27.12.2014 | 14:21
Spannar meira en valdatíma einnar ríkisstjórnar.
Vandinn í heilbrigðiskerfinu er yfirleitt afgreiddur með tilliti til næstu fjárlaga og næstu kjarasamninga. Lengra nær hugsunin ekki.
Vandinn spannar hins vegar valdatíma margra ríkisstjórna, því að hann byrjaði fyrir nokkrum árum þegar læknar fóru að streyma úr landi til starfa erlendis vegna betri kjara og betri aðstöðu.
Þessi straumur úr landi hefur farið hægt vaxandi en nú er svo komið að nýliðun í læknastétt er orðin svo litil að of fáir eru orðnir eftir og þeir eru ekki aðeins orðnir gamlir, heldur er þeim byrjað að fækka einfaldlega vegna þess að þeir verða að hlíta lögmálum elli og dauða.
Það er ákaflega einfalt að afgreiða málið með því að krefjast þess að læknar sýni þjóðhollustu og ábyrgð með því að vera hér heima og berjast með okkur við vandann.
En flestum þeim sem hæst tala á þennan hátt dettur ekki í hug að hið sama eigi að gilda um þá sjálfa, að þeir fái sér vinnu þar sem aðstaða og laun eru best.
Læknar eru einfaldlega sú stétt manna sem auðveldast eiga með að fara til starfa erlendis, af því að þar námu þeir sín fræði og unnu margir þar árum saman.
Hvenær ætla ráðamenn þjóðarinnar og þjóðin sjálf að þora að standa frammi fyrir þessum vanda af hispursleysi og leysa hann? Eða viljum við stefna inn í tíma annars flokks heilbrigðiskerfis eða heilbrigðiskerfis, þar sem það fer eftir efnahag hvort fólk geti veitt sér þann munað að leita viðeigandi lækninga?
Tímaspursmál hvenær við missum líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 14:52
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 14:54
"Purchasing Power Parity (PPP) [jafnvirðisgildi] is measured by finding the values (in USD) of a basket of consumer goods that are present in each country (such as orange juice, pencils, etc.).
If that basket costs $100 in the US and $200 in England, than purchasing power parity exchange rate is 1:2."
"For example, suppose that Japan has a higher GDP per capita, ($18) than the US ($16).
That means that Japanese on average make $2 more than normal Americans. However, they are not necessarily richer.
Suppose that one gallon of orange juice costs $6 in Japan and only $2 in the US. The Japanese can only buy 3 gallons while the Americans can buy 8 gallons.
Therefore, in terms of orange juice, the Americans are richer.
The US has a GDP (PPP) of $14 while Japan has a GDP (PPP) of $12. The GDP exchange rate is 14:12 or 7:6."
"Now apply this to daily life. The orange juice represents the previously mentioned "basket of goods" which represents the cost of living in a country.
Therefore, even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 14:58
testing 1,2,3
dh, 27.12.2014 kl. 15:48
"auðveldast eiga með að fara til starfa erlendis" ?
Flestir sækja sér einhverja menntun erlendis enda heimskur sá er heima situr
Heim (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 19:38
Mikið er talað um laun lækna og ýmsar tölur tilgreindar. Mér finnst Steini Briem mjö klókur að ná ýmsum tölfræðilegum upplýsingum hvaðan æva að. Ætli Steini geti gert samanburð á launum bankastarfsmanna (þjónustufulltrúa og ráðgjafa og "millistjórnenda") í íslenzkum bönkum annars vegar og í bönkum í EBE? Ég hlakka til að skoða þá upplýsingar, ef honum tekst að krækja í þær.
Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 19:38
Banking Average Salaries in UK
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 19:58
Irish Financial Services Salaries - Banking, IFSC, Insurance, Pensions
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 20:05
Samtök starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja - Launatafla
Kjarasamningur Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA)
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 20:21
Samanburður á launum lækna hér á Íslandi og erlendis
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 20:29
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) - Launakönnun í október 2010
Þorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.