26.12.2014 | 13:45
Bjart yfir þessum manni.
Ég kynntist Tómasi Árnasyni í Lionsklúbbnum Ægi og þau kynni voru gefandi og góð. Þrátt fyrir annir í krefjandi embættum, sem hann gengdi, gaf hann sér ævinlega tíma til að sinna félagsstarfinu í klúbbnum og vinna að líknarmálum klúbbsins á Sólheimum í Grímsnesi.
Hann hafði afar jákvæða og þægilega útgeislun, húmorinn var ávallt með í för, var hvers manns hugljúfi og afar vinsæll meðal félagsmanna í klúbbnum og vistmanna á Sólheimum.
Skemmtiatriði hans á hinum árlegu litlu jólum á Sólheimum, sem fólust í græskulausum töfrabrögðum, voru í minnum höfð því að hann tók sjálfan sig aldrei of hátíðlega og umgekkst alla sem jafningja.
Slíkt er ekki öllum gefið.
Það er því bjart yfir minningum mínum um Tómas Árnason og ég sendi ættingjum hans, vinum og vandamönnum einlægar samúðarkveðjur.
Andlát: Tómas Árnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.