Orð Kennedys, til umhugsunar um jól og áramót.

Í síðustu frægu ræðunni, sem John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hélt áður en honum var banað, mótaði hann hugsun, sem því miður gengur grátlega seint að útbreiða meðal þjóða heims, þótt liðin sé rúm öld síðan þau voru sögð.

Tilefnið var augljóslega Kúbudeilan svonefnda haustið 1962, þar sem litlu munaði, að risaveldin gripu til skelfilega kjarnorkuvopnabúra sinna, sem ómældum fjárhæðum ítrasta hugvits og tækni hafði verið varið í að búa til og aðeins var hægt að nota til að drepa sem flest fólk, helst að risaveldin gereyddu hvort öðru.

 Meðan á deilunni stóð hafði Kennedy meðal annars orðið að ákveða, hvar fjölskylda hans og ríkisstjórn ætluðu að láta fyrir berast ef Sovétmenn gerðu kjarnorkuárás á Bandaríkin og Vestur-Evrópu.

Vitað var að upp í lofthjúpinn myndu berast þvílík kynstur af eiturefnum og geislavirkum efnum, að byrgja myndi sól um alla jörð í nokkur ár og valda "kjarnorkuvetri" auk dauða og sjúkdóma milljaða manna og eyðingu stórra vistkerfa.

Kennedy sagði, lauslega þýtt, og ávarpaði með þessum orðum mannkyn allt: 

"Við eigum öll heima á sömu reikistjörnunni, öndum öll að okkur sama andrúmsloftinu, eigum öll afkomendur, sem okkur er annt um, og erum öll dauðleg."

Einföld sannindi og brýn, síðustu orðin áhrínsorð fyrir hann sjálfan.    


mbl.is Jörðin séð úr geimnum (myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þótt liðin sé rúm [hálf] öld síðan þau voru sögð."

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 08:26

2 identicon

"Orð Kennedys til umhugsunar". Æi, Ómar minn góður, ég veit ekki. Hef satt að segja aldrei borið mikla virðingu fyrir þessum forseta, né hans kvinnu. Enda með ofnæmi gegn "glamour and allure".

Þau voru mér ekki  "genuine". Þekka ófáa Íslendinga sem voru meiri manneskjur og betri.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 14:12

3 identicon

Það er athyglisvert að lesa um svaðilfarir hans í seinna stríði.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 16:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í hugann koma orðin "getur nokkuð gott komi frá Nazaret," þ. e. að öllu máli skipti hver sagði orðin en ekki hvað hann sagði. 

Ómar Ragnarsson, 23.12.2014 kl. 17:56

5 identicon

Og í hugann minn koma orðin: Veit ég það, Sveinki!

En biskup Jón veik sér við snögglega og sagði: „Veit ég það; Sveinki!“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband