Sem betur fer er til mynd af atvikinu.

Konan, sem hrækti svo útúrdrukkin, að hún stóð varla í fæturna, á lögreglumann, og hlaut að sjálfsögðu dóm fyrir, var ekkert tilefni til þess að lögreglumaðurinn beitti hana svipuðum brögðum og tökum og hann væri í hringnum með Gunnari Nelson.

Sem betur fer er til kvikmynd af atvikinu sem sýnir að því miður lét lögreglumaðurinn skap sitt hlaupa með sig í gönur og fór langt fram úr lögskipuðu meðalhófi í athöfnum sínum.

Íslenskir lögreglumenn eru upp til hópa stillingarmenn og seinþreyttir til átaka og þetta atvik var sem betur fer undantekning, eins og blasir við öllum, sem horfa á það á mynd.   


mbl.is Engu óþarfa ofbeldi beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lifir í gamla tímanum þegar konur stóðu prúðar við vaskinn og fóru stundum aðeins yfir strikið í sérríinu. Í dag æfa þær bardagaíþróttir, bryðja stera og lyfta olíutunnum. Og þó þær líti sakleysislega út þá geta þær verið hættulegar undir áhrifum. Fyrsta regla og það er ekkert meðalhóf sem gildir: ekki vanmeta andstæðinginn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 14:20

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hábeinn: Ertu virkilega að segja að lögreglumaðurinn gæti mögulega hafa átt von á að þessi kona gæti haft hann undir í átökum?

Teitur Haraldsson, 5.12.2014 kl. 14:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar eru hríðskotabyssur Sjálfstæðisflokksins og "Kristilega" flokksins?

Ég er viss um að þær voru hér í gær.

Þorsteinn Briem, 5.12.2014 kl. 14:25

4 identicon

"17 mánuðir eru frá því at­vik máls áttu sér stað"

Hvað taka þá mál þar sem engin mynd af atvikinu er til langan tíma

Grímur (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 14:58

5 identicon

Teitur, átti hann að láta á það reyna? Ég þekki litla og létta konu sem gæti haft flesta karlmenn undir og gert þá að öryrkjum. Útlitið segir ekkert.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 15:41

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þykir einhverjum afsakanlegt að hrækt sé á sig?  Ef svo, hvenær þá?

Kolbrún Hilmars, 5.12.2014 kl. 16:05

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Manni sýnist viðbrögð lögreglumannsins full harkaleg, en stundum er betra að hafa snör handtök til að koma í veg fyrir að fólk skaði aðra eða sjálft sig.

Lögreglumenn vita aldrei hverju drukið fólk tekur upp á og þeir vita ekki fyrirfram hvort viðkomandi hafi einhverskonar vopn á sér. Þegar drukkið fólk er með ógnandi tilburði, þá ætlumst við til að lögreglan taki viðkomandi úr umferð og þá breytir kyn viðkomandi engu máli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2014 kl. 16:28

8 identicon

Grímur sambærileg atvik sem sem ekki eru til myndbönd af komast sjaldan fyrir rétt,Kolbrún ég hef starfað á vettvangi þar sem nokkrum sinnum kom upp að hrækt væri á mig (Dyravarsla)aldrei fannst mér nokkur þörf á beitingu ofbeldis við úrlausn þeirra mála,um var að ræða ölvaða einstaklinga sem misstu sig í augnabliksæði og engin ógn gat talist af

valdi (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 18:02

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hún var ekki berfætt, ólétt og inni í eldhúsinu, eins og hún hefði átt að vera. Það var augljóslega þörf á öllu því ofbeldi sem hún var aðnjótandi að, og hefði mátt vera miklu meira. Það hefði hjálpað henni til að skilja sinn sess í tilverunni. Vonandi hefur hún núna tekið sönsum.

Hörður Þórðarson, 5.12.2014 kl. 18:31

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki ætla ég að afsaka framkomu konunnar, en það er augljóst öllum sem vilja sjá að viðbrögð lögreglumannsins voru úr hófi fram. Þeir sem hér halda því fram að ekki sé allt sem sýnist, og að sakleysislega útlítandi fólk geti kunnað ýmislegt fyrir sér og verið stórhættulegt, ættu að hafa það í huga að slíkt á augljóslega ekki við íþessu tilviki. Þessi sem kærður var sat undir stýri og var fjarri því einn, eða í þannig aðstæðum að honum stæði slík ógn af að ástæða væri til að beita þeim valdbeitingum sem myndbandið sýnir. það voru líka 2 aðrir lögregluþjónar í bílnum, sem mátu aðstæður með allt öðrum hætti. Það tekur seinni lögreglumanninn, konuna, 18 sekúndur að koma sér út úr bílnum og labba félögum sínum til "aðstoðar" og þá er konan komin í járn. Ekki var nú hættan meiri en svo.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.12.2014 kl. 18:58

11 identicon

Í BNA hefði hún bara verið plöffuð niður.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 07:01

12 Smámynd: Teitur Haraldsson

„Ég hefði misst stjórn á mér“

Mér finnst það ekkert skrítið að hann haf i misst stjórn á sér.

Málið er að hann má það ekki. Það er ÞAÐ EINA sem gerir lögguna betri en okkur.

Teitur Haraldsson, 7.12.2014 kl. 04:38

13 identicon

Það er ekkert sem gerir lögregluna betri en okkur!

En að því sögðu þá ætlumst við til þess að þeir hafi meiri stjórn á sér og aðstæðum sökum þjálfunar heldur en "venjulegir" einstaklingar.

Karl J. (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband