Af hverju má hraunið ekki heita Holuhraun?

Í ótal gosum úr Heklu hafa hraun runnið yfir eldri hraun að meira eða minna leyti án þess að ástæða hafi þótt til að finna einhver alveg ný nöfn á þau. 

Hluti af gígunum, sem Holuhraun rann úr 1797, gaus að nýju í ár og hluti af nýja hrauninu hefur runnið yfir hið eldra Holuhraun. 

Þess vegna er erfitt að skilja, af hverju það er einhver sérstök þörf á því að vera að klína nýju nafni á Holuhraun hið nýja. Bara til þess að útlendingar lendi í enn meiri vandræðum en hingað til við að læra íslensk örnefni og framburð á heitunum Bárðarbunga og Holuhraun. 

Nornahár eru ekkert sérstakt eða nýtt fyrirbrigði í eldgosum hér á landi, heldur margar sagnir um þau. Við yfirferð mína á sjónvarpsmynd frá 1983 um Skaftárelda er til dæmis getið um nornahárin í því gosi, og datt engum þá í hug að nefna Eldhraunið Nornahraun.

Í síðasta gosinu í nágrenni við Holuhraun, sem var Öskjugosið 1961, rann lítið hraun niður Öskjuop sem engin þörf þótti að finna eitthvert sérstakt nafn á.

Ef menn vilja endilega nefna nýja Holuhraunið sérstöku nafni má bara nota heitið Holuhraun hið nýja.

Heitið Flæðahraun, sem nefnt hefur verið, er skárra en Nornahraun, en þó halda Jökulsárflæður sér enn að mestu vestan við Holuhraun og gefa frá sér sömu sandstormana og fyrr þegar viðrar til þess.

Já, af hverju má ekki tala áfram um þennan stað sem Holuhraun?  


mbl.is Nornahraun orðið 81 ferkílómetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er örugglega ekki hægt að spyrja betri mann um þetta en ég er með spurningu Ómar. Hvert mun hraunið fara á endanum ? er eitthver möguleiki að eitthver byggð eða bæir sem hraunið gæti farið nálægt og valdið hættu ef það myndi halda áfram að gjósa nógu lengi ?

Ragnr (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 18:50

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jú, hraunið á bara að heita Holuhraun enda er það kallað það í daglegu tali. En svona til aðgreiningar mætti bæta við ártalinu 2014 þegar þess er þörf. Það er ekki gott til framtíðar að nota orðið „nýja“ því það verður ekki nýtt um alla tíð auk þess sem þriðja hraunlagið gæti bæst ofaná síðar. Holuhraun hið allranýjasta þyrfti það þá að heita.

Svo má líka bæta við að ein stærsta hraunbreiða landsins, Ódáðahraun, er samsett úr mörgum misgömlum hraunum sem eiga sér ýmis upptök.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.12.2014 kl. 00:54

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það er engin dulúð sem réttlætir nafngiftina Holuhraun, nema ef vera skyldi gasið. Með meiri upplýsingum ætti að vera hægt að verjast því ef þarf á að halda. Trúi því ekki að þetta nafn sé að festast við hraunið.

Alltaf er jafn gaman að sjá myndböndin af gosstöðvunum. Eitthvað heillandi og mikilúðlegt. Trúlega eru bestu myndirnar teknar á staðnum í gegnum sem fæst gler? 

Nábýlið við Sprengisand og Þjórsárver gerir ferð á þessar slóðir áhugaverðar á komandi sumri. Þá þurfa menn að vera nógu upplýstir ef gosið og gasmengunin stendur enn yfir. Eru engar spár um áframhald á gasstreymi? Hvað um veg sunnan Öskju.  

Sigurður Antonsson, 26.12.2014 kl. 15:15

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mistök. Átti að vera: sem réttlætir nafngiftina Nornahraun.

Sigurður Antonsson, 26.12.2014 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband