Ókeypis auglýsing fyrir landið okkar.

Ég hef áður sagt frá því að á ferð milli Reykjavíkur og Akureyrar 1975 tók ég uppí bílinn bakpokaferðalang þýskan og fékk hann að verða samferða norður. 

Þegar ég sagði öðrum frá þessu urðu margir hneykslaðir, því að einmitt um þær mundir var mikið um það rætt hve óæskilegt væri að gera neitt fyrir þá "umrenninga" og "bakpokalýð" sem kæmu til landsins. 

Nær væri að reyna að fá ríka fólkið hingað. 

Það gleymdist í allri hneykslunarumræðunni að þessi "bakpokalýður"  samanstóð að miklu leyti af fátækum námsmönnum, sem síðar yrðu háskólafólk eða fólk með háar tekjur. 

Engum datt heldur í hug að nokkur þessara "umrenninga" myndi vilja koma aftur til Íslands. Menn höfðu ekki meiri trú á aðdráttarafli landsins en þetta. 

Puttaferðalangurinn frá 1975 varð háskólaprófessor og hefur um áratuga skeið komið til Íslands með 30-40 manns í hvert skipti. Hann er einn þeirra útlendinga sem hafa séð það gildi einstæðrar náttúru landsins sem okkur hefur verið svo lengi hulið.

Japanir náðu tökum á bandaríska bílamarkaðnum á áttunda áratugnum með því að selja námsmönnum ódýra bíla, og stækkuðu síðan bílaúrvalið þegar námsmennirnir urðu vel stætt langskólagengið fólk.

Útlendingarnir eru besta auglýsingin fyrir landið, bæði ríkir og fátækir, og þar að auki ekki einasta ókeypis auglýsing, heldur borga þeir i raun fyrir að auglýsa landið.  

 


mbl.is Íslandsferð Beyoncé í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

    • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi (samtals 88,5%) og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

    • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.

    Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

    Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:24

    3 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

    Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

    Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:31

    4 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:40

    5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Útgjöld hvers erlends ferðamanns til íslenskra fyrirtækja voru að meðaltali um 354 þúsund íslenskar krónur árið 2012, um 44 þúsund krónur á dag að meðaltali.

    Árið 2012 komu um 673 þúsund erlendir ferðamenn hingað til Íslands og það ár voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

    Erlendir ferðamenn
    voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur sumri til árið 2012, um átta gistinætur að meðaltali sumar og vetur.

    Ofangreindar fjárhæðir samsvara því að útgjöld hvers Íslendings vegna ferðalaga til útlanda árið 2012 hefðu að meðaltali verið 704 þúsund krónur og meðalútgjöld hjóna því 1,4 milljónir króna.

    Þá var meðaldvalarlengd Íslendinga á ferðalögum erlendis 15,9 gistinætur.

    Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013

    Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 13:43

    9 identicon

    Sumarið 75 var ég samtíða Dönskum manni, - nema, - sem var þá fjósamaður og ég liðléttingur. Ekki var kaupið hátt, skilyrðin frumstæð og vinnan hörð. En....viðmótið var gott við hann, svo að hann gat því aldrei gleymt, enda eðalmenni hið mesta.
    Svo líður og bíður uns hann birtist hér aftur, og þá sem forstöðumaður Norræna hússins.
    Í dag rekur hann ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í Íslandsferðum. Ég rakst á hann í sumar, svona "uforvarende" í búðinni á Hvolsvelli. Þar var hann með hóp sem var að versla.

    Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 16:31

    10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Ég ók þýskum puttaling sem þá var í námi og átti ekki bót fyrir boruna á sér árið 1980. Síðan efnaðist hann eftir að námi lauk, en það hefur aldrei hvarflað að honum að koma í þetta rokrasskat aftur. 

    Núna fer hann á hverju ári til heitari landa. 

    Svona er þetta misjafnt foot-in-mouth

    Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2014 kl. 00:46

    11 identicon

    Gunnar, hvernig veistu þetta?  Þú hlýtur þá að hafa eitthvert samband við puttalinginn?  Það bendir þá til þess að hann beri einhverjar, og þá væntanlega hlýjar, tilfinningar til þín?  Sem bendir til að honum hafi fundist ómaksins vert að kynnast landi og litlum hluta þjóðarinnar amk.  Og hafi nú svo verið er þá ekki líklegt að einhverjir hafi komið hingað upp fyrir hans tilverkan til að kynnast þeirri hlýju sem hann varð aðnjótandi í ökuferðinni?

    Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 14:31

    12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Þú ert að fabúlera, þorvaldur. Tek ekki þátt í því.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2014 kl. 17:28

    13 identicon

    Vitaskuld var ég að fabúlera.  En það var þó byggt á því að þú hlýtur að hafa heyrt frá þessum manni aftur til að vita að hann hefur efnast, hvert hann fer í fríum og að aldrei hafi hvarflað að honum að koma hingað aftur.  Ef þú hefur hins vegar ekkert heyrt þá var ég ekki sá sem upphóf fabúleringar.

    Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 17:47

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband