Aldarafmæli ólíkindajólahalds allra tíma.

Myndirnar hér á síðunni eru með táknlit jólanna, rauða litnum, sem skartar á fallegum umbúðum jólagjafanna,en hefur einnig verið litur tilþrifa í íslenskri náttúru á þessu ári.Holuhraun, snemma.Holuhraun, snemma.

En textinn er um það, að í nótt verður liðin rétt öld frá einhverjum ótrúlegasta viðburði hernaðarsögunnar. 

Hermenn í skotgröfum vesturvígstöðva nýhafinnar heimsstyrjaldar tóku það upp hjá sjálfum sér að hætta að skjóta, koma upp úr skotgröfunum, hittast og faðmast á einskismannslandi, færa hverjir öðrum gjafir og drykki og skála fyrir friði jólanna. Holuhraung. frá BISA

Svo sannarlega spönnuðu þessir dagar í kringum jólin 1914 allt tilfinningasviðið, allt frá þeim einbeitta vilja að reyna til hins ítrasta að drepa óvinina fram til miðnættis 24. desember til þess einstæða friðar- og kærleiksvilja að eiga heilaga friðarstund bróðurkærleikans á jólanótt, að vísu með því óhjákvæmilega fororði að verða á ný drápsþyrstir vígamenn eftir athöfnina í samræmi við það eðli stríðs að ef þú drepur ekki óvin þinn, drepur hann þig.  

Yfirstjórnir herjanna urðu felmtri slegnar við að heyra af þessu fáheyrða tiltæki og gerðu það lýðum ljóst að þetta mætti aldrei gerast aftur. 

Og það gekk eftir. Í stríðslok lágu 10 milljónir ungra manna á besta aldri í valnum eftir lang skelfilegasta hernaðar allra tíma fram að því.

Atburðurinn var um margt táknrænn. Þessi atburður hefði verið óhugsandi ef ekki hefði viljað svo til að allar þjóðirnar, sem hófu það, voru kristnar þjóðir og þar með voru það kristnar þjóðir sem stóðu að þessum tilgangslausu manndrápum milljóna manna.

Það er það dapurlega við þennan atburð.

En ljómi atburðarins á jólanótt 1914 var ljós í myrkrinu þá, ljós trúar, vonar og kærleika, sem kristnin boðar.

Sendi öllum bestu jólakveðjur með myndunum úr Holuhrauni, þar sem hinn rauði litur jólanna nýtur sín. Miðmyndin fór inn fyrir mistök en neðsta myndin er tekin fá Sauðárflugvelli en þaðan var hægt að njóta eldanna á góðum kvöldum.    


mbl.is Jólin spanna allt tilfinningarófið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg Jól Ómar!
Smá viðbót við stundarfriðinn 1914.
Það voru víst Þjóðverjar (sem eru mikið jólafólk) sem byrjuðu ballið með því að setja kerti upp á skotgrafabarmana og syngja. Hrópað var þá, Breta megin, "við skjótum ekki ef þið skjótið ekki".
Þar með fór boltinn af stað.
Þetta fór alla leið út í "landsleik" í fótbolta á einskinsmannslandi. Þýskaland ku hafa unnið.
Menn skiptust á sögum, sungu, skipust á gjöfum, og fóru svo aftur í sína skurði.
Herforingjarnir komust að þessu og létu færa þessar sveitir til þess að þær hittust aldrei aftur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 09:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1992, I learned from Yves Buffetaut's book, Battles of Flanders and Artois, that enemy soldiers on opposing sides fraternised with each other over the Christmas period of 1914.

I read that some French soldiers applauded a Bavarian tenor, their enemy a German, on Christmas Eve while others played football with the Germans the next day."

"A large number of soldiers of all nationalities in various locations along the front were involved in fraternisation over Christmas 1914. As one British officer wrote, "No man's land became everyman's land.""

"These "overspills" took the top brass by surprise. They attempted to restore order by moving "contaminated" units, as one senior officer described them at the time.

Some Scottish volunteers were sent home after two weeks of drinking tea and playing football with the Germans.

No-one faced the firing squad for fraternisation as too many men had been involved."

Christmas truce - BBC

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 10:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Joint burials also took place in no man's land with Masses read in Latin.

Soldiers visited each others' trenches to compare working conditions.

Some evenings when the Scotch whisky had been flowing, soldiers fell asleep in the opposite trench and left the following day, apologising to those who "lived" there."

Christmas truce - BBC

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 11:01

4 identicon

Flott Steini, og gleðileg jól!
Á ennþá eftir að sjá myndina "joyeux noel", sem höndlar þetta einhvern vegin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 12:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk sömuleiðis, vinur.

Joyeux Noel Trailer

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband