2.1.2015 | 11:07
Þjóðhetjur smáþjóða.
Finnar hafa löngum haft lag á því að eignast stórkostlega afreksmenn í íþróttum sem hafa varpað ljóma á landið.
Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar voru "Fljúgandi Finnarnir" Nurmi og Kolehmainen yfirburðamenn í millivegalengdar- og langhlaupum, einkum Nurmi, og vörpuðu ljóma á land sitt og þjóð, sem nýlega hafði fengið sjálfstæði og þurfti að sanna sig í samfélagi þjóðanna.
Á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 lyftu þeir saman kyndli til að kveikja Ólympíueldinn.
Að því leyti var hlutverk þeirra svipað og hlutverk Clausensbræðra, Huseby, Torfa, Vilhjálms Einarssonar og Alberts Guðmundssonar, á fyrstu árunum eftir lýðveldisstofnun, þegar Íslendingar þurftu á því að halda að stimpla sig inn sem gjaldgeng þjóð á alþjóðavettvangi.
Á Ólympíuleikjunum 1972 vann Lasse Viren hug og hjörtu allra og endurvakti, ásamt rallökumönnum Finna, hugtakið "Fljúgandi Finnarnir" með því að falla á hlaupabrautinni í 10 kílómetra hlaupinu, og lenda aftast í hópnum, en standa upp og hlaupa fram úr öllum til sigurs og nýs heimsmets.
Á þennan hátt getur afreksfólk sem einstaklingar, eins og Björk Guðmundsdóttir, gert ómælt gagn fyrir smáþjóðir og örþjóðir eins og Finnar og Íslendingar eru.
Stökkvari sem missti fótanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristján Jóhannsson frændi minn fékk svo góða þjálfun af því að hlaupa á eftir sauðfé í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, að hann setti eina Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952.
Og Finnar voru í svo góðri þjálfun árið 1966 að þeir handmokuðu fyrir hádegi allar götur í Helsinki, að sögn Ómars Ragnarssonar.
Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 15:06
Það er alltaf vænlegt til vinnings að senda íslenska stráka á alþjóðamót rétt eftir heimsstyrjaldir.
jón (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:13
"I have the simplest tastes. I am always satisfied with the best."
Oscar Wilde
Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.