19.12.2014 | 13:47
Fyrsta bakslagið í gullgrafaraæði nútímans.
Gullgrafaraæði fyrri tíma blikna við hliðina á bergbroti (fracking) sem nú hefur vaðið upp úr öllu valdi í Norður-Ameríku svo að fáu er eirt.
Þetta nýja æði er skiljanlegt í ljósi örvæntingarfullrar ásóknar núlifandi kynslóða á jðrðinni í að viðhalda minnst tífalt meiri neyslu og nýtingu á takmörkuðum auðlindum en jörðin stendur undir til frambúðar.
Stórlækkun olíuverð um þessar mundir er eitt besta dæmið um það sem ég vil kalla "skómigustefnuna" þ.a. að ylja sér við skammgóðan vermi og verða síðan síðan í staðinn miklu verr settur á eftir.
Afleiðingin er líka vel séð á Vesturlöndum varðandi stórfelld vandræði Rússa sem seljendur orku úr jarðefnaeldsneyti.
Slíkt ber vitni um mikla skammsýni og þrönga hugsun á þeim tímum sem lífnauðsyn er fyrir mannkyn að líta til framtíðar í stað þess að horfa niður á tærnar á sér.
Bergbrotið minnir um sumt á Hellisheiðarvirkjun varðandi það að hvergi nærri er búið að rannsaka umhverfisáhrif þess.
Bann við bergbroti í New York ríki í Bandaríkjunum er fyrsta bakslagið varðandi þetta gullgrafaraæði en ekki það síðasta.
Bergbrot bannað í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.
68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.
33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 14:28
Rússar hamstra vörur í verslunum
Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.