7.12.2014 | 11:14
Stórlækkun olíuverðs er aðalmálið. Dæmið um ráðskonuna.
Misvísandi tölur birtast nú um efnahagsástandið hér á landi. Undanfarna mánuði hefur verið sungið mikið um gott ástand, minnstu verðbólgu í fjölmörg ár, vaxandi kaupmátt, mesta hagvöxt í Evrópu, aukna neyslu og velmegun. Á þetta allt að hafa verið að þakka stjórnvöldum landsins.
Síðan birtast allt í einu tölur um að fyrri hluta þessa árs hafi þjóðarframleiðslan minnkað og hér verið efnahagslægð að því leytinu til.
En allt getur þetta staðist og er aðeins háð forsendunum fyrir tölunum. Hægt er að nefna einfalt dæmi og giska á hvers vegna það gæti staðist.
Ráðskona, sem hefur verið í vinnu hjá einhleypum bónda einum og séð um börn hans og heimili tekur upp ástarsamband við hann og stendur það í nokkur ár, en að öðru leyti eru hagir þeirra eins og fyrr, hann borgar henni kaup fyrir vinnu sína við húshaldið og þau eru gefin upp til skatts.
Síðan ákveða þau að gifta sig en að öðru leyti breytist ekkert, þetta er bara formsatriði.
Og þó hefur þetta sérkennileg áhrif á efnhagsreikning þjóðarinnar.
Nú gefa þau tekjurnar af búrekstrinum upp til skatts sem sameiginlegar tekjur.
Þetta hefur þau áhrif á þjóðarbókhaldið að tekjur þjóðarbúsins minnka og hagvöxturinn minnkar.
Ástæða þess að hér er aukin neysla um þessar mundir er fyrst og fremst sú að olíuverð í heiminum hefur stórlækkað og útgjöld þjóðarbúsins vegna innkaupa á eldsneyti hafa minnkað mög mikið.
Sú minnkun kanna að vera meiri en minnkun þjóðarframleiðslunnar og þar með hefur myndast möguleiki á betri afkomu, þrátt fyrir minni þjóðarframleiðslu.
Síðan er hægt að möndla með hagvöxtinn með þvi að þjóðin láni stórum hluta af sjálfum sér peninga í formi skuldaleiðréttingar til þeirra sem hafa mesta möguleika á að nota féð til að auka neyslu sína.
Bílar seljast til dæmis mun betur en fyrr og mikill vöxtur er í sölu dýrra bíla.
En peningarnir, sem komast með þessu í umferð, detta ekki af himnum ofan eða byggjast á aukinni þjóðarframleiðslu, heldur munu þeir að mestu leyti koma í gegnum sameiginlega sjóði landsmanna og frá bankakerfinu að hluta.
Morgan Stanley: Olíuverð mun lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Morgan Stanley spáir því að olíuverð muni lækka á komandi árum. Þá spái ég því að olíuverð muni hækka í öfugu hlutfalli hér á Íslandi á komandi árum. Þannig er það, hefur alltaf verið og verður alltaf. Það heitir séríslenskar aðstæður sem enginn skilur reyndar, ekki heldur þeir sem flagga því alltaf.
corvus corax, 7.12.2014 kl. 12:26
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 15:35
Sjálfstæðisflokkurinn gengur af göflunum þegar undirritaður minnist á innflutning á rafbílum til að ónýtt raforka á næturnar komi að notum og minnki innflutning á bensíni.
"Á hverju á flokkurinn þá að lifa?!"
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 15:45
Fyrir allar kosningar gapir Sjálfstæðisflokkurinn um skattalækkanir en telur það nú bjarga heimilunum að hækka skatta á mat sem allir þurfa að kaupa fyrir hvern dag allan ársins hring.
Og jafnvel árum saman.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 15:55
"In the European Union, full-time employees in Romania worked the longest actual weekly hours in their main jobs in 2010 - 41.3 hours.
They were followed by employees in Luxembourg (40.8), the UK, Poland, Germany, Bulgaria (40.5), Estonia and the Czech Republic (40.4).
Employees in Finland worked the shortest hours - 37.8 hours."
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 16:51
Steini undrast að einhver skuli ekki vilja spara innflutning á bensíni. Hann vill að allir kaupi batterí á 10.000 dollara svo hægt sé að sleppa innflutningi á 5000 dollara virði af bensíni. Það kallar steini gáfnaljós sparnað. Steini gáfnaljós hefur verið á sterkum geðlyfjum síðan hann féll í stærðfræði í barnaskóla.
Róbert (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 19:05
Ekki vantar hér svívirðingarnar frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins, frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:22
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014:
Samfylking 20%,
Björt framtíð 13,5%,
Vinstri grænir 14,5%,
Píratar 8%.
Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:28
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan LEAF 2015
Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:30
3.12.2014:
Rafbíllinn Nissan Leaf brátt með 400 km drægni
Hringvegurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar er 388 km.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:31
11.10.2014:
"Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL segir rafbílana hafa sannað sig við íslenskar aðstæður og um leið og gæðin aukist fari verðið smám saman lækkandi.
Nýjasta viðbótin við rafbílaflotann er Kangoo-rafbílar frá Renault. "Fimmtán bílar eru á leiðinni og þeir eru allir þegar seldir," segir Skúli.
Hann segir rafbílana hafa meiri kraft, togið komi strax við lágan snúning og Kangoo-rafbílarnir séu sérlega góðir og hagkvæmur kostur fyrir vörusendingar innanbæjar.
"Með mjög mikilli varkárni má reikna með að þessir bílar geti af miklu öryggi farið 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köldustu aðstæður, sem er meira en nóg fyrir fjölmargar daglegar ferðir frá einum enda höfuðborgarsvæðisins til annars en við bestu aðstæður fara þessir bílar 140 km á hleðslunni," segir Skúli.
"Þessir bílar eru fljótir að hlaða sig, til dæmis er hægt að stinga bílnum í samband nærri tómum þegar sendlarnir fara í hádegismat og vera með næga hleðslu til að endast út vinnudaginn þegar matarhléinu er lokið," segir Skúli.
Rafbílarnir hafa sannað sig við íslenskar aðstæður
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:32
Gæti best trúað að "Róbert" sé einn af vesalingum Sjálfstæðisflokksins sem vill endilega fá starf á skítalaunum í einu af álverum flokksins.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:45
Vá, ef maður kann að reikna þá verður maður sjálfkrafa einn af vesalingum Sjálfstæðisflokksins sem vill endilega fá starf á skítalaunum í einu af álverum flokksins. Lyfjaknúin ályktunarhæfni uppá sitt besta.
Róbert (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 20:19
Þú kannt greinilega ekki að reikna, "Róbert", enda þótt þú ásakir aðra fyrir það og geðveiki.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 20:24
Farðu nú ekki að grenja. Dæmið er margreiknað og það er ástæðan fyrir því að snobb, og umhverfisvernd eru megin ástæður rafbílakaupa en ekki hagkvæmni.
Róbert (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 21:03
Að sjálfsögðu finnst "Róberti" kaupendur og notendur rafbíla vera fáráðlingar, þar á meðal tugþúsundir Norðmanna, sem þykir skynsamlegt að kaupa rafbíl.
Og harla ólíklegt að þeir sem hafa keypt hér á Íslandi Kangoo-rafsendibíla frá Renault hafi gert það "til að bjarga náttúrunni".
Mun líklegra er að þeir hafi keypt þessa bíla til að minnka rekstrarkostnað hjá sínum fyrirtækjum.
Það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur "margreiknað" að borgi sig ekki hefur margborgað sig í öllum tilfellum.
Skammastu svo til að skrifa hér undir nafni og kennitölu, fyrst þér þykir nauðsynlegt að ásaka hér aðra um geðveiki.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 21:22
Um 18 þúsund rafbílar seldir í Noregi á þessu ári, 2014
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 21:26
Renault-Nissan hefur selt 200 þúsund rafbíla
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 21:29
Sjálfstæðisflokkurinn setti öll sín fyrirtæki á hvínandi kúpuna með gríðarlegum lántökum "í góðæri flokksins" fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu hafði flokkurinn margreiknað að það margborgaði sig.
Og SÍS Framsóknarflokksins fór sömu leið.
Það margborgaði sig, enda margreiknað af flokknum.
Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 21:47
Oil prices falling, who suffers? - Tony Gosling on West economic warfare vs Russia
https://www.youtube.com/watch?v=y7xsC89TqWY
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 23:10
ég er búinn að kaupa mer rafbil olíuverðið a eftir að rjúka upp,gæti kansii tekið 12 mánuði kver veit
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 23:14
Allt fram yfir 1960 var stærstu hluti íslenskra húsa hitaður upp með kolum eða olíu. Nú er notkun þessa jarðefnaeldsneytis sem betur fer að mestu liðin tíð.
Þess vegna þarf dálítið mikið til að berjast gegn því að dregið sé úr notkun jarðefnaeldsneytis fyrir bíla og skip á sama tíma og við eigum sjálf í landinu hreina og endurnýjanlega orkugjafa í stað tóms jarðefnaeldsneytis.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2014 kl. 00:05
Ef þurft hefði að kaupa innfluttan tank upp á þriðjung af verði hússins við það að skipta yfir í hitaveitu hefði andstaðan sennilega orðið nokkuð hörð. Margir væru enn að nota kol og olíu og hinir að bíða eftir að komast á slétt. Skiptingin gekk vel vegna þess að allir voru að hagnast. Það á ekki við um rafbílana.
Meðan sparnaður almennings er óverulegur í besta falli og tap ríkisins verulegt verður einhver andstaða við það að sóa fé í rafbíla. Rafbílar eru e.t.v. framtíðin, en framtíðin er ekki komin og verðið er enn þannig að ríkið og þjóðfélagið er að borga með þeim. Í góðæri væri það í lagi, en þegar við höfum ekki efni á að reka heilbrigðiskerfi þá er ekkert vit í því að dæla auka gjaldeyri í rafbílaframleiðendur og gefa eftir tekjur ríkisins af þessum ökutækjum og akstri þeirra. Rafbílar eru lúxus.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.