3.12.2014 | 19:57
Án kunnáttufólks eru húsin lítils virði.
Þótt skortur á húsnæði og tækjum og viðhaldi þeirra séu stór hluti af vandanum í heilbrigðiskerfinu yfirskyggir eitt atriði þó allt annað. Það er vaxandi skortur á hæfu fólki til að vinna inni í þessum húsum og nota þessi tæki til að bjarga heilsu og lífi sjúklinganna.
Þessu fólki mun halda áfram að fækka ef launa- og starfskjör verða áfram eins og þau hafa verið.
Sumir kjósa að tala um hótanir af hálfu lækna varðandi það að þeir muni hætta störfum eða flytja til útlanda ef kjör þeirra verði ekki bætt verulega. Og tala um að læknar séu hálaunastétt.
En þá er horft fram hjá því að laun lækna hér á landi eru svo miklu lægri en í nágrannalöndunum og starfskjör þeirra svo mikið verri, að tal um hálaunastétt er út í hött, - í raun eru þeir láglaunastétt miðað við starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum sem eru á sama atvinnusvæði og Ísland og frjálst flæði á milli fyrir launþega.
Í því felst hættuleg afneitun að viðurkenna ekki ástandið eins og það raunverulega er. Svonefndar "hótanir" lækna hafa nefnilega ekki valdið þeim atgervisflótta sem þegar er staðreynd og sést á því að nýliðun er nær engin í greininni, þeir sem starfa eldast og hætta jafnt og þétt vegna aldurs og hundruð íslenskra lækna starfa erlendis.
Læknar eru einfaldlega að benda á merg málsins, að batni kjör þeirra ekki, er ekki hægt að forða heilbrigðiskerfinu frá hruni nema að skellum landinu í lás og setjum íslenska lækna í farbann. Sem er auðvitað fjarstæða.
En það er líka fjarstæða að halda að hægt verði að halda lengur áfram á þeirri braut sem farin hefur verið. Um líf og heilsu landsmanna er að tefla og því er hægt að taka undir þau orð forsætisráðherra að þjóðarsátt þurfi til þess að forgangsraða í kjaramálum.
Því að fyrir lækna er það engin lausn að allt kaupgjald í landinu hækki til samræmis við launakjör þeirra, - þá mun verðbólga éta upp allar launahækkanirnar, þeirra á meðal hækkun launa hjá læknum og allt fara í sama farið og fyrr.
Sjúklingar deyja að óþörfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru örugglega margir hámenntaðir læknar frá Indlandi og öðrum stöðum sem vildu starfa hér á þeim kjörum sem læknar hér búa við en fá ekki vegna þess að íslenskir læknar standa saman og sjá til þess að aðrir fá ekki að starfa hérá landi.
Læknar hér á landi vilja fá laun eins og þau eru hæst borguð í heiminum frá ríkjum Noregi sem er eitt ríkasta land í heiminum og varð ekki fyrir hruni eins og við máttum þola.
Það á alls ekki að líðast það að þeir fái einhverja umfram hækkun miðað við aðra starfandi stéttir hér á landi.
En svo er það annað mál að það mætti leggja peninga í það að bæta aðstæður þeirra, eins og tækjakost og vinnuskilyrði. Það er það sem ég held að ríður mest á því að bæta.
Læknar eru engir Guðir, þeir eiga bara að fá sömu hækkun og aðrar stéttir. Í gegnum skattakerfið hefur Pétur og Páll, verkamaður, bankamaður eða forstjóri borgað að mestu skólagöngu þeirra.
Ef einhver dugur er í forsætisráðherra þá á hann að setja lög á þá og ef þeir hætta þá er örugglega hægt að ráða fullframbærilega útlendinga á íslenskum launakjörum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 21:28
Íslenskir læknar greiða sína skólagöngu með námslánum og háum sköttum af sinni vinnu.
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 21:45
Það greiða allir háa skatta á Íslandi. Aðrar stéttir taka líka námslán ef þeir þurfa þess með.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 21:49
Þeir sem eru einungis með grunnskólapróf eða stúdentspróf þurfa ekki að greiða af námslánum.
Búið er að ráða útlendinga í lálaunastörf hér á Íslandi, til að mynda fiskvinnslu, ræstingar og umönnunarstörf.
Og nú vill Sjálfstæðisflokkurinn einnig ráða útlendinga í íslensk "hálaunastörf".
Íslensk störf eru einfaldlega langflest eða öll illa launuð miðað við laun í öðrum löndum Norður- og Vestur-Evrópu og öll nauðsynleg útgjöld hérlendis.
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 22:06
Láglaunastörf, átti þetta nú að vera.
Íslenskir læknar greiða nokkra tugi þúsunda króna af námslánum á mánuði og nokkur hundruð þúsund krónur í útsvar og tekjuskatt.
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 22:11
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 22:13
En tímakaupið 2013?
Og eru atvinnuleysisbætur reiknaðar inn í tímakaupið???
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 22:52
Laun hér á Íslandi hafa lítið hækkað frá árinu 2010 miðað við verðbólgu.
Atvinnuleysisbætur eru ekki laun.
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 23:06
Sæll Ómar.
Ef þetta snýst um að þeyta hjóbörufylli af
gulldúkötum yfir Landspítalann og alla þá sem þar
vinna þá vona ég að helftin af því gangi til
skúringafólks en svo virðist sem þar hafi ýmislegt
farið illilega úrskeiðis og grunur um að svo sé víðar í
samfélagi okkar.
Það er hlutverk okkar allra að þetta samfélag fái risið
úr þeirri öskustó sem það er í og það gerist ekki nema
allir taki hlutdeild í því og að til kjarasamninga sé gengið
af sanngirni hvort heldur við lækna eða verkafólk;
hvorirtveggju af holdi og blóði að mörgum hefur sýnst
og magarými eitt.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 23:19
"Jafnvirðisgildi (PPP: Purchasing Power Parity) er notað til að færa landsframleiðslutölur til sambærilegs verðlags í ýmsum ríkjum.
Einnig notað til að bera saman hlutfallslegt verðlag milli landa.
Jafnvirðisgildi er umreikningstala fyrir mismunandi gjaldmiðla notuð í stað gengis.
Jafnvirðisgildi sýnir hve mikið þarf í gjaldmiðlum einstakra ríkja til að kaupa sama magn vöru og þjónustu í öðrum löndum."
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 23:20
"Purchasing Power Parity (PPP) is measured by finding the values (in USD) of a basket of consumer goods that are present in each country (such as orange juice, pencils, etc.).
If that basket costs $100 in the US and $200 in England, than purchasing power parity exchange rate is 1:2."
"For example, suppose that Japan has a higher GDP per capita, ($18) than the US ($16).
That means that Japanese on average make $2 more than normal Americans. However, they are not necessarily richer.
Suppose that one gallon of orange juice costs $6 in Japan and only $2 in the US. The Japanese can only buy 3 gallons while the Americans can buy 8 gallons.
Therefore, in terms of orange juice, the Americans are richer.
The US has a GDP (PPP) of $14 while Japan has a GDP (PPP) of $12. The GDP exchange rate is 14:12 or 7:6."
"Now apply this to daily life. The orange juice represents the previously mentioned "basket of goods" which represents the cost of living in a country.
Therefore, even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 23:23
Jæja. Svo hér verða bara milljarðamæringar og svo erlendir þrælar. Allt í boði sjálfgræðgisflokksins.
Unnið í því á fullu að stúta þeim sem er ekki hægt að flæma burtu.
(s.s öryrkjar, aldraðir o.fl)
Já. maður hreinlega veltir fyrir sér, hvort að það hafi verið partur af planinu þegar vinavæðingin hófst. (og er að enda núna með einkavæðingu sjúkrahúsana.)
Jæja, fokkit. Farinn út á heitar og fallegar strendur.
Hvað er ísland annað en fólkið á staðnum?
Og hér er of mikið af siðblindingjum.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.