Erfitt verkefni fyrir Kínverja.

Þegar langfjölmennustu mótmælin fór fram í Austur-Þýskalandi með meira en 100 þúsund manns, sagði Eric Honnecker forsætisráðherra hin fleygu orð: "Þið eruð ekki þjóðin". 

Það sýndi vel firringu valdhafans, sem þó var aðeins brot af núvverandi firringu valdhafanna í Norður-Kóreu. 

Skömmu síðar létu stjórnvöldin undan þrýstingi um að rjúfa Berlínarmúrinn, enda var það gert með samþykki Gorbatsjovs, sem Ronald Reagan hafði beðið um að "rífa þennan múr" í ræðu sinni við Brandenborgarhliðið. 

Í fyrstu var Gorbatsjov tregur til að láta Austur-Þýskaland af hendi yfir í sameinað Þýskaland og að það gengi þar með úr Varsjárbandalaginu beint yfir í NATO. 

Hann taldi sig hafa loforð leiðtoga Vesturveldanna á fundum með þeim fyrir því að lengra myndu þau ekki ganga í útþenslu NATO í austurátt en annað átti eftir að koma í ljós, enda þessi loforð aðeins munnleg.  

Kínverjar eru áreiðanlega vel meðvitaðir um það að þeir megi ekki detta í sama pyttinn og Sovétmenn við að snúa baki við kommúnistastjórn í landi, sem á landamæri að Kína. 

Þeir munu telja sig verða að hafa skriflega og bindandi samninga í hendi, ef þeir steypa Kim Jong-Un, að minnsta kosti leynilega samninga líkt og Hitler og Stalín og síðar Churchill og Stalín gerðu í Evrópu 1939 og 1945, en þeir samningar héldu. 


mbl.is Breytt viðhorf í Kína til N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skemmtilegar þessar söguskýringar þínar, Ómar Ragnarsson.

Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu endanlega árið 1991.

Austan járntjalds voru kommúnistaríkin í raun öll hrunin löngu áður en Berlínarmúrinn féll.

Norður-Kórea og Kína eru nú mjög ólík ríki, svo og Kína nú og Sovétríkin, enda þótt þau hafi öll verið kommúnistaríki.

Þorsteinn Briem, 22.12.2014 kl. 00:56

2 identicon

Hello Mr. Omar. Can I please for your email address? 

Fred (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 11:42

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sá ekki sérstaka ástæðu til að tiltaka að útifundurinn mikli hafi farið fram 1989, en Austur-Þýskaland var þá enn til, þótt það væri í andarslitrunum. 

Kínverjar hafa þegar látið það berast, að þeir muni ekki líða að Norður-Kórea og Suður-Kórea sameinist og verði í bandalagi með Japönum eða Bandaríkjamönnum.

Þess vegna er þetta ekki bara "söguskýring". 

Ómar Ragnarsson, 22.12.2014 kl. 13:30

4 identicon

Steini Briem. Geturðu. Gefið okkur skilgreyningu á því hvenær Sovétríkin hrundu. "I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies" (Thomas Jefferson). Það eru ekki margir sem vita það, en seðlabanki Bandaríkjanna er búinn að vera í einkaeigu í fjölda ára. Það er hreinlega verið að láta bandaríska þegna greiða einkaaðilum vexti fyrir að prenta peninga fyrir sig sem í rauninni er aldrei hægt að greiða til baka.

"Give me control of a nation's money supply and I care not who makes it's laws" (Mayer Amschel Rothshild)

Putin er kannski að berjast gegn vindmillum!

Benni (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 16:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Klukkan sex fyrir hádegi.

Ekkert ríki getur byggst á einræði og miðstýrðum viðskiptum.

Hvorki til vinstri né hægri.

Þorsteinn Briem, 22.12.2014 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband