17.12.2014 | 01:07
"Vertu þægur."
Ofangreind orð sagði einn af ráðamönnum þjóðarinnar við mig eftir að ég hafði tekið við hann eitt af nokkrum viðtölum mínum við þennan ráðamann um málefni, sem undir hann heyrðu.
Hann var með þessu að láta mig vita af óánægju þáverandi ráðamanna með það að ég væri ekki nógu leiðitamur heldur dirfðist til dæmis að sýna þau svæði, þar sem komandi virkjanir ættu að rísa.
Söngurinn um vonda og óþæga fjölmiðla hefur verið kunnuglegur undanfarin misseri.
Sáran var kvartað yfir því að upplýst væri um "lekamálið" svonefnda og talað um að þar væri "leikinn ljótur pólitískur leikur" og að málið væri allt "blásið upp" af vinstri sinnuðu fjölmiðlafólki.
Beitt var þrýstingi til að láta reka blaðamennina sem hreyfðu málinu fyrst.
Eðlilegar fyrirspurnir fjölmiðlamanna varðandi byssumálið svonefnda voru túlkaðar sem ofsóknir á hendur ráðamönnum. Áberandi var að greið svör fengust strax hjá upplýsingafulltrúa norska hersins á sama tíma að það tók hálfan mánuð að toga endanleg svör upp úr íslenskum ráðamönnnum.
Enn er í minni þegar allt fór á annan endann út af sjónavarpsviðtali við forsætisráðherra en í því tilfelli var þó ekki auðvelt að núa fjölmiðlamanninum því um nasir að vera vinstrisinnaður, því að hann hafði verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í áraraðir.
Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn 60 mínútur þar sem Lesley Stahl tók fyrir framferði kolafyrirtækis í Suður-Karólínuríki sem á 14 kolaver og hefur árum saman látið kolasalla menga jarðveg og vatn á stórum svæðum.
Hún átti viðtal við forsvarskonu fyrirtæksins sem var alveg sérstaklega sleip og erfið við að eiga. Hún mærði einstkalega þroskaða umhverfisvitund fyrirtækisins og fyrirmyndar rekstur þess, - tvöfeldnin og flærðin svo uppmáluð að hrollur fór um mann.
En Stahl lét hana ekki komast upp með neitt múður og rak lygina og undanfærslurnar jafnharðan ofan í hana. Hún var heldur ekkert feimin við að upplýsa um það hvernig fyrirtækið hefur árum saman borið fé í þingmenn og ráðamenn, sem hafa sofið á verðinum.
Hér á landi myndi svona blaðamennska verið talin pólitísk "herför" gegn ráðamönnum.
Svör kolaorkuverskonunnar um að allt væri í fína lagi og að fyrirtækið væri í þann veginn að ljúka við að leysa málin með hjálp vísindamanna í árangursríkum rannsóknum hljómuðu kunnuglega, því að svipað hefur verið sagt hér á landi í meira en áratug varðandi jarðvarmavirkjanir.
Sagði fjölmiðlamenn hundelta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rosalega ertu þægur að segja ekki nafn mannsins. Var þetta Steingrímur?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 08:02
Rugludallurinn og vesalingurinn Steini Briem hefur alltaf verið þægur - þegar samspillingin er annars vegar . . . :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 08:41
Undirritaður var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 09:07
Það er alveg rétt að góð og vond fjölmiðlamennska þarf ekki að fara eftir pólitískum litum.
Gísli Marteinn var arfa slakur í viðtalinu við forsætisráðherra hér um árið og oft einkennast viðhorf íslenskra fjölmiðlamana af þörfinni að skúbba á sem ódýrastan hátt t.d. með því að leggja viðmælanda stöðugt orð í munn og reyna að veiða hann í einhverjar gildrur í stað þess að fá fram ákveðin sjónarmið.
Björn Ingi, Egill Helga og Ævar Kjartansson eru dæmi um úrvals fjölmiðlamenn sem geta ástundað faglega rökræðu m.a. um pólitísk mál einnig koma Ingvi Hrafn (talsvert hægri litaður þó) og Pétur Gunnlaugsson (talsvert afstöðukendur á köflum þó) upp í hugann. Aðeins einn af þessum er hjá RÚV og það í baklínunni með málefnalega þætti fremur en fréttatengt efni.
Fréttastofa RÚV hefur því miður verið nær því að vera útvarp íslenskra vinstri manna en útvarp allra landsmanna. Réttara er kanski að segja útvarp íslenskra ESB sinna og krata þar sem gamlar lopapeysur og mussur fá að róla með.
Þar má nefna einsleita umfjöllun varðandi Icesave og inngöngu í ESB á síðasta kjörtímabili í stað þess að veita það aðhald sem þeir þykjast veita stjórnvöldum nú en felst stundum, því miður í meir í afstöðu en upplýsingu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 09:18
Árinni kennir illur ræðari.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn geta að sjálfsögðu ekki kennt Ríkisútvarpinu eða Ómari Ragnarssyni um það að vera nú með brækurnar á hælunum í öllum málum og lítið fylgi miðað við það sem áður var.
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014:
Samfylking 20%,
Björt framtíð 13,5%,
Vinstri grænir 14,5%,
Píratar 8%.
Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 09:49
Þú manst Ómar að ég fékk nú líka svona athugasemdir frá áhrifamönnum á Austurlandi þegar ég var fréttamaður RÚV þar.
Haraldur Bjarnason (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 10:58
Þó hér sé meint hlutdrægni RÚV til umfjöllunar þá má ekki gleyma því að gera á nákvæmlega sömu kröfur til einkarekinna fjölmiðla að þeir séu með lágmarks hlutlægni í sinni fréttamennsku. Hér er ágætt dæmi um hið gagnstæða. http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/12/17/upplysingafulltrui-rikisstjornarinnar-telja-fjolmidlamenn-ad-vid-verk-theirra-megi-ekki-gera-athugasemdir/
Allt of oft er reynt að draga upp ákveðna mynd (Bjarni Ben og Sigmundur pabbadrengir með silfurskeið í munni, Framsókn spillingarflokkur. Útvegsmafían, o.sv.frv.) síðan gengur fréttamennskan út á að sanna þessa fyrirframgefnu mýtur.
Þykir a.m.k. ekki góð latína í dómskerfinu að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.
Ekki ber það heldur vott sterkri siðvitund fréttamanna þegar verðlaunablaðamenn byggja skúbbin sín á leka (tussufínum leka) en skrifa svo innblásnar greinar um hve leki sé slæmur.(Sjá Kjarnann)
Gallinn við svona hneykslunarfréttamennsku er að á meðan menn eru uppteknir við að skemmta skrattanum þá fara stóru málin athugunarlaust í vaskinn. Mikið púður hefur t.d. undanfarið farið í nauðaómerkileg mál eins og byssumálið og lekamálið á meðan landspítalinn hefur verið að leggjast á hliðina.
Af hverju eigum við að gera svona litlar kröfur til fjölmiðlamanna?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 11:59
Það er þín skoðun að byssumálið og lekamálið séu "nauðaómerkileg" mál, Bjarni Gunnlaugur.
Auðvelt að kenna öðrum, til að mynda blaðamönnum, um eigin heimsku.
Og ég veit ekki betur en að mikið hafi verið fjallað um málefni Landspítalans í fjölmiðlum landsins.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:19
Sjallar hafa alltaf verið svona. Ekkert nýtt. Það nýja á síðari tímum er að framsóknarmenn eru orðnir alveg eins og sjallar.
Þessi hægri öfl hafa allt fjármagná bakvið sig, vilja halda öllum fjölmiðlum í heljargreipum og hafa á þeim fulkomna stjórn - og berja própaganda inní höfuð innbyggja.
Þeir neita þessu ekki einu sinni sumir og finnst þetta bara sjálfsagt.
Þetta veit sá hluti þjóðar sem hugsa eitthvað að gagni og kynnir sér mál.
Aðrir kyssa vöndinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.12.2014 kl. 12:22
Sjálfstæðisflokkurinn setti öll sín fyrirtæki á hvínandi kúpuna með gríðarlegum lántökum "í góðæri flokksins" fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu hafði flokkurinn margreiknað að það margborgaði sig.
Og SÍS Framsóknarflokksins fór sömu leið.
Það margborgaði sig, enda margreiknað af flokknum.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:23
Miðað við að mjög stefnir í að fólk fari að deyja eða skaðast vegna alvarlegra hnökra í heilbrigðiskerfinu þá ERU byssumálið og lekamálið nauðaómerkileg mál Steini Briem.
Sú orka og sá tími sem fór hjá fjölmiðlum og stjórnarandstöðu í þessi mál hefði betur farið í að fynna uppbyggilega lausn á læknakrísunni.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 12:27
Það er núverandi stjórnvalda að "finna uppbyggilega lausn á læknakrísunni" og ég veit ekki betur en að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu nú í ríkis"stjórn".
En að sjálfsögðu geta þeir ekki hugsað nema um eitt mál í einu og Ómar Ragnarsson stjórnar nú landinu.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:37
Byssumálið ógurlega og lekamálið ógurlega ... eru þau ekki bara smjörklípa?
Þau vikta alla vega ekkert á við heilbrigðismálin, en hafa fengið afar mikla athygli.
Og Mr. Briem, - þú skalt lesa vel það sem Bjarni Gunnlaugur setur inn. Hann er meitlaður kallinn ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 12:38
Bjarni Gunnlaugur er svo "meitlaður" að fylgi Framsóknarflokksins er nú 11%.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:41
Nú eru 40% liðin af kjörtímabili Alþingis og 60% af kjörtímabili forseta Íslands og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:43
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:44
Um lítilmagnann laug hún mest,
lítill hennar sómi,
í því var hún einkum best,
að allra sjalla dómi.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:46
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:47
Pítsan er komin - Myndband
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 12:49
Orð mín skaltu aftur lesa í næði
annars veist´ei hvað ég er að fara
Mundu Steini að magn er ekki gæði
og mættir jafnvel sleppa því að svara
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 13:13
Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn fengi sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Allt Ómari Ragnarssyni að kenna og öðrum fjölmiðlamönnum.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 13:17
Atgyglisverður þáttur hjá Kristjáni Má Unnarssyni "Um land allt" í gær. Kristján er að verða óvinur #1 hjá öfga náttúruverndarsinnum. Hann fjallar of jákvætt um framkvæmdir á landsbyggðinni en á slíkt mega sumir ekki heyra minnst. Það kollvarpar óróðurs strategíunni hjá þeim um óbætanlegt tjón ef steini er velt við austan Elliðaáa.
Blá lónið er "unhverfisslys" sem aldrei hefði verið leyft í dag. National Geographic telur það eitt af 25 mestu undrum veraldar. Hjá Blá Lóninu vinna yfir 300 manns. Aukaafurðir af ýmiskonar atvinnustarfsem sem nýtir affallsvatn eru miklar og hátt í 500 manns hafa atvinnu af því, að stórum hluta vel launuð störf fólks með langskólanám og sérfræðikunnáttu.
Þessar fréttir eru áfall fyrir öfga náttúruverndarsinna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2014 kl. 14:52
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun, Bláa lóninu eða nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.
Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 15:12
10.12.2014:
"Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð."
"Landsvirkjun er þegar byrjuð á framkvæmdum á Þeistareykjum vegna virkjunar sem sjá á kísilverinu á Bakka fyrir raforku.
Nú segist ESA hafa efasemdir um að tekjur af orkusölu dugi fyrir virkjunarkostnaði og að Landsnet fái upp í kostnað við að flytja raforkuna þangað."
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 15:16
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 15:21
Steini, finnst þér sjálfum virkilega allt í lagi að koma með svona bunur í athugasemdarkerfi annarra? Sérðu ekkert rangt við þetta? Áttu enga vini sem benda þér á þetta?
Ég efast um að nokkur sála lesi þennan félagslega sóðaskap þinn. Ég a.m.k skrolla yfir þetta án þess að lesa, enda ekkert af viti frá þínu eigin brjósti. Copy/paste út í eitt.
Þetta er mengun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2014 kl. 15:47
Maður passar sig ávallt á því að skrolla framhjá ritræpunni frá Steina Breim, þangað er ekkert að sækja.
NN (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:22
Undirritaður sér akkúrat ekkert að því að benda hér á ruglið í þér og fleirum, og mun halda því áfram án þess að spyrja þig um leyfi, Gunnar Th. Gunnarsson.
Ég birti hér staðreyndir og ekkert er verra fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, eins og dæmin sanna.
Það sem þér eða einhverjum öðrum finnst um undirritaðan skiptir mig engu máli, heldur staðreyndir.
Og ekki kvarta ég nú undan lestrinum og vinafjöldanum.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 16:24
Það er rétt að benda á það, enn og aftur, að fyrirbærið "Steini Briem" er hliðarsjálf Ómars Ragnarssonar.
Heiðloftamengarinn ÓR lætur þennan gervilim sinn um að ausa drullu og skít yfir þá bloggara sem eru ekki tilbúnir að tilbiðja Hraunavininn sjálfan :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 17:03
Af hverju er mönnum í nöp við Steina Briem. Hann miðlar okkur þekkingu sinni, er góður í bragfræði og oft með flottar ferskeytlur.
Em mörgum er ílla við "facts", nenna ekki að segja skilið við eigin blekkingarheim.
Mér finnst Steini gefa Heimasíðu Ómars, sem er flott og athyglisverð meira vægi.
Haukur Kristinson (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 17:06
Góður í bragfræði!!! Greinilegt að þú kannt ekkert í þeim fræðum, Haukur. Vísurnar hans Steina, ef vísur skal kalla, er svoddan leirhnoð að fádæma er frá fullorðnum manni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2014 kl. 17:31
Þegar Davíð Oddsson varð ritstjóri Moggans fóru flestir hér á Moggablogginu yfir á Facebook, þar á meðal undirritaður.
Fjölmargir vina minna þar, sem eru fimm þúsund, halda hins vegar áfram að lesa þetta blogg og þar ræðum við um það og athugasemdir undirritaðs hér.
Flestir þeirra sem eftir eru hér á Moggablogginu eru mörlenskur teboðsskríll og nafnlausir vesalingar Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 17:34
Staðreynd málsins er þessi:
Fylgi Framsóknarflokksins er nú 11% og næsta víst að ríkisstjórnin kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Og hvað ætla þessir flokkar að gera í því?!
Ekkert.
Þorsteinn Briem, 17.12.2014 kl. 17:46
Gunnar Th. þú nefnir hér einhversstaðar að ofan bláa lónið.
Mér sýnist bláa lónið hafa þá einkennilegu stöðu að styrkja málstað bæði náttúrunýtingarsinna og náttúruverndarsinna.
Vissulega er það manngert og þá sem afleiðing af annari starfsemi á hinn bóginn er það náttúruundur á sinn hátt. Það var náttúran sjálf sem lagði til þessa merkilegu efnablöndu vatnsins og eins er það áminning um hve mikið aðdráttarafl "náttúru-" perla getur haft jafnvel þó hún sé manngerð, svo einkennilega sem það hljómar.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 19:13
Hvernig styrkja framkvæmdir í Svartsengi málstað náttúruverndarsinna? Ef náttúruverndarsinnar hefði fengið að ráða, þá væri ekkert blátt lón til!
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2014 kl. 19:56
Við höfum tekið þennan útreikning áður Ómar Ragnarsson.
Fylgi stjórnmálaflokka samkv. nýjustu könnun:
Sjálfstæðisflokkur 29% + Framsóknarflokkur 11% + Björt framtíð 16% = 56%
Hvað ætlar þú að gera í því mörlenski gálgahúmorsvinur og nafntogaði vesalingur?
Ekkert . . .
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 20:19
Ef Jesús kæmi á svæðið í dag þá yrði hann settur á hæli.
Ef vín væri að koma fram í dag yrði það bannað.
Ef framkvæmdir við bláa lónið ættu að fara af stað í dag yrðu þær bannaðar.
Vissulega er kaldhæðni í því.
En það er líka kaldhæðni í því að enginn náttúrunýtingarsinni sá fyrir bláa lónið og líklega er arðurinn af rafmagnsframleiðslunni hverfandi miðað við hitt.
Þannig verða það seint nothæf rök náttúrunýtingasinna að allt megi virkja því það komi alltaf hliðarkostir einhver "blá lón" meðfram raskinu.
Bláa lónið hefði alveg eins getað orðið eldsúr og baneitraður pollur, eða hvar er bláa lón Hellisheiðavirkjanna?
Þannig er bláa lónið ekki síður "vandræðamál" náttúrunýtingarsinna þar sem það kom óvart og þeir geta ekki lofað neinu slíku meðfram öðrum virkjunum eða hvað?
Fróðlegt væri reyndar að vita ef svo væri!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 21:56
Hilmar @36 Ég fullvissa þig um að Steini Briem er til í alvöru. Ég er alveg 95% viss um það. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu á netinu vegna svipaðra efasemda og þú hefur og komst að þeirri niðurstöðu.
En auðvitað er það svona eins og endurlit úr æsku þegar maður komst að því að jólasveinninn var ekki sá sem maður hélt, að átta sig á því að Steini þessi er ekki hliðarsjálf einhvers og þar með huglægt nettröll heldur alvöru nettröll. Kanski þó líkara því að hafa uppgötvað að jólasveinninn sé í alvöru til.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 22:11
Þú ert með dálítið mikið af "ef og hefði" í rökum þínum, Bjarni. Og svo fullyrðir þú að rök nýtingarsinna séu " að allt megi virkja "
Það er ekki hægt að ræða mál á svona bull nótum. Ég segi bull því ég veit þú finnur ekki einn einasta mann á Íslandi sem segir að allt megi virkja.
Ég tek samt undir fyrstu þrjú "ef-in".
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2014 kl. 22:16
Ég verð nú að játa það, að ég bara les þetta blogg. Sumt fer pirrurnar á manni, og sumt ekki. En ég les og skoða hlekki Steina, og innleggin öll.
En....
Þetta "framsjalla-trend" hjá Steina fer í pirrurnar. Ekki af því að það sé að virka sem "baiting", heldur finnst mér allt uppfartið bara vera dónaskapur við það sem síðuhafi er að koma með. Svo og flóðið af innleggjum, þar sem framangreint er sífellt nefnt. Eins og að geta ekki skotið inn innleggi án þess að nefna samfylkinguna og það helst tvisvar í hvert sinn.
Hann Ómar á betra skilið heldur en svona leiðindagang á sínum vel-meinandi vef.
Taki þetta nú hver fyrir sig, og er maður sjálfur svo sem ekki undanskilinn, enda getur skapið stundum hlaupið í gegn um lyklaborðið. Ég man þó ekki eftir neinu sem að hann Bjarni Gunnlaugur þyrdti að sjá eftir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 22:32
... og ég er klár á því að Steini Briem og Ómar Ragnarsson er einn og sami maðurinn, Bjarni Gunnlaugur :)
Ástæðan er ósköp einföld: Bloggkerfi mbl.is.
Flokkurinn "Heitar umræður" byggist á þeim bloggum sem fá flestar athugasemdir.
Ómar Ragnarsson hefur leikið þennan leik árum saman til að halda sér á toppi "Heitra umræðna" og búa þar með til þá ímynd að menn keppist við að lesa ÓR-ana hans.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 23:08
Hvað eftir annað er fárast yfir meintri andstöðu náttúruverndarfólks við Bláa lónið.
Þetta er aldeilis fráleitur málflutningur í ljósi þeirrar staðreyndar að ekki er að finna staf eða orð frá náttúruverndarfólki um andstöðu þess við þessi mannvirki.
Af hverju geta menn enn viðurkennt þá staðreynd?
Ómar Ragnarsson, 18.12.2014 kl. 00:04
Þakka falleg orð en því miður óverðskulduð Jón Logi.
Stundum held ég Gunnar Th. að allt eigi að virkja sem virkjanlegt er að áliti tja. t.d. Landsvirkjunar. Þar á bæ ku menn vera farnir að bora rannsóknarholur í Laxá í Hreppum (sel ekki dýrara en ég keypti)
Ómar Ragnarsson, auðvitað er enginn heilvita maður í dag á móti bláa lóninu en var ekki öllum slétt sama á sínum tíma þegar þar var borað? Náttúruverndarumræðan er komin á annan stað núna og mjög líklegt að slíkar framkvæmdir yrðu illa séðar í dag, enda vissi enginn að blátt lón og náttúruperla kæmi í kjölfarið.
Hilmar Hafsteinsson, kenning þín stenst ekki, ef Steini Briem er hliðarsjálf Ómars Ragnarssonar útbúið til að auka umferð á bloggið, af hverju hefur hann þá sest að á bloggi annara áður og sem jafnvel hafa þurft að beita hörðu til að losna við óværuna? (meðan allt lék í lyndi) http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/1032459/
Stundum fæ ég reyndar hviður að Steini Briem sé mitt eigið hliðarsjálf. Sbr. hvernig ég hef sest að í ummælum við þessa færslu Ómars.Hvernig ég t.d. copy/paste aði hér á undan, hvernig ég á til að núa mönnum meintri heimsku um nasir, yrkingar,hvað ég get tekið lengi þátt í þrasinu o.sv. frv. Eiginlega því meir sem ég hugsa um þetta því sannfærðari verð ég um að Steini sé mitt hugarfóstur.
En líklega er þetta þó einhver angi af Stokkhólmsheilkenninu, einhvers konar meðvirkni fórnarlabs SteinBriemunarinnar....
Samt, hvað á maður með að vera að henda grjóti í Steina. Úr glerhúsi.
Ef hann er þá til?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 01:29
Ómar, það er ekki verið að segja að náttúruverndarfólk sé á móti Bláa Lóninu í dag. En EF framkvæmdir í Svaratsengi og Reykjanesvirkjun væru á teikniborðinu í núna, væri verið að skipuleggja hörð mótmæli undir kunnuglegum slagorðafrösum eins og..
"Einstök og ómetanleg náttúruperla", osfv. Svo kæmu útreikningar frá "sérfræðingum" á snærum náttúrverndarsamtaka, sem sýndu fram á að græða mætti miklu meira á ferðamönnum á svæðinu. Ef náttúrverndarfólk réði væri búið að friða allt Reykjanesið og gera að Eldfjallaþjóðgarði. Slík friðun teldist í dag samfélagsslys, eins og staðan í dag sýnir okkur.
Auðvitað er Steini Briem til. Hverjum dytti í hug að búa til svona vitleysu? Ómar er ekki ókurteis, það er algjörlega fjarri hans karakter og fyrr dytti hann dauður niður en láta frá sér leirhnoðið sem úr penna Steina lekur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 07:52
Er hann til í alvöru hann Steini?
sem ekki hræðist orðaskak og róstur
í honum er ögn af jólasveini
Er hann kannski bara hugarfóstur?
Erfiður með óknyttina sína
á Ómars bloggi lengi sveimað hefur
Um það spyr og ekki með það grína
Er hann kannski bara Gáttaþefur?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 09:19
...barnaskólakennarinn mælir:
"Hvað ætlar þú að gera í því mörlenski gálgahúmorsvinur og nafntogaði vesalingur?"
Þú átt bágt.
Vafalítið sakar þú mig um að ráðast á manninn en ekki málefnið.
Af því ég vitna í þig...
Kjáni
Jóhann (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 22:31
Það er bara til einn Steini Briem - og hann heitir Ómar Ragnarsson.
Ég skora hér með á Ómar að lýsa því opinberlega yfir að hann komi hvergi nærri skrifum Steina Briem og leirburði hans.
Þetta hefur Ómar Ragnarsson aldrei gert og mun ekki gera - af skiljanlegum ástæðum :)
... Enda er ÓR vanur því að bregða sér í gervi jólasveina.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 00:30
Ég skil ekkert í þessu fólki hjá Orkuveitu Suðurnesja að vera að reisa orkuver á bökkum þessarar náttúruperlu Blá Lónsins. Þeir ættu að skammast sín.
Náttúruverndarsinni (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.