9.12.2014 | 22:45
Fárviðrið komið á mörgum veðurstöðvum.
Fárviðrið, sem spáð var á Vestfjörðum er þegar þetta er skrifað komið á mörgum veðurstöðvum vestra.
Á sumum, eins og í Æðey er samfellt fárviðri eða 33 m/sek eða meira en á veðurstöðvum allt frá Bjargtöngum til Hjallaháls og Gjögurs er fárviðri í hviðunum.
Vindurinn komst í 47 m/sek í hviðum í Æðey klukkan 20:00 og fór yfir 40 m/sek á nokkrum öðrum stöðum. Það hefðu verið talin 14 vindstig í gamla skalanun.
Allt þetta og meira er hægt að sjá á vedur.is.
Sjáðu fárviðrið í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.