Heiðnir, hommar, transfólk og múslimar "útvaldir"?

Það var fyrst í starfi mínu í stjórnlagaráði sem ég fékk nasasjón af kjörum transfólks á Íslandi og áttaði mig á því hve lítið ég hafði vitað um þetta fólk og við hvaða fordóma og andúð það hefur mátt búa eins og hinsegin fólk yfirleitt.

Sjálfsmorðbréf Leelah Alcorn, sem nú vekur athygli víða um lönd, er birtingarmynd þess.

Þess vegna er sérkennilegt að sjá ýmis af þeim ummælum sem hafa fallið í bloggpistlum í garð þeirra þjóðfélagshópa sem nefndir eru í fyrirsögn þessa pistils.

Einn pistlahöfundur lagði til að við tækjum ráðamenn á Spáni á sextándu öld okkur til fyrirmyndar, en þeir hröktu Gyðinga úr landi sínu. Ættum við að gera slíkt hið sama við hliðstæðan hóp á okkar tímum og reka múslima úr landi.

Annar pistlahöfundur taldi að vinstri menn hötuðust við þjóðkirkjuna og hefðu heiðna, homma, transfólk og múslima í hávegum sem "útvalda" á kostnað hennar.

Múslimar hafa reyndar beðið í 15 ár eftir því að fá úthlutað lóð fyrir mosku, og veit ég ekki að nokkur annar aðili hafi orðið að bíða svo lengi. En nú les maður, að það að ljá máls á umsókn þeirra seint og um síðir, sé merki um að þeir séu "útvaldir" ásamt transfólki, hommum og heiðnum til að ganga á hlut Þjóðkirkjunnar.

Athyglisvert og til umhugsunar að fylgjast með þessum umræðum.      


mbl.is „Dauði minn þarf að þýða eitthvað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar: sem og aðrir gestir þínir - og þakka þér samskiptin, á liðnum árum, hér á vef !

Ástæðan - fyrir meinbægni minni, gagnvart uppivöðzlu Múhameðstrúarmanna: er fyrst og fremst sú / að þeir fylgja hugmyndafræði:: áþekkri Kommúnista og Nazista 20. aldarinnar - hvað snertir Heimsyfirráð þeirra sjálfra, sem og stjórnlausrar forsjárhyggju yfir hinu daglega lífi hins almenna borgara - sem undir þeim sitja, hverju sinni.

Finnst þér: sem það sé við unandi í samtíma okkar, fjölfræðingur góður ?

Munum Ómar: hversu Múhameðs fylgjarar spilltu t.d.,, rótgrónum samfélögum Norður- Afríku á 7. og 8. öldunum / frum Kristninnar - sem og Berbneskra frumbyggja - sem margir hverjir voru Andatrúar (Shamaninstar), þó Berbum hafi tekist á undraverðan hátt / að varðveita stafróf sitt - sem og Tónlistar arf, að nokkru.

Fjölda annarra dæma gæti ég rakið - um óboðlega áþján Kóran kreddunnar, víðs vegar.

Um heiðna: samkynhneigða og transfólk, hefi ég ekkert út á, að setja.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 20:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið.

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 20:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 21:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children’s Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 21:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Women's right to vote was accepted in Switzerland in 1971."

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 21:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 21:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.

Þorsteinn Briem, 1.1.2015 kl. 21:11

12 identicon

Sæll á ný Ómar - og aðrir skrifarar og lesendur !

Mikillar reiðinnar býsn eru það - að veröldin skuli ekki eiga í handraða sínum mun meiri fjölda ´´gáfnaljósa'' - sem fígúrunnar Steina þessa Briem, síðuhafi góður / og aðrir hér á síðunni.

Mikil - eru takmörk Alheims vizkunnar, gott fólk.

Með sömu kveðjum sem seinustu - meðaumkvunar blöndnum þó, til Steina /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 21:17

13 identicon

Þetta er nú meiri trúarhitinn sem hlaupinn er í innbyggjara. Fólk er hreint og beint að sligast undan svokölluðum kristnum gildum.

Er hálfvita teboðið að gera allt vitlaust norður á klakanum, anno 2015 and counting?

Nýárskveðjur frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 21:26

14 identicon

Hatur vinstrimanna á kristinni kirkju hefur nákvæmlega ekkert með sjálfsmorðsbréf transfólks að gera, og er allt önnur umræða.
Sjálfmorð einstaklinga í minnihlutahópum og eiga undir högg að sækja, getur heldur ekki verið innlegg í umræðuna um íslam.

Múslimar eru ekki valdalaus og ofsóttur minnihlutahópur. Þeir eru vissulega í minnihluta á Íslandi en þeir hafa ekki orðið fyrir ofsóknum, jafnvel þó svo að vinstrimenn, í baráttunni gegn kristni, haldi því ítrekað fram. Íslam og trúfrelsi er ítrekað notað sem ástæða til að draga úr "völdum" kristinnar kirkju.

Umræðan um íslam á rætur sínar í hugmyndafræðinni sem birtist okkur. Sú hugmyndafræði birtist mjög víða, að íslam skuli vera grunnur að þjóðfélagsskipun, og að opinbert vald skuli vera trúarlegt en ekki borgaralegt. Kristnir er sá hópur sem verður fyrir mestu ofsóknum á heimsvísu, og gerendur eru að lang stærstum hluta múslimar. Þúsundum saman fara evrópskir múslimar til þess að heyja heilagt stríð í þágu trúarinnar. Og meira að segja forsvarsmaður múslima á Íslandi telur það rétt að refsa fólki sem brýtur af sér, á grimman og andstyggilegan hátt, eins og að handarhöggva þjófa, með tilvísun í trúarhefðir múslima.

Múslimar sem iðka sína trú eru velkomnir á Íslandi, en þeir múslimar sem boða að íslamskt kennivald skuli taka við af veraldlegu valdi, ekki.
Og í ljósi atburða sem eru að gerast, hafa verið að gerast, og komu til með að gerast í hinum íslamska heimi, þá er engin ástæða til þess að auðvelda íslamskt trúboð á Íslandi. Að nýta þjáningar minnihlutahópa í þágu íslam, t.d. transfólks, er móðgun við þá sem raunverulega þjást.

Víðast hvar í hinum íslamska heimi eru minnihlutahópar eins og transfólk, hommar og lesbíur, svo ekki sé talað um trúarlega minnihlutahópa, miskunarlaust ofsótt.

Og svo er það þessi fábjánaháttur að minnast á krossferðir kristinni fyrir tæpum 1000 árum, sem réttlætingu fyrir eftirgjöf gagnvart kennivaldi íslam, afar móðgandi fyrir upplýst fólk.

Og svo því sé haldið til haga, þá er ég trúlaus, en skil að kristin trú er grunnur að þjóðfélagsskipan vesturlanda, þ.m.t. á Íslandi, en valdið er veraldlegt. Og þannig þjófélagsskipan vil ég halda í.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 21:29

15 identicon

Sælir - á ný !

Haukur fornvinur Kristinsson !

Nei - seint: mun ég verða sakaður um trúarhita né Teboðs samkundu áhuga, neinn sérstakan, Haukur minn.

Og - segja ekki vinir okkar Hindúar t.d., að fjöldi Guða og Gyðja skipti Þúsundum: og væri svo - hefir það ekki raskað ró minni, hingað til.

Ég sef fyrir því: alla vegana / veit ekki um hina trúar þorstlátu Haukur.

Og sömuleiðis Haukur minn / ekki síðri kveðjur til þín og þinna - sem og aðrar óbreyttar hinum:: hér efra.  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 21:34

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þú gleymdir að telja upp ýmsa minnihlutahópa.

Eins og t.d: lespíur, konur, og svikið/kúgað/blekkt verkafólk af öllum mögulegum kynjum?

Og launamismun kvenna (óháð kyngreiningar) í láglauna/hálaunastörfum?

Og launamismun karla (óháð kyngreiningar) í láglauna/hálaunastörfum?

Hvers vegna gleymdir þú þessum hópum?

Eru þeir hópar ekki ekki meðtaldir, þegar kemur að jafnréttisbaráttu? Hér á landi og erlendis?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2015 kl. 22:36

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þessi Samfylking þín, Ómar, orðin svo uppiskroppa með hugsjónir, að hún verði nú að einbeita sér að minnihlutamálum innan við hálfs pró mill landsmanna (innan við 0,05%)?

Og ekki skil ég dekur þitt við múslima. Voru þeir ekki sjálfir búnir að hafna einni lóð sem borgin bauð þeim? Og á ekki stór hluti múslima sína eigin mosku við rætur Öskjuhlíðar og annar hluti þeirra samkomusal annars staðar? Það er ekki eins og neinn hafi heft félagafrelsi þeirra.

Svo gætir hér einhæfrar vanþekkingar-umræðu um krossferðirnar, það er vinstri mönnum og kristniandstæðingum líkt. Sögulausir eru þeir, og sögulausir verða þeir, meðan þeir halda sér við sína þvermóðsku, blindni og fordóma.

Jón Valur Jensson, 2.1.2015 kl. 02:33

18 identicon

Oft er ég þér sammala Óskar Helgi Helgason en ekki samt núna.aðal ástæðan firrir því að muslimar flikjast til vesturlanda er sú að það er verið að rusta þeirra löndum.her firrir neðan er myndband sem getur senilega opnað augun a flestum

911 False Flag - American Traitors & Mossad - Where are the Oath Keepers? - Ken O'Keefe

https://www.youtube.com/watch?v=S10Aotp_tvo

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 12:06

19 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr og áður !

Nafni minn: Armannsson !

Með fullri virðingu: fyrir þínum sjóonarmiðum, hygg ég þig draga rangar ályktanir, að þessu sinni.

Miðjarhafslanda ''flóttamanna'' strumurinn til Evrópu: er skipulagður af Wahhabítunum í Saúdí- Arabíu og áhangendum þeirra / í því augnamiði að grafa undan Vestrænum samfélögum:: innanfrá, sbr. Frakkland - Svíþjóð o.fl. lönd.

Vitaskuld: lagar ekki ástandið - þessi órjúfanlega samstaða Bandaríkjanna og Ísraels, í að skapa ennþá meira öngþveiti í Mið- Austurlöndum og nágrenni þeirra - sem dagleg tíðindi þaðan vottfesta, nafni minn.

Munum - enn og aftur: þrekvirki Karls Martel (á 8. öld) / sem og þeirra Ferdínands og Ísabellu (á 15. og 16. öldunum), að halda Kóran liðinu í sem mestri fjarlægð einnig: nafni minn.

Slíkt atorkufólk: þarfnast nágranna álfa okkar í austri / Evrópa, þessi misserin sárlega, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur - öðrum og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 12:18

20 Smámynd: Mofi

Múslímar eru í kringum 1,5 miljarður manna svo að setja þá upp eins og einhvern minnihluta hóp er algjör fyrra. Að síðan láta eins og það skipti engu máli hver hugmyndafræði er ríkjandi hjá þessum hópi er ógnvænlegt. Með þessari aðferð þá væri rangt að hafa eitthvað á móti nasistum sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma hinum og þessum hópi fólks. Vill svo til að stór hluti múslíma einmitt aðhyllist sömu hugmyndafræði og nasistar, að útrýma gyðingum.  

Æi, til hvers að vera að þessu, Evrópa verður orðin að múslíma ríki þar sem réttindi kvenna verða fótum troðin, trúfrelsi hent í ruslið og samkynhneigðir réttdræpir. Þetta frjálslinda lið virðist vilja þetta og ég sé enga góða leið til að koma í veg fyrir þetta, nokkrir áratugir og þetta verður okkar raunveruleiki, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=6-3X5hIFXYU

Mofi, 2.1.2015 kl. 18:09

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Öfgar og trúarbragða-blekkingar ofbeldis-kúgandi og ráðandi fjárglæfraafla heimsbanka/fjármálastofnana, eru tortímandi fyrir allt sem getur talist friðsamlegt, gott og siðmenntað.

Hvað er þá eftir, sem er einhvers virði fyrir samfélög, frið og sanngirni?

Er virkilega ennþá til einhver manneskja sem trúir á góðan árangur styrjalda og útrýmingar kúgunarafla banka og fjárglæfraembættismanna?

Þarf þessi heimur virkilega fleiri drápsherferðir heimsstyrjalda, til að verða betri heimur? Hvernig eru þannig fórnir sanngjarnt og réttlætanlega rökstuddar, af bankaráns-heimsveldinu kúgandi, útrýmandi og allsráðandi?

Nú er komið að Páfanum að leggja spilin á borðið, og upplýsa heimsbyggðina um staðreyndir þessa Vatíkansveldis-útrýmingar-einokun alþjóðaheimsbankans!

Heimurinn hefur ekkert að gera með Vatíkan-Páfaveldi, ef Páfinn hefur það ekki sem sitt aðalmarkmið að afhjúpa spillungu og siðleysi innan veggja Vatíkansins.

Nú er svo sannarlega komið að valdamesta manni þessa heims (PÁFA), að sanna með sanngjörnum og siðmenntuðum rökum, tilverurétt Vatíkan-skattasjólanna, og peningaþvotta-starfsemisspillingu Páfaveldisins!

Það ber ekki mikið á alvöru verkum frá Páfanum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2015 kl. 19:51

22 identicon

Sæll aftur Óskar Helg ja það getur vel verið að ég hafi rangt firrir mer það hefur komið firrir áður.besti vinur minn var að senda mer þessa linka og ég verð að sega að ég er i hálfgerðu sjokki eftir að horfa a þessi myndbönd þó svo að mig hefur lengi grunað að það sé svona

https://www.youtube.com/watch?v=VuFJwAvpDVc 

https://www.youtube.com/watch?v=I11L71PD3Lw

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 23:33

23 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafni minn: Armannsson !

Þakka þér fyrir: þessar áhugaverðu og fróðlegu viðbætur, en ... grunn sjónarmiðum mínum, sem ég tiltók hér ofar (og til þessa) á síðu Ómars fjölfræðings, verður ekki haggað.

Ég herðizt: með hverjum deginum / í minni fyrri afstöðu nafni minn - og það geta þeir vottfest, sem gleggst mig þekkja.

Ítreka vil ég samt: þakkir góðar, fyrir þínar hugleiðingar - sem viðbæt ur.

Sízt lakari kveðjur - öðrum sem fyrri /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 01:52

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gleymdi ekki að telja hópana upp, heldur nefndi í pistili þá hópa sem bloggarar höfðu talið upp. 

Í tilögum stjórnlagaráðs, sem ég var samþykkur og vann að, má sjá upptalningu á hópum, sem nota bene eru nefndir sem dæmi en ekki sem tæmandi upptalning. 

Ég var í hópi þeirra sem lögðu til að transfólki væri bætt í upptalninguna og það munaði aðeins einu atkvæði að það yrði samþykkt. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 03:17

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins gott að það var ekki samþykkt! (þótt samþykktir þessa ólögmæta ráðs hafi reyndar lítið vægi). Örvhentir eru t.d. að minnsta kosti 60 sinnum fleiri og ættu miklu frekar réttmætt tilkall til að geta kallazt alvöru-minnihlutahópur!

Gott innlegg frá þér, Mofi. En Ómar tekur lítt hér á innleggjum. Verður hann svona skoðanalaus inn á milli? :)

Jón Valur Jensson, 3.1.2015 kl. 15:44

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef allir meintir minnihlutahópar, sem krefjast réttar til að fá að breyta sér, vilja gera kröfur á hendur ríkisvaldinu og fá sig setta inn i stjórnarskrá, er þá ekki nær, að brjóstastækkunar- og brjósta-minnkunarkonur setji fram sínar kröfur við meintar VIPs á pólitíska sviðinu (eða svaðinu)?

Jón Valur Jensson, 3.1.2015 kl. 15:58

27 identicon

Fróðleg lesning hér að ofan... ekki einn einasti hinna "umburðarlyndu" trúarpostula eyðir orði á stúlkuna sem fargaði sér, því guð foreldra hennar gerði ekki mistök, heldur hengja sig allir á múslimaumræðuna. Þetta andstyggðar trúarofstæki, í hvaða mynd sem er, þarf að uppræta. Við þurfum að koma kirkju og kristni út úr íslenskri löggjöf, stroka þjóðkirkjuna út af fjárlögum og skattleggja þær eignir sem hún hefur vélað til sín í gegnum tíðina. ÞÁ fyrst fer hún að gagnast einhverjum! 

Ófeigur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 20:57

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ófeigur. Kirkja er ekki neitt betra/verra, en fólkið sem vill sameinast í kærleikans bæn, á samkomustað. Og án þess að verða fordæmt fyrir það, að mæta í kirkju til að sameinast í bæn.

Ef það myndi bjarga heimsfriðinum að útrýma kirkjunnar kærleiksboðskap, þá hefur einhverjum aðalatriðum verið snúið á hvolf. Og án útskýringa og sanngjarns rökstuðnings á þeirri kúvendingu?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 21:31

29 identicon

Það sama gildir þá um kaþólska og múslima, sem koma saman í bæn. Mér er svosem sama þó fólk sem enn trúir vilji hittast og umla saman með lokuð augun, eða hvað sem fólk gerir. 

Það á hins vegar ekki að gerast á vegum ríkisins. Ég vil bara að trúfélög almennt séu jöfn og þurfi öll að lokka til sín kúnna, en ekki að eitt þeirra fái allt á silfurfati!

Ófeigur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 21:40

30 identicon

Komið þið sæl - sem oftar !

Ófeigur !

Reyndu ekki - að hengja þig á vegastikur ''umburðarlyndis'' né trúarpostula / því ég telst til hvorugra: gerandi ráð fyrir ógrynni Guða og Gyðja / eins og Hindúar vinir mínir telja, að sé að finna - sum staðar alla vegana.

Múhameðstrúar packið - er einfaldlega jafn óalandi og óferjandi / eins og vinir þeirra Nazista- og Kommúnista gerpin.

Hvað skyldi valda því annarrs - að þú kinokir þér við / að koma fram undir fullu nafni: hér á hinni gestrisnu síðu Ómars fjölfræðings - Ófeigur minn ?  

Viljir þú - láta taka mál þitt alvarlega / á annað borð ?

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 22:04

31 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég veit ekki til að múslimum eða múhameðstrúuðum hafi verið bannað að iðka sínar kærleiksbænasamkomur hér á landi? Þeir eru væntanlega velkomnir í kirkjur gestgjafa-landsins? Það hlýtur að vera nóg fyrir gesti þessa lands? Þeir eru sem sagt velkomnir, án trúarbragða-áróðurs.

Það er ekki þar með sagt að þeir eigi rétt til að reka burt allar friðsamlegar siðvenjur á Íslandi, þegar þeir koma til Íslands?

Hver er raunverulegur tilgangur með yfirvalds-kröfum múslimatrúarbragða-foringja á Íslandi? Á að krefjast menntunarleysis kvenna, og búrkuþvingaðs kvennaþrælahalds á Íslandi?

Ég vil ekki sjá þessa Múhameðs-framtíðarsýn öfgaráríkisráðandi Moskukröfuhafa hér á landi. Kröfur Mosku-Múhameðskröfuhafa eru komnar út fyrir öll réttlætanleg mörk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 23:42

32 identicon

Anna Sigríður flott skrif hjá þér og ekki annað en hægt enn að vera sammala.verst að það skuli vera búið að leifa öðrum og verri gestum að reisa bænar hús a Islandi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 00:23

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ófeigur", stjórnarskráin vill ekki að trúfélög almennt séu jöfn, enda er engin þörf því að gera t.d. islam jafn-rétthátt og kristni á þessu landi. Við höfum ekki að ástæðulausu kristinn fána, kristinn þjóðsöng, alþingissetningu í kristinni dómkirkju og sérstakt ákvæði í stjórnarskrá um stuðning og vernd við kristinn sið. Ekki veitir af í landi með litla uppivöðsluhópa sem sækjast eftir að níðast á kristnum söfnuðum, jafnvel umfram það sem stjórnvöld hér hafa gert með um 43–44% skerðingu lögmæltra sóknargjalda til trúfélaganna.

Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband