Endurnýjun lífdaga merkilegs húss og samkomuhalds.

Sú var tíðin að milli jóla og nýjárs voru haldnir tugir vandaðra og fjölmennra jólatrésskemmtana um allt land, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem helstu félög og stofnanir héldu þau fjölmennustu.

Ég kynntist þessum samkomum vel í tengslum við Gáttaþef, en þetta voru það stórar samkomur að það voru efni til að búa til nýja hálftíma dagskrá fyrir Gáttaþef á hverjum vetri, nokkurs konar söngleik í hvert sinn með þáttöku barnanna. 

Sumt af því skilaði sér á þrjár stórar Gáttaþefsplötur þessa tíma. 

Smám saman fór að draga mátt úr þessum samkomum, og má segja að á aldar afmæli jólaskemmtunar Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þegar sú samkoma söng sitt síðasta, hafi það verið tákn um það að stórar og vandaðar skemmtanir af þessu tagi heyrðu sögunni til.Frá Gamla bíói í dag. 57575

Það var eftisjá að þessu fyrirbæri og því er vel að nýir eigendur Gamla bíós brydda upp á því að halda svona skemmtun, þótt ekki sé nema í reynsluskyni og til þess að geta sagt að slíkt hafi verið á boðstólum.

Undanfarna rúma hálfa öld hef ég flutt atriði á litlu jólunum á Sólheimum, fyrstu tvo áratugina fyrir hönd Gáttaþefs en síðan í eigin nafni. Þannig hef ég haldið mér við þótt jól tuga jólaballa Gáttaþefs séu að baki og flutningurinn verið framkvæmdur í borgaralegum klæðnaði síðustu áratugina.

Þessi árlega Sólheimaferð hefur verið ómissandi hluti af jólahaldinu hjá mér.

Í tengslum við flutnings slíks atriðis á tveimur jólaböllum í Gamla bíói í dag var fróðlegt að sjá hvernig nýir eigendur ætla að sér stóra hluti í þessu húsi merks hluta af menningarsögu Reykjavíkur.

Meginatriði hússins að innan verður látið halda sér, en bryddað upp á mörgum nýjungum til að auka fjölbreytni og sveigjanleika í notkun hússins, jafnt innan dyra sem utanhúss ofan á vestasta hluta þess, þar sem verður hægt að una og njóta útsýnis yfir miðborgina.

Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.

 

P.S. Vegna tæknilegra mistaka varð neðri myndin hér á síðunni frá annarri af tveimur jólaskemmtunum í dag of stór til að verða skýr og er beðist velvirðingar á því.  


mbl.is Gengu í kringum tréð í Gamla bíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gáttuð mörg á Gáttaþef,
gömul eyrun útsperrt,
grátt nú orðið guggið nef,
en Gamla bíó uppgert.

Þorsteinn Briem, 15.12.2014 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband