Þjóðhetjur smáþjóða.

Finnar hafa löngum haft lag á því að eignast stórkostlega afreksmenn í íþróttum sem hafa varpað ljóma á landið. 

Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar voru "Fljúgandi Finnarnir" Nurmi og Kolehmainen yfirburðamenn í millivegalengdar- og langhlaupum, einkum Nurmi, og vörpuðu ljóma á land sitt og þjóð, sem nýlega hafði fengið sjálfstæði og þurfti að sanna sig í samfélagi þjóðanna.

Á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 lyftu þeir saman kyndli til að kveikja Ólympíueldinn.  

Að því leyti var hlutverk þeirra svipað og hlutverk Clausensbræðra, Huseby, Torfa, Vilhjálms Einarssonar og Alberts Guðmundssonar, á fyrstu árunum eftir lýðveldisstofnun, þegar Íslendingar þurftu á því að halda að stimpla sig inn sem gjaldgeng þjóð á alþjóðavettvangi.

Á Ólympíuleikjunum 1972 vann Lasse Viren hug og hjörtu allra og endurvakti, ásamt rallökumönnum Finna, hugtakið "Fljúgandi Finnarnir" með því að falla á hlaupabrautinni í 10 kílómetra hlaupinu, og lenda aftast í hópnum, en standa upp og hlaupa fram úr öllum til sigurs og nýs heimsmets.

Á þennan hátt getur afreksfólk sem einstaklingar, eins og Björk Guðmundsdóttir, gert ómælt gagn fyrir smáþjóðir og örþjóðir eins og Finnar og Íslendingar eru.  


mbl.is Stökkvari sem missti fótanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristján Jóhannsson frændi minn fékk svo góða þjálfun af því að hlaupa á eftir sauðfé í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, að hann setti eina Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952.

Og Finnar voru í svo góðri þjálfun árið 1966 að þeir handmokuðu fyrir hádegi allar götur í Helsinki, að sögn Ómars Ragnarssonar.

Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 15:06

2 identicon

Það er alltaf vænlegt til vinnings að senda íslenska stráka á alþjóðamót rétt eftir heimsstyrjaldir.

jón (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I have the simplest tastes. I am always satisfied with the best."

Oscar Wilde

Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband