2.1.2015 | 19:56
Presley kom hvorki nálægt hönnun JetStar né Convair 880.
Elvis Presley var og verður rokkkóngurinn þótt ekki semdi hann lög í líkingu við Lennon og McCartney. Honum var samt nógu mikið til lista lagt til að bera kóngstitilinn.
Á tengdri frétt segir að hann hafi hannað tvær einkaþotur sínar. Það er nú kannski full mikið í lagt, því að flugélahönnuðir Locheed verksmiðjanna hönnuðu Lockheed JetStar og hönnuðir Convair áttu heiðurinn af Convair 880.
Á hinn bóginn má ætla af myndum af innréttingu þotnanna, að Presley hafði í sér hæfileika góðs innanhússarkitekts þótt ekki lyki hann háskólanámi i þeim fræðum.
Þótt rekstur svona þotna sé stjarnfræðilega dýr fyrir einstakling sýnist Presley þó hafa búið yfir ákveðnum hæfileikum varðandi rekstur flugvéla, því að ef treysta á því að þær séu til taks, þurfa þær helst að vera þrjár og ekki færri en tvær.
Báðar fyrrum einkaþotur Presleys eru fyrir löngu orðnar úreltar, hvað vélbúnað snertir, en það er hins vegar þekkt fyrirbrigði, að á gamlar flugvélar eins og DC-3 og Beechcraft 18 séu settir nýtískulegir hreyflar með aðferðum sem flugmálayfirvöld hafa viðurkennt og samþykkt.
Ekki liggur fyrir hvort viðurkenndar breytingar á JetStar og Convair 880 í þessu efni séu fáanlegar og verður að telja það frekar ólíklegt.
Einkaþotur Presley til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur boðið andvirði 6.850 hrútspunga í einkaþotuna Hound Dog II og ætlunin er að sýna þar kvikmyndir með mörlenska forætisráðherranum og Kim Jong-un í aðalhlutverkum.
Non-stop.
Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 21:37
Steini Briem fær 68 bringukolla í greiðslu og mætir sem flugþjónn og einkakynnir kims í latex-galla......
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 21:41
In your wildest dreams.
Þorsteinn Briem, 2.1.2015 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.