5.12.2014 | 07:52
Sem sagt: Lón gæti myndast.
Sé líklegasta framvinda gossins í Holuhrauni sú sem viðruð var á síðasta fundi Vísindaráðs Almannavarna, að hraunflæðið haldi þar áfram enn í nokkra mánuði, er hugsanlegt að upp komi sú staða að lón myndist við það að hrauni nái að stífla Jökulsá á Fjöllum líkt og sýnt var á korti á facebook síðu minni fyrir nokkrum vikum og ég bregð aftur upp á síðunni núna.
Eins og er hækkar Baugur rólega og hleður hrauninu upp í kringum útfallið til þriggja átta í stað þess að hið sjóðheita og þunnfljótandi hraun æddi allt norður undir Vaðöldu fyrstu vikurnar.
Enn er talsvert rými fyrir nýtt hraun á sléttunni norðaustur af Jökulsárflæðum, en það er ekki óendanlegt og það eru takmörk fyrir því hve lengi hraunið getur hlaðist upp.
Þess vegna er óvissan um framvinduna enn ansi mikil, að ekki sé talað um það sem enn getur gerst í Bárðarbungu sjálfri eða undir jöklinum.
En hvort sem lón myndast eða ekki er Jökulsá það stórt og aurugt vatnsfall á sumrin, að um síðir myndi hún ævinlega hafa vinninginn og ryðjast þannig fram í nýjum farvegi að lónið eða lónin tæmdust.
Þriðja stærsta hraun jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.