Svona er þetta á mörgum sviðum. Þjóðin vill það. Eða hvað?

Morgunljóst er, eins og áður hefur verið rakið hér í pistli, að það er löngu liðin tíð að hægt sé að segja að farið hafi verið inn á opinberlega lokaðan fjallveg í vonskuveðri án þess að hafa vitað um lokunina. 

En það virðist svo sem ekki skipta máli. Engin sekt er við þessu. 

Svipað er uppi á teningnum á ýmsum sviðum. 

Fyrir meira en 20 árum fjallaði ég um hræðilega ofbeit í landi Laxness í Mosfellsbæ og sýndi myndir af henni. 

Sömuleiðis myndir af mörgum svipuðum svæðum. 

Meira en 20 árum síðar hefur ekkert gerst í þessum málum. Landgræðslu Íslands skortir lagaheimildir fyrir því að grípa i taumana eða að beita viðurlögum. 

Sjö sinnum hafa verið Alþingiskosningar á þessum tíma og nýir þingmenn kosnir. Þjóðin hefur átt næg tækifæri til þess að breyta þessu skammarlega ástandi.

Breyta því að áfram er ljót jarðvegs- og gróðureyðing á þúsunda ferkílómetra svæði á afréttum landins vegna beitar sauðfjár og hesta á landi, sem er ekki beitarhæft.   

En það gerist ekki neitt. Þjóðin vill hafa þetta svona. Eða hvað?

Kannski ekki ef miðað er við drjúgan meirihluta í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2011 fyrir nýrri stjórnarskrá þar sem hægt er nota beint lýðræði um einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslum og setningar í kaflanum um náttúru Íslands varðand sjálfbæra þróun. 

En þjóðin kaus síðan á þing fólk, sem greinilega stefnir að því að drepa þetta mál. 

Þjóðin vill það. Eða hvað? 


mbl.is Íslendingarnir verða ekki sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Held að það sé sekt að virða ekki lokanir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 17:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri hef­ur ekki tíðkast hingað til að sekta öku­menn fyr­ir að fara inn á vegi sem sagðir eru lokaðir vegna ófærðar."

Þorsteinn Briem, 18.12.2014 kl. 17:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef hægt er að sleppa út af því að fólk segist ekki sjá ljósaskiltið "Closed". þá þarf að breyta því. Ef fólk sér ekkert þá á það að leita sér upplýsinga um ástandið. Ef það gerir það ekki, er það óhæft sem ökumenn á Íslandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 17:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tíðkast ekki er sjálfsagt rétt. En ef sektarheimild er fyrir hendi, finnst mér að skilyrðislaust eigi að beita henni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 17:23

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Öðruvísi losnum við ekki við þessa vitleysu, að láta bara bjarga sér ef illa fer. Óforskammaður hugsunarháttur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 17:25

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða lög taka á þessu efni eða gefa sektarheimild?

Finn ekkert um þetta í fljótu bragði á netinu.

Er ekki bara málið að erfitt er að koma sönnunum við - nema þá að loka veginum með keðju/hliði og helst hafa vörð?

Það er alltaf hægt, fræðilega, að segja:  Ah, já eg bara sá þetta ekki.

Almennt um efnið, að þá sýnist mér þetta vandamál fara vaxandi.  Jú jú, miklu meiri umferð núna en fyrr á tímum og sona, alltaf verið að ryðja o.s.frv.

En það virðist orðið dáldið ríkjandi viðhorf, að það eigi bara að vera hægt að keyra hvert sem er alltaf, allstaðar - og ef eitthvað bregður útaf þá reddi björgunarsveitin því.

Síðan spilar inní að sumir íslendingar telja að sjálfsagt sé að þeir brjóti reglur og þurfi ekkert sína ábyrgð - enda kynt undir slíkt af framsjallaelítunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2014 kl. 17:50

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fellur þetta ekki undir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 18:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit ekki.  En það hljómar sérkennilega ef ekki er venja að sekta fyrir svona.  Hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því.  Önnur en einhver hefð, mundi ég ætla.

Og svo aðeins meira, að sem dæmi um viðhorf sumra íslendinga í dag má nefna eina sögu sem eg heyrði fyrir nokkrum misserum og eg mat heimildarmann trúverðugan.

Að einstaklingur hafði farið uppá fjöll, og það var nú ekki lokað heldur illfært sem kallast og öllum það ljóst.  Hann var á ekkert sérstökum bíl.

Svo festi hann sig náttúrulega eins og við var að búast og Björgunarsveit send.

Sveitin dró bílinn síðan úr skaflinum að ósk viðkomandi.

Síðan kemur í ljós að bíllinn hafði laskast eitthvað við dráttinn.

Vitiði hvað gerðist svo?  Einstaklingurinn kæri Björgunarsveitina!

Kærði hana barasta.  Og lögum samkvæmt ber sá sem dregur annan ábyrgðina, er mér sagt.

Eg veit það ekki, en eg held þetta hefði varla getað gerst fyrir um 30 árum.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2014 kl. 18:11

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var snjómokstursmaður hjá vegagerðinni á Reyðarfirði, 2001-2005. Okkur mokstursmönnum var bannað strangt til tekið að draga fasta bíla, nema aðstæður væru algjörlega öruggar og bílarnir væru fyrir okkur, einmitt vegna tryggingamála.

Eitt sinn var ég að moka upp með Grænafelli á leið upp Fagradal í leiðinda skafrenningi. Ég kem fram á fólksbíl á móts við Skápinn svokallaða fastan í snjóruðningi, öfugu megin á leið uppeftir. Þetta var áður en vegrið kom á staðinn. Ég sá að farið var að skafa hressilega af bílnum inn á veginn og mat það svo að auðvelt yrði að draga bílinn afturábak og þar með yrði hann ekki til trafala þarna.

Ég batt í fólksbílinn og sagði bílstjóranum að hafa hann bara í hlutlausum. Svo dró ég hann rólega afturábak. Þegar bíllinn er laus sé ég í gegnum skafrenninginn að hann spólar á fullu, það slaknar á tóginu og hann kemur æðandi að snjóplógnum. Ég ligg á flautunni til að vara hann við en allt kemur fyrir ekki og hann skellur á plógnum. 

Ég fór út til að losa tógið og sá að dæld var á stuðaranum og sagði svo við bílstjórann að hann hefði ekki átt að bakka. Hann ypti öxlum og við kvöddumst.

Ég fékk ónotalegt hugboð gagnvart manninum og hringdi strax í verkstjóra minn á Reyðarfirði og sagði honum hvað hefði gerst.

Nokkrum dögum seinna kemur krafa á Vegagerðina frá tryggingafélagi um bætur á fólksbílnum. Þegar málið var útskýrt fyrir tryggingamanninum, "yfirheyrði" hann ökumanninn að nýju og féll hann þá frá kröfunni, þrátt fyrir að farþegi var í bílnum hjá honum og vitni að atburðinum, "Vitnið" hefur sjálfsagt gugnað á því, sem betur fer. Annars er hugsanlegt að Vegagerðin hefði verið bótaskyld.

En það styrkti vitnisburð minn að að hann var stöðugur allan tímann laughing og ... ég hafði hringt strax þegar óhappið varð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 21:00

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mjög athyglisvert þetta dæmi hjá þér, Gunnar. Minnir á frásögn í sjónvarpi í gær af því þegar vegfarandi heimtaði það að björgunarsveitarmanni að hann drægi bíl sinn um lokaðan fjallveg. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2014 kl. 21:16

11 identicon

ætli nátúran sjálf sé ekki versti náttóruspillirinn nú um stundir. en ekki beit.  veit ekki betur en að landgræðslan hafi þau úræði sem þarf. bændur fá ekki gæðasrýríngu nema landgræðslan taki út landið. samvinan milli bænda og langræðslunar er ágæt að mestu. efast un að ómar vilji sekta nátúruna.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 22:05

12 identicon

Kosningaþátttaka í kosningum til stjórnlagaþings haustið 2010 var aðeins tæplega 37%.

Kosningaþátttaka í ráðgefandi kosningum um tillögur skipaðs stjórnlagaráðs var síðan 49,8%.

Ef sá minnihluti er "þjóðin" þá væri gaman að fá að vita hvað þú kallar meirihluta kosningabærra.

Ég held að það sé nokkuð ljóst hver vilji þjóðarinnar var. Þetta tilgangslausa og kjánalega brölt ykkar stjórnlagaráðsmanna virðist ekki hafa hrifið meirihluta kosningabærra nægilega mikið til að hafa einu sinni fyrir því að segja sitt álit. Múgsefjunin og aðdáunin á hrákasmíðinni náði greinilega ekki út fyrir stjórnlagaráð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 04:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum niður í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 04:26

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 43,8% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 04:28

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei


Já sögðu sjálfstæðismennirnir:
Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Einnig þeir sem nú eru framsóknarmenn:
Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Samtals 20 þingmenn, eða 42% þeirra sem sögðu já.

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 04:29

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórefast um að "Hábeinn" hafi lesið íslensku stjórnarskrána, frekar en aðrir meðlimir mörlenska teboðsskrílsins.

Og að sjálfsögðu þorir þessi vesalingur ekki að skrifa hér undir nafni.

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 04:41

17 identicon

Þetta er súrralísk lesning - fréttin fjallar um akstur á ófærum fjallvegum en umræðan um ofbeit og stjórnarskrármálefni :-)

Fram að þessu hefur verið erfitt að færa rök að því að ævitnýramenn hefðu átt að vita að vegur var lokaður - það þurfti jú að leggja sig eftir slíkum upplýsingum. Nú þurfa menn að fara yfir á öfugan vegarhelming til að þræða framhjá lokunarslám - og halda því svo fram að þeir hafi ekki tekið eftir þeim!

Það þarf þá sennilega að bæta slá á hinn vegarhelminginn líka ....

Hvað með læknadeiluna - er ekki hægt að blanda henni í umræðuna líka :-)

Leifur (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 09:00

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekkert mál að minnast hér einnig á Icesave, að hætti Framsóknarflokksins.

Búið að greiða 85% af Ices­a­ve skuld­inni

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband