19.12.2014 | 10:01
Búið að gleyma því af hverju?
Um þessar mundir heyrast margir bölva því í sand og ösku hvernig ríkisstjórnin 2009-2013 skar niður ríkisframlög til flestra málaflokka á könnu ríkissjóðs og segja að höfuðverkefni núverandi stjórnarflokka sé að bæta fyrir þessi hervirki fyrri ríkisstjórnar.
Nú eigi að reka ríkissjóð án halla en það sé nú heldur betur munur eða hjá fyrri ríkisstjórn með allan sinn fjárlagahalla.
Án þess að nokkur dómur sé lagður á það hvernig fyrri ríkisstjórn vann úr sínum vanda í einstökum atriðum, - og gekk misvel eins og gengur, - en ætla mætti á þessum umræðum að hefði ekki verið til neinn vandi veturinn 2008-2009, má spyrja hvort allir séu nú búnir að gleyma því af hverju verið er að borga niður lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum?
Hvort allir séu búnir að gleyma Hruninu og kalli það nú orðið "svokallað hrun"?
Hvort allir séu búnir að gleyma því að í ársbyrjun 2009 stóðu Íslendingar og nágrannaþjóðir okkar frammi fyrir alls 5000 milljarða króna tapi vegna sprunginnar íslenskrar bankabólu?
Hvort allir séu búnir að gleyma því að Hrunið þýddi 200 milljarða króna árlegan halla á rekstri ríkissjóðs vegna Hrunsins og hefði þýtt 800 milljarða halla næstu fjögue árin ef ekkert yrði að gert?
Hvort allir séu búnir að gleyma að búið var að minnka fjárlagahallann niður í nær hallalaus fjárlög?
Hvort allir séu búnir að gleyma því að frá árunum 1991 til 2009 var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera samfleytt í ríkisstjórn, ásamt Framsóknarflokknum 1995-2007 og Samfó í rúmt ár?
Hvort allir séu búnir að gleyma því að hér var haldið uppi dæmalausri þenslu með skefjalausum lántökum ríkisins, fyritækja og einstaklinga og meðvitað var haldið uppi allt að 40% hærra gengi krónunnar en innistæða var fyrir með tilheyrandi neysluæði og innflutningi?
Að hér var haldið uppi vaxtamun sem sópaði inn þeim innistæðum úlendinga sem hlutu heitið snjóhengjan og valda því að nú ríkja hér stórskaðleg gjaldeyrishöft?
Hafa endurgreitt 83% af láni AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 10:11
"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.
Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.
Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland. Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.
Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.
Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.
Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.
Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.
Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu? Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?
Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."
Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 10:15
Sjálfstæðisflokkurinn setti öll sín fyrirtæki á hvínandi kúpuna með gríðarlegum lántökum "í góðæri flokksins" fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu hafði flokkurinn margreiknað að það margborgaði sig.
Og SÍS Framsóknarflokksins fór sömu leið.
Það margborgaði sig, enda margreiknað af flokknum.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 10:17
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 10:22
Pítsan er komin - Myndband
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 10:32
Þetta er að sjálfsögðu ekki gleymt og heldur ekki hvernig EES samningurinn helsta baráttumál kratanna, varð til að opna fyrir hina geðveikislegu útrás í bankageiranum.
En það er heldur ekki gleymt hvernig Samfylking taldi sig á einhvern undarlegan hátt vera saklausa af hruninu og þess umkomna að leiða björgunarstarfið.
Hvernig hin svokallaða fyrsta hreina vinstristjórn Islands barðist af alefli gegn þeim ráðum sem urðu helst til bjargar, þ.e. vildu taka up evru í stað þess að nota krónuna.
Hvernig V.G. (saklausir af hruninu það er rétt) lugu sig til valda með því að lofa því að ekki yrði sótt um aðild að ESB og í framhaldinu hvernig Samfylking og V.G. drógu þjóðina út í forað aðildarumsóknar á neyðarstund og voru þar með falskar forsendur um upptöku evru sem og að við fengjum að ráða okkar fiskimiðum.
Hvernig þessi "fyrsta hreina vinstristjórn", lagðist flöt fyrir fjármálaöflunum og gerði nánast ekki neitt til að vernda einstaklinga gegn bankakerfinu og vann ötullega að því að gera skuldir óreiðumanna að ríkisskuldum.
Hvernig Samf. og V.G. lögðu allt undir í aðildarumsóknarórunum og ætluðu að lauma þjóðinni í helgreipar ICESAVE skuldbindingar.
Hvernig Samf. og V.G. tókst einhvernvegin að þræða átakamál um óþarfa (rétt eins og þau gera nú í stjórnarandstöðu) sbr. þá vegferð að ætla að breyta stjórnarskránni án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi haft nokkurn hlut með Hrunið að gera. Þetta var gert á tímum þegar reið á samstöðu.
Þetta og ýmislegt fleira varðandi síðustu ríkisstjórn er ekki gleymt.
Það má segja að um sumt minni síðasta ríkisstjórn á Víetnam sem vann stríðið en tapaði friðinum.
p.s. en ég er sammála þér um það að það er kjánalegt að horfa fram hjá þeim gríðarlega vanda sem fyrsta eftirHruns ríkisstjórnin þurfti að takast á við.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 11:23
Evrópusambandið hefur engan áhuga á nýjum samningum um aðild ríkja að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Og ekki myndu völd Bretlands í Evrópu aukast við að taka upp mikinn meirihluta af reglum Evrópusambandsins án þess að geta tekið nokkurn þátt í að semja þær, eins og Íslendingar og Norðmenn nú með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Hvorki Ísland né Noregur hafa hins vegar áhuga á að segja upp þeirri aðild.
Bretland getur sagt upp aðild að Evrópusambandinu og Ísland gæti að sjálfsögðu einnig sagt upp aðild að sambandinu eða Evrópska efnahagssvæðinu.
Þannig gætu Bretland og Ísland væntanlega gert í staðinn fjöldann allan af samningum við Evrópusambandið, eins og Sviss hefur gert.
En tæplega aukast völd Bretlands í Evrópu við það og enginn flokkur sem á sæti á Alþingi hefur áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þar að auki gætu Skotar kosið sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu nú í haust en ef svo færi vilja þeir vera áfram í Evrópusambandinu og taka upp evru eða vera áfram með breska pundið, sem Bretar eru nú ekki sérlega hrifnir af.
Og Skotar vilja að þrátt fyrir sjálfstæði Skotlands yrði Elísabet Bretadrottning áfram þjóðhöfðingi landsins, eins og til að mynda Kanada og yrði því eins og það sjálfstæða ríki áfram konungsríki.
Steini Briem, 23.6.2014
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 11:28
Jafnðarstjórn Jóhönnu og SJS fær mikið lof frá Sameinuðu þjóðunum. Gerðu allt rétt. Önnur lönd geta tekið Jafnaðarstjórnina til fyrirmyndar. Framsjallar búnir að eyðileggja allt.
https://www.unric.org/is/frettir/26361-engan-ber-ae-skilja-eftir-utundan
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2014 kl. 12:28
Það sem mér sveið mest á þensluárunum var hátt vaxtarstig. Það hjálpaði bönkunum í sinni bólumyndun, og var afsakað með því sem Haarde orðaði sem nauðsynlegan hlut til að hefta nýsköpun.
Enginn vöxtur gengur að eilífu, - þetta er ekki hagfræði, og ekki stjórnmál, heldur bara ísköld stærðfræði.
Bjarni Gunnlaugur, - þú ert þenkjandi, -skoðaðu þetta :
https://www.youtube.com/watch?v=eOykY2SMbZ0
Tekur smá stund, en áhrifin eru varanleg ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 13:24
Vissulega stóð Jógríma stórviðri. EF - það er "lausnin" að láta þá verst settu borga brúsann og og hygla þeim ríkari - þá gerði Jógríma sannarlega allt rétt. Enda fitnuðu hrægammarnir og uppboðsmet féllu á almúgaeigum, sem seint munu falla -og er ekki útséð með. Eruð ÞIÐ búin að gleyma að þjóðin tók ráðin af óvættinni (sem hafði unnið áfangasigur með heima-kattaslátrun og gashernaði gegn almúganum) - með ómetanlegri aðstoð forsetans - þegar veita átti almúganum náðarhöggið og hrinda fram af bjargbrúninnni með Icesave-gjörningaveðrinu?
Öreigur (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 14:14
"EF - það er "lausnin" að láta þá verst settu borga brúsann og hygla þeim ríkari - þá gera [Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn] sannarlega allt rétt."
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:35
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:38
Það er ekkert mál að minnast hér einnig á Icesave, að hætti Framsóknarflokksins.
Búið að greiða 85% af Icesave skuldinni
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:40
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014:
Samfylking 20%,
Björt framtíð 13,5%,
Vinstri grænir 14,5%,
Píratar 8%.
Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:42
Framsóknarflokkurinn verður nú að láta sér detta eitthvað annað í hug en Icesave.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:44
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:46
19.6.2012:
"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."
Hálf Icesave skuld greidd
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 15:23
Gleyma?
Ég hef aldrei rekist á stuðningsmann D og B sem hefur ekki verið efnaður maður. (og því í algerum minnihluta.)
Sömuleiðis, hverjir eiga miðlana? :)
Fólk man þetta.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.