Birtublessun snjóþekjunnar.

"Hvít jól" var vinsælasta jólaplata sinnar tíðar þegar Bing Crosby söng um það hve heitt hann dreymdi um hvít jól.

Og mikið er látið af fegurð snjókomunnar og snjóþekjunnar á þessum árstíma í ræðu, riti og tónlist, þótt snjórinn út af fyrir sig sé tákn kulda og vetrar og að því leyti óæskilegur. 

Alveg er óhætt að meta birtuna sem snjórinn gefur til nokkurra auka klukkustunda dagsbirtunnar þá daga sem jörð er hvít því það er nú einu sinni birtan sem fólki finnst dýrmætust í skammdeginu.

Þegar snjór er á jörðu virðist sólin koma upp mun fyrr en ella, dagurinn vera bjartari og sól setjast seinna.

Þessi desember ætlar að verða heldur kaldari en í meðalári og gleður það kuldatrúarmenn mjög, sem fagna því að árið í heild verði ekki það hlýjasta í manna minnum.  


mbl.is Útlit fyrir hvít jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörg orð voru til í minni sveit yfir snjó en ekki snjóþekja.

Snjór er í eignarfalli snjós (eða snjóvar) en snær hins vegar snæs eða snævar samkvæmt Íslenskri orðabók Menningarsjóðs og í bókinni er að finna orðið snjóþilja en ekki snjóþekja yfir snjólag á jörðu.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 19:37

2 Smámynd: Már Elíson

Þá er bara komið nýtt orð (gamalt að vísu) í hausinn á þér, Mr. Breim. - En snjóþekja er eitt best lýsandi orð yfir nýfallinn snjó sem þekur jörð. Orð sem segir allt. - Sveitin þín (Mr. Breim) hefur ekki verið rík af orðum...En svo fórstu á mölina.

Már Elíson, 20.12.2014 kl. 22:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru ekki mörg orð í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs og ekki veit ég til þess að ritstjóri bókarinnar hafi búið í Skíðadal eða Skíðdælingar, sem búa í einni snjóþyngstu sveit landsins, noti færri orð í íslensku en aðrir Íslendingar.

Undirritaður sagði ekkert um það að orðið snjóþekja skildist ekki eða enginn mætti nota það orð.

Hins vegar er ekki langur tími liðinn frá því að menn fóru sýknt og heilagt að nota orðið snjóþekja, sem lýsir orðafátækt en ekki öfugt.

Þar að auki ættir þú að vera búinn að læra að skrifa ættarnafnið Briem, eins mikinn áhuga og þú og aðrir vesalingar hafa á undirrituðum, Már Elíson.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 07:50

4 Smámynd: Már Elíson

Orðið "snjóþekja" lýsir ekki orðafátækt, Steini, heldur enn einni snilld manna að finna upp orð og samsetningu á orðum til að lýsa því sem fyrir ber, og íslenskan sem við tölum og skrifum í dag væri aumleg ef ekki væri fyrir þessa sífelldu viðbót við ritmálið og hið talaða. - Þakka þér svo fyrir hlý orð í minn garð...sem endranær..og gleðileg jól.

Már Elíson, 21.12.2014 kl. 10:21

5 identicon

Óðahlýnunartrúboðinn Ómar Ragnarsson (aka Steini Briem) er búinn að kasta hvíta handklæðinu inn í hringinn:

"Þessi desember ætlar að verða heldur kaldari en í meðalári..."

Eins og venjulega er óðahlýnunartrúboðum fyrirmunað að fara rétt með staðreyndir.

Hið sanna er auðvitað að meðalhitinn í Reykjavík í desember er undir kalda meðaltalinu 1961 - 1990!

Meira um ÓRa óðahlýnunarkirkjunnar hér: https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 11:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orðið snjóþekja bætir engu við íslenskuna, þýðir einungis að jörð sé þakin eða hulin snjó.

Snjóþekja getur því verið til að mynda snjóföl (grámi á jörð, þunn snjóhula) eða nokkurra sentímetra jafnfallinn snjór.

Gangið á Guðs vegum og Framsóknarflokksins á jólunum, í snjóþekju á spariskóm eða gúmmístígvélum, úti á þekju í öllum málum að vanda.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 12:07

7 identicon

Nú er rifist um snjóþekjuna.  Það ágæta orð er að sönnu býsna gamalt og í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er það sagt koma fyrst fyrir á prenti í Riti þess íslenska lærdómslistafélags sem út var gefið á árunum 1781-1798.  Orðið er því ámóta aldið og franska byltingin og móðuharðindin og gerðist hvorugt þeirra í gær og ekki fyrradag heldur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 20:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vissi að "Þorvaldur S", sem segist vera kommúnisti, myndi gapa hér.

Hvað sagði ég hér að ofan?!

"Hins vegar er ekki langur tími liðinn frá því að menn fóru sýknt og heilagt að nota orðið snjóþekja."

Djúpur snjór hét í minni sveit kafald og þar var talað um kafaldsfærð.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 20:56

9 identicon

Það er að sönnu ekki uppbyggilegt að kíta við sveitunga þeirra Gísla, Eiríks og Helga, þótt þeir byggju handan árinnar.  (Og áður en lengra er haldið ætla ég að taka fram að ég veit fullvel um staðsetningu og röð bæjanna í Svarfaðar- og Skíðadal.)   Það er staðreynd að þér þótti það sýna orðafátækt að nota þetta orð sbr: „Hins vegar er ekki langur tími liðinn frá því að menn fóru sýknt og heilagt að nota orðið snjóþekja, sem lýsir orðafátækt en ekki öfugt.“  

   Hefur orðið þó verið í almennri notkun í meira en tvöhundruð ár.  Og stjórnmálaskoðanir mínar koma þessu máli ekkert við þótt ég gangist glaður við því að vera kommúnisti. Hitt gleður mitt gamla hjarta að orð mín fara í taugarnar á þér vegna þess að því fjær sem ég er að vera skoðanabróðir þinn eða vinur þeim mun betri maður verð ég.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 22:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur lesið í um hálfa öld fjöldann allan af fréttum og viðtölum um veður og færð í öllum dagblöðum landsins sem keypt hafa verið á mínu heimili og veit að orðið snjóþekja hefur verið notað þar miklu meira undanfarin ár en áður var.

Og hef einnig skrifað sjálfur í mörg ár fréttir og viðtöl við fólk í öllum landshlutum um færð og veður.

Þar að auki veit ég hvaða orð fólk hefur notað yfir veður og færð á þeim fjölmörgu stöðum þar sem undirritaður hefur búið í öllum kjördæmum landsins í meira en hálfa öld.

Farðu svo að klára að baka fyrir jólin og hætta að kíkja undir pilsin hjá skólastelpunum, vesalingurinn.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 23:39

11 identicon

Og hvað með það þótt þú sért læs?  Og þótt eitt orð færist í og úr tísku?  

Ég gæti alveg eins sagt þér að hætta að berja konuna þína.  En þú ert vonandi hættur því?

Komma,

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband