábær orkugjafi, en vandamálið er auðvitað úrgangurinn og öryggið. Reyndar er öryggið mikið og ekki hægt að bera saman við Chernobyl. Fukushima voru einstakar náttúruhamfarir.

Hér er fróðleikur um uranium: http://en.wikipedia.org/wiki/Uranium

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2014 kl. 23:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... á meðan við seljum raforku hefur þú lækna ..."

Ég hélt að læknarnir væru annað hvort að flytjast til útlanda eða fluttir þangað.

Þorsteinn Briem, 2.12.2014 kl. 23:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.12.2014 (í dag):

Rafbíllinn Nissan Leaf brátt með 400 km drægni

Hringvegurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar er 388 km.

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 12:04

5 identicon

Alltaf er spáð í orkuskorti. En vilji maður vera bölsýnn, þá er fosfórskortur "handan við hornið". Alvarlegar afleiðingar, og mögulega bara ein lausn í sjónmáli....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband