Kostir og gallar á Skólavörðuholti.

Síðustu árin hefur verið að myndast íslensk hliðstæða við þá staði í erlendum stórborgum þar sem eru stórar og skipulegar flugeldasýningar á áramótum. 

Sú íslenska er þó ólík öllu öðru á byggðu bóli vegna þess hve hún er óskipulögð, frjáls og stórbrotin í senn. 

Jafnvel Íslendingar, sem ekki hafa áður upplifað ástandið við Hallgrímskirkju, eru að uppgötva svolítið nýtt. 

Spyrja má hvort staðurinn sé sá heppilegasti í þessum efnum.

Kosturinn við Skólavörðuholtið er sá að þangað er stutt að ganga frá verustöðum ferðamanna.

Ókosturinn er sá að það er byggð allt í kringum staðinn sem skyggir á mestan hluta sjóndeildarhringsins, þannig að mjög takmarkað útsýni er út fyrir svæðið. 

Þar með missa til dæmis útlendingarnir af því að sjá nógu vel yfir þetta einstaka íslenska uppátæki nema þeir séu þeim mun meira á ferðinni um borgina jafnframt því sem þeir staldra lengst við hjá Leifi heppna. 

Kannski myndi svæðið við Perluna henta betur, gefa rými bæði á staðnum sjálfum og fyrirtaks útsýni yfir skoteldaæðið í borginni. 


mbl.is Sjónarspilið á miðnætti séð úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nóg pláss á Skólavörðuholtinu fyrir framan kirkjuna og með því að horfa þar upp í loftið geta menn séð þúsundir flugelda sem skotið er þaðan um áramót.

Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 02:35

2 identicon

Hamarinn í Hafnarfirði hefur um árabil veið minn staður og þar er víðsýnt. Keflavík, Álftanesið og svo öll Reykjavíkurbyggð frá Gróttu til efstu byggða Breiðholts, með Akranes í baksýn er svo sannarlega sjónarspil sem engan svíkur á þessu augnabliki.

Kjartan (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 08:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Væntanlega auðveldara að hreinsa flugeldaruslið af Skólavörðuholtinu en Öskjuhlíðinni.

Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband