9.12.2014 | 17:15
Ekki svona slæmt síðan 1995 ?
Á undan snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fóru alveg dæmalaus slæmar veðurspár, sem gengu eftir.
Vindáttin var að vísu norðvestanstæðari en spáð er nú, ásamt gífurlegri snjókomu, sem varð til þess að snjóflóðin féllu á þessar byggðir og voru miklu stærri en áður hafði þekkst.
Ég minnist þess ekki að hafa séð svona slæma veðurspá fyrir Vestfirði síðan þá.
Það þarf ekki að þýða að önnur eins snjóflóð falli núna og 1995, og þar að auki er búið að gera ráðstafanir með snjóflóðavörnum, rýmingaráætlunum og niðurfellingu vetrarbyggðar þar sem það á við.
Í aðdraganda Súðavíkursnjóflóðsins var spáð versta veðrinu á Norðvesturlandi, og því fór ég kvöldið áður akandi upp á Laxárdalsheiði til þess að vera kominn tímanlega á svæðið.
Víst varð snælduvitlaust veður þar en fyrir bragðið ekki hægt að komast þaðan fyrr en daginn eftir og þá var ljóst að veðrið hafði orðið illvígast á Vestfjörðum.
Þannig er ævinlega nokkur óvissa um það hvar óveður, sem spáð er, verða verst, og einnig hvort þau verða skárri eða jafnvel verri en spáð er.
Vonandi fer þetta betur nú en á horfist þannig að þetta verði verst á Halamiðum, þar sem engin skip ættu að vera núna.
Ekki batnar spáin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...var spáð versta veðrinu á Norðvesturlandi, og því fór ég kvöldið áður akandi upp á Laxárdalsheiði til þess að vera kominn tímanlega á svæðið. "
Af hverju? Vildirðu láta bjarga þér?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.